28.2.2010 | 00:13
945 - Heard they stole all your money
En af hverju legg ég svona mikla áherslu á að blogga á hverjum degi? Skil það ekki sjálfur. Alltaf eru samt einhverjir sem lesa þetta og þónokkrir sem kommenta. (Hirðin??) . Sennilega yrðu bloggin hjá mér bara betri ef ég skrifaði sjaldnar.
Fingraæfing er þetta fyrst og fremst. Æfing í því að koma hugsunum sínum í orð. Svo er á það að líta að sumir lesenda minna koma einmitt vegna hinna reglulegu skrifa. (Kannski).
Hef tekið eftir því að fréttablogg og stjórnmálaskrif eru hvað vinsælust á blogginu. Að minnsta kosti hér á Moggablogginu.
Alheimsfrægð munum við Íslendingar öðlast ef við fellum Icesave-lögin með tilþrifum. En varla verður hún langvinn og hvers virði er hún eiginlega?
Er alltaf að sjá betur og betur að Spánverjinn sem ég hitti á Kanarí um daginn og sagði: Heard they stole all your money!!" er dæmigerður fyrir þá útlendinga sem fylgjast með fréttum.
Við erum ekkert ofarlega í þeirra huga. Þeir munu ekkert gera fyrir okkur. Meðaumkun umheimsins er einskis virði. Með því að fella Icesave-lögin getum við verið að stuðla að því að málið dragist von úr viti og verði okkur Íslendingum afar dýrt að lokum.
Völd forseta Íslands eru líka að aukast með þessu og alls ekki er víst að það sé til bóta. Stjórnlagaþing er nauðsyn og Alþingismenn ættu allir að fara í frí. (Launalaust).
Varðandi Icesave er ég enn þeirrar skoðunar að okkur beri bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að borga. Samt finnst mér vel koma til greina að segja nei í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einfaldlega ekkert réttlæti í því að við borgum þessi ósköp og allra síst á þann hátt sem segir í þessu frumvarpi.
Ömurlegt er að heyra menn hlakka yfir því að hugsanlega fari þá þessi vitleysa öll fyrir dómstóla. Í fyrsta lagi dregst málið þá úr hömlu (líklega svona 5 - 10 ár a.m.k.) án bata á nokkru einasta sviði fyrir okkur Íslendinga. Auk þess mundum við nær örugglega tapa málinu fyrir hvaða dómstóli sem er.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Tíu sjallar dóu í dag,
dáldið bætir Moggans hag,
ætíð dauðinn er hans fag,
og eitt sinn drap heilt kaupfélag.
Þorsteinn Briem, 28.2.2010 kl. 04:04
Ég er á þinni síðu og virði auðvitað þína skoðun,nema hvað. Það rifjaðist upp fyrir mér alls óskylt mál,þar sem deilt var hart. Það var þegar við skyptum úr vinstri yfir í hægri umferð. Mætur prestur skrifaði marga pistlana í dagblöðin,um hættuna sem af þessu skapaðist,veit vel að honum gekk ekkert nema gott eitt til. Þá meina ég að hagsmunir hans héngu ekki á neinni spítu,hvorki pólitískt né atvinnulega.Ekki frekar en okkar sem segjum nei,þvi við stálum engu og heiður þjóðar okkar er í veði. Um hann stöndum við vörð,Sæmundur minn.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2010 kl. 04:10
Óháð réttlætistilfinning segir mér að Bretar, hollendingar og við eigum að skipta bömmernum á milli okkar.
Ömurlegast finnst mér að sjá útrásarvíkinga halda eigum sínum, stjórna fyrirtækum áfram; Að sjá fávísa og skítuga stjórnmálamenn/flokka sitja enn á þingi, tala eins og uber sakleysingjar... Að horfa upp á það að ekkert er að breytast á klakanum; Mafíur eru einfaldlega að byggja undir sig aftur.
DoctorE 28.2.2010 kl. 10:59
Meirihlutinn hefur ekki nærri alltaf rétt fyrir sér. Því er verr og miður. Auðvitað ræður hann samt og á endanum reynist það sem hann vill oft verða til blessunar. Ég var á móti hægri umferðinni á sínum tíma en margt annað hefur gerst hér á landi. Og oft eru hlutirnir ekki bara annaðhvort eða.
Sæmundur Bjarnason, 28.2.2010 kl. 14:39
Íslendingar eru upp til hópa þjóðrembur. Ekkert þjappar þjóðinni betur saman en að búa sér til erlenda óvini.
Nú á hópsálin að "standa saman" og springa úr þjóðarstolti yfir ... já, yfir hverju annars?
Hjálp!!
Kama Sutra, 28.2.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.