945 - Heard they stole all your money

Í gær mátti sjá hér hve auðvelt er að blogga daglega. Setja bara saman einhverja vitleysu og birta svo í mörgu lagi.

En af hverju legg ég svona mikla áherslu á að blogga á hverjum degi? Skil það ekki sjálfur. Alltaf eru samt einhverjir sem lesa þetta og þónokkrir sem kommenta. (Hirðin??) Smile. Sennilega yrðu bloggin hjá mér bara betri ef ég skrifaði sjaldnar.

Fingraæfing er þetta fyrst og fremst. Æfing í því að koma hugsunum sínum í orð. Svo er á það að líta að sumir lesenda minna koma einmitt vegna hinna reglulegu skrifa. (Kannski).

Hef tekið eftir því að fréttablogg og stjórnmálaskrif eru hvað vinsælust á blogginu. Að minnsta kosti hér á Moggablogginu.

Alheimsfrægð munum við Íslendingar öðlast ef við fellum Icesave-lögin með tilþrifum. En varla verður hún langvinn og hvers virði er hún eiginlega?

Er alltaf að sjá betur og betur að Spánverjinn sem ég hitti á Kanarí um daginn og sagði: „Heard they stole all your money!!" er dæmigerður fyrir þá útlendinga sem fylgjast með fréttum.

Við erum ekkert ofarlega í þeirra huga. Þeir munu ekkert gera fyrir okkur. Meðaumkun umheimsins er einskis virði. Með því að fella Icesave-lögin getum við verið að stuðla að því að málið dragist von úr viti og verði okkur Íslendingum afar dýrt að lokum.

Völd forseta Íslands eru líka að aukast með þessu og alls ekki er víst að það sé til bóta. Stjórnlagaþing er nauðsyn og Alþingismenn ættu allir að fara í frí. (Launalaust).

Varðandi Icesave er ég enn þeirrar skoðunar að okkur beri bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að borga. Samt finnst mér vel koma til greina að segja nei í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einfaldlega ekkert réttlæti í því að við borgum þessi ósköp og allra síst á þann hátt sem segir í þessu frumvarpi.

Ömurlegt er að heyra menn hlakka yfir því að hugsanlega fari þá þessi vitleysa öll fyrir dómstóla. Í fyrsta lagi dregst málið þá úr hömlu (líklega svona 5 - 10 ár a.m.k.) án bata á nokkru einasta sviði fyrir okkur Íslendinga. Auk þess mundum við nær örugglega tapa málinu fyrir hvaða dómstóli sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tíu sjallar dóu í dag,
dáldið bætir Moggans hag,
ætíð dauðinn er hans fag,
og eitt sinn drap heilt kaupfélag.

Þorsteinn Briem, 28.2.2010 kl. 04:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er á þinni síðu og virði auðvitað þína skoðun,nema hvað.   Það rifjaðist upp fyrir mér alls óskylt mál,þar sem deilt var hart. Það var þegar við skyptum úr vinstri yfir í hægri umferð. Mætur prestur skrifaði marga pistlana í dagblöðin,um hættuna sem af þessu skapaðist,veit vel að honum gekk ekkert nema gott eitt til. Þá meina ég að hagsmunir hans héngu ekki á neinni spítu,hvorki pólitískt né atvinnulega.Ekki frekar en okkar sem segjum nei,þvi við stálum engu og heiður þjóðar okkar er í veði. Um hann stöndum við vörð,Sæmundur minn.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2010 kl. 04:10

3 identicon

Óháð réttlætistilfinning segir mér að Bretar, hollendingar og við eigum að skipta bömmernum á milli okkar.

Ömurlegast finnst mér að sjá útrásarvíkinga halda eigum sínum, stjórna fyrirtækum áfram; Að sjá fávísa og skítuga stjórnmálamenn/flokka sitja enn á þingi, tala eins og uber sakleysingjar... Að horfa upp á það að ekkert er að breytast á klakanum; Mafíur eru einfaldlega að byggja undir sig aftur.

DoctorE 28.2.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Meirihlutinn hefur ekki nærri alltaf rétt fyrir sér. Því er verr og miður. Auðvitað ræður hann samt og á endanum reynist það sem hann vill oft verða til blessunar. Ég var á móti hægri umferðinni á sínum tíma en margt annað hefur gerst hér á landi. Og oft eru hlutirnir ekki bara annaðhvort eða.

Sæmundur Bjarnason, 28.2.2010 kl. 14:39

5 Smámynd: Kama Sutra

Íslendingar eru upp til hópa þjóðrembur.  Ekkert þjappar þjóðinni betur saman en að búa sér til erlenda óvini.

Nú á hópsálin að "standa saman" og springa úr þjóðarstolti yfir ... já, yfir hverju annars?

Hjálp!!

Kama Sutra, 28.2.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband