4.1.2010 | 00:07
916 - Beðið eftir Bessastaðabóndanum
Ég vil gjarnan líta svo á að Icesave-málið snúist ekki fyrst og fremst um krónur og aura. Ekki heldur um hvort aðrar þjóðir beri virðingu fyrir okkur Íslendingum og vilji leyfa okkur að vera memm. Og ekki ræður það úrslitum um sjálfstæði okkar eða örlög ríkisstjórnarinnar.
Það hvort Ólafur Ragnar Grímsson undirritar Ísbjargarlögin eða ekki getur samt haft áhrif á stjórnskipan okkar Íslendinga til langs tíma. Undirriti hann lögin er forsetaembættið marklaust og þýðingarlaust í stjórnmálalegu tilliti eins og það var áður en Ólafur varð forseti.
Sameiningartákn þjóðarinnar verður það þegar best lætur. Þannig er það víðast hvar er í löndunum í kringum okkur. Konungar og forsetar eru þar einkum til skrauts. Framkvæmdavaldið er hjá þinginu og það fer einnig með löggjafarvald.
Neiti hann að undirrita lögin aukast áhrif forsetaembættisins. Hvort svo verður til langframa er óvíst. Þeir sem ákafast biðla til Ólafs nú um að undirrita ekki lögin munu ekki heldur kæra sig um nýtt og breytt stjórnskipulag. Að minnsta kosti á þetta við um stjórnmálaflokkana, þeim vantreysti ég alltaf. Beint lýðræði gæti að vísu skotið rótum þá og auknar líkur væru á stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslur gætu orðið algengari en verið hefur.
Þjóðin mænir í ofvæni á Bessastaði þessa dagana. Ætli Grímssyni líki það ekki bara vel?
Hörmulegt er að ekki skuli hafa náðst samstaða um ríkisábyrgðina á Icesave-skuldunum.
Það er varla viðeigandi að vera að tala um ESB núna en ég ætla samt að gera það.
Ég er fylgjandi því að Íslendingar gangi í ESB. Hef lengi verið það og mun ekki breyta um skoðun svo auðveldlega. Niðurstaðan úr samningaviðræðunum um aðild sem væntanlega fara af stað bráðlega skiptir þó vissulega máli. Fæ reyndar ekki séð hvernig ríkisstjórnin ætlar að koma aðildarfrumvarpi gegnum þingið í andstöðu við Steingrím sjálfan.
Hugsanlega þarf ekki að treysta á þingmenn í sambandi við ESB. Kannski er hægt að senda niðurstöðuna úr samningaviðræðunum rakleitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allmargir virðast telja að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB verði ekki haldin. Útilokað er að ríkisstjórnin telji sig geta komist upp með að sleppa henni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst við eiga að hafa Kóng eða jafnvel keisara. Það sæmir ekki svona úberþjóð að hafa réttan og sléttan forseta Ætli Þórhildur vilji verða Drottningin okkar?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.1.2010 kl. 00:26
Hefur ekki Ólafur einmitt aukið keisaralega tign embættisins? Líklega eru það Obama og Sarkozy sem hann vill helst líkjast.
Sæmundur Bjarnason, 4.1.2010 kl. 00:46
Minnisstætt að fyrir mörgum árum voru heitar umræður um Ólaf sem forseta, og jafnvel haldið fram að einn góðan veðurdag,myndi Ólafur forseti gera misstök,sem kostuðu hann embættið. Það hefur ekki gengið eftir.
Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2010 kl. 03:54
Ég verð að viðurkenna að ég hef hálfgerða samúð með karlinum núna - þótt hann eigi það kannski ekki endilega skilið. Hann verður í arfavondum málum á hvorn veginn sem hann lendir Ísbjörginni. Í báðum tilfellum fær hann hálfa þjóðina upp á móti sér - bara sitt hvorn helminginn.
Kama Sutra, 4.1.2010 kl. 04:34
Hvernig getur hann fengið hálfa þjóðina á móti sér þó að 62 þúsund manns hafi skrifað undir á netinu eftir að hafa æst hver annan upp á Facebook? Það eru 228 þúsund manns á kjörskrá og ég fæ annað út ef ég deili í það með tveimur.
Yngvi Högnason, 4.1.2010 kl. 09:21
Ólafur Ragnar mun samþykkja lögin, sanniði til. Hann er allt og reyndur og glöggur stjórnmálamaður til að ýta þjóð sinni út í það kviksyndi sem hún lendir í ef hann samþykkir ekki. Að bera saman Icesave málið og Fjölmiðlalögin er út í hött, það hefur ekki snert nokkurn mann þó hann hafi synjað þeim lögum samþykki.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.1.2010 kl. 13:39
Yngvi
Hvort sem okkur líkar betur eða ver getum við ekki alfarið litið framhjá niðurstöðum flestra skoðanakannanna um þetta mál, hverra niðurstöður eru nokkuð samhljóma um að 70% þjóðarinnar vill ekki að forsetinn staðfesti lögin. Því miður.
Kama Sutra, 4.1.2010 kl. 18:54
Takk öll. Mér finnst ekki útí hött að bera saman þessi mál. Það er ekki hægt að ákveða að sum mál séu þýðingarmeiri en önnur. Ein regla verður að gilda. Held samt að Ólafur muni undirrita lögin. Rökstuðningur fyrir því getur ekki verið sá einn að málin séu ósambærileg þó þau séu það vissulega.
Helga, man ekki eftir þessu máli. Tek yfirleitt ekki mark á spádómum.
Kama Sutra, ég vorkenni honum ekki. Hann kom sér í þessa stöðu.
Yngvi, útreikningar af þessu tagi hafa lítið gildi.
Sigurður Grétar, ef Ólafur skrifar ekki undir þá er það ekki hann sem hefur ýtt þjóðinni út í kviksyndi, heldur þeir sem krefjast þess af honum.
Líklega er þetta orðið ansi mótsagnakennt hjá mér, en eru ekki allir orðnir hálfruglaðir á þessari bið?
Sæmundur Bjarnason, 4.1.2010 kl. 20:35
Það verður allavega seint sagt um Ólaf Ragnar að hann sé tregur að troða sér í sviðsljósið og halda sér þar.
Helvítis fokking fokk.
Kama Sutra, 4.1.2010 kl. 21:13
Auðvitað hafa svona útreikningar ekkert gildi en fullyrðingar um heila og hálfa þjóð og aðrar slíkar vanhugsaðar sem ég set í, "þú veist hvað ég meina" flokkinn, leiðast mér.
Yngvi Högnason, 5.1.2010 kl. 08:55
Sæmundur, mikið er ég ósammála þér þegar þú segir:
Sigurður Grétar, ef Ólafur skrifar ekki undir þá er það ekki hann sem hefur ýtt þjóðinni út í kviksyndi, heldur þeir sem krefjast þess af honum.
Auðvitað er endanleg ákvörðun um samþykki eða ekki samþykki á ábyrgð Ólafs Ragnars eins, þeir sem hafa með undirskriftasöfnunum eða öðrum ráðum reynt að hafa áhrif eru ekki þeir sem ábyrgðina bera. Þetta er svipað og hefur víða komið fram á blogginu að lögin frá 30. des. 2009 hafi í raun ekki verið samþykkt vegna þes að sumir þingmanna VG hafi verið þvingaðir til að greiða frumvarpinu atkvæði sitt.
Er hægt að komast lengra í ruglingslegum málflutningi!
Ég benti einum sem fór mikinn í þessari röksemdafærslu á að þá mætti allt eins búast við að sumir af þingmönum stjórnarandstöðunnar hafi verið þvingaðir til að greiða atkvæði gegn.
Ég held samt að hver og einn þingmaður hafi að lokum greitt atkvæði eins og hann taldi skynsamlegast eftir að hafa gaumgæft málið vel.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.