3133 - Mannkynssaga

Þegar maðurinn komst að því að hann gat ráðið við eða forðast öll dýr merkurinnar, gerði hann sér grein fyrir því, að hann var orðinn herra jarðarinnar og nýtti sér það út í ystu æsar.

Þau tímamót í sögu heimsins gerðust að sjálfsögðu í fyrndinni og eftir það er saga mannsins í vissum skilningi saga þróunar lífsins, sem vissulega hefur nokkrum sinnum verið ógnað og þá helst af síendurteknum heimsstyrjöldum og tortímingarþrá mannsins sjálfs.

Þegar maðurinn hefur sigrast að þeirri þrá sinni að drepa sem flesta menn aðra en sjálfan sig er von til þess að mannkynið þróist áfram.

Þeirri þróun eru engin takmörk sett önnur en þau að maðurinn þrói smátt og smátt vélar sem taki völdin af honum. Takist að koma í veg fyrir það er ekkert sem kemur í veg fyrir að mannkynið leggi geiminn allan undir sig.

Það er þá helst að eitthvað annað „mannkyn“ eða lífsform sé í rauninni komið lengra á þróunarbrautinni og útrými mannkyninu. Sú hætta er vissulega fyrir hendi, því við vitum ekki neitt um það hvort líf á öðrum hnöttum er fjandsamlegt eða vinsamlegt. Höfum samt leyfi til að vona hið síðarnefnda.

Þetta blogg er svosem alveg orðið nógu langt og ekki er hægt að segja að það fjalli um einskisverða hluti.

IMG 3970Einhver mynd.


Bloggfærslur 17. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband