3130 - Páll Vilhjálmsson

Það ánægjulegasta við stríðið í Úkrainu (ef hægt er að tala um ánægju í því sambandi) er hve mikil samstaða er um fordæmingu á því. Augljóst er líka að fyrri stjórnmálaværingar eru lagðar til hliðar í bili af flestun a.m.k., þegar minnst er á þessi mál. Þó er um einstaka hjáróma raddir að ræða.

Af því að ég hef hingað til hneigst til gagnrýni á Facebook (sem ég kalla næstum alltaf fésbók) og haldið áfram að blogga á Moggablogginu þó það sé undarlega samsett, og hafi einu sinni verið afar vinsælt ætla ég að halda mig þar.

Mér finnst það blasa við að langvinsælasti bloggarinn þar, sem eins og flestir vita heitir Páll Vilhjálmsson, sé sannur öfgahægrimaður. Hann skrifar einkum um pólitík. Ekki veit ég hvort þeir sem lesa hans innlegg séu yfirleitt sammála honum. Svo kann þó að vera. Hann hefur að undanförnu aðallega beitt sér gegn þeim sem skrifað hafa og flutt fréttir um Samherja á Akureyri. Þar hefur hann hvað eftir annað látið í veðri vaka að hann viti miklu meira um það mál alltsaman en nokkur lögreglumaður eða fréttamaður. Helst er að sjá að hann hafi mikla trú á hverskonar samsæriskenningum. Þegar hann hefur getað litið uppúr skrifum sínum um fyrrnefnt útgerðarfyrirtæki hefur hann skrifað um Úkrainumálið á heldur ókræsilegan hátt.

Eiginlega er það að æra óstöðugan að tilfæra hér einhver séstök ummæli sem hann hefur sett á bloggið sitt um Úkrainu og Rússland ásamt undarlegum skrifum um NATO og ESB. Hentugast er bara að fara þangað og fá beint í æð helstu samsæriskenningarnar sem haldið er fram um þessar mundir.  

Auðvitað hefði ég getað sett þetta sem athugasemd á bloggið hans, því þrátt fyrir allt virðist hann ekki gera eins og sumir af svipuðu sauðahúsi gera oft, en það er að eyða óvinsamlegum athugasemdum. Það hefði kannski komið fyrir fleiri augu þar. Þetta er full-langt sem athugasemd, þó það sé ekki langt sem blogg.

IMG 3984Einhver mynd.


Bloggfærslur 4. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband