3097 - Kosningar

Í dag telst mér til að sextíu og þrjú á séu síðan Íslendinar færðu landhelgi sína út í tólf mílur. (Af hverju er miðað við mílur en ekki kílómetra?) Ég hef væntanlega verið sextán ára gamall þá. Man eftir að þegar þetta var, þá var ég að vinna hjá Gunnari í Álfafelli. Var sennilega að þvo kalkskyggingu af heima- og elstu gróðurhúsablokkinni hjá honum. Eftirminnilegur dagur. Íslendingar æstir úr hófi fram og miklir Bretaandstæðingar.

Þó ég muni eftir ýmsu úr landhelgisstríðunum er ekki ástæða til að fjölyrða um það hér og nú. Knattspyrna sem alltaf var kölluð fótbolti í denn, virðist vera mál málanna nú um þessar mundir. Mér finnst fótboltinn ekki einu sinni vera merkilegasta íþróttin á Íslandi. Útbreidd er hún að vísu. Því er ekki nokkur leið að mótmæla.

Fylgdist svolítið með stjórnmálaumræðunum í gærkvöldi. Finnst leiðtogar flokkanna forðast of mikil að tala um vinstri og hægri stefnur í þessu sambandi. Margir kjósa í samræmi við þau stefnumál. Of mikil einföldum felst í því að gera ráð fyrir að þeir merkimiðar tákni eingöngu mikil eða lítil ríkisafskipti. Margt fleira getur falist í þessum stefnuskilgreiningum. Kjósendur gerðu kannski réttast í því að skilgreina með sjálfum sér hvort stefna tiltekinna flokka er meira hægri eða vinstri sinnuð. Talsmenn þeirra vita það greinilega ekki og kjósendur upp og ofan hafa mun meira vit á þessu en þeir.

Sjálfur hneigist ég meira til vinstri, að því er mér finnst, og mun meðal annars líklega kjósa Píratana þess vegna. – Já, en þeir eru ekki vitund vinstri sinnaðir kynni einhver að segja. Því er til að svara að hver og einn ætti að ákveða hvort honum finnst flokkur vera hægri eða vinstri-sinnaður. Jafvel er hægt að ímynda sér að einhverjir álíti Sjálfstæðisflokkinn vinstri sinnaðan.

IMG 4337Einhver mynd.


Bloggfærslur 1. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband