3078 - Fésbók

Það er nú eiginlega of langt gengið að blogga nær daglega hér á Moggablogginu (já, ég er tekinn uppá því aftur) og vera þar að auki að flækjast á Fésbókinni. Kannski tek ég það fyrirbrigði í sátt aftur. Eyddi nefnilega aldrei aðganginum mínum og auglýsti bloggin grimmt þar. Las að vísu ekki bréf og þessháttar á þeim slóðum þó síminn væri sífellt að senda mér allskonar upplýsingar. Var nefnilega að enda við að setja vísukorn á Boðnarmjöð. Þar er margt misheppnað og sakar varla þó ég bætist í þann hóp.

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Var einu sinni sagt í „heimsósómakvæði“. Mér finnst óþarfi að rjúka upp til handa og fóta útaf svokölluðum njósnum. Vita ekki allir að stórfyrirtæki fá það sem þau vilja, í krafi auðs og áhrifa? Nei, ég er ekki að tala um Samherja, enda er það smáfyrirtæki. Þó það sé kannski stórt á íslenskan mælikvarða. Ég er að tala um „alvöru“ alþjóðleg fyrirtæki, sem segja stórþjóðum fyrir verkum.

Nú þarf ég líklega að flýta mér að senda þetta út í eterinn, svo það verði ekki úrelt. Stutt er það að minnsta kosti.

IMG 4751Einhver mynd.


Bloggfærslur 1. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband