2904 - Jónas Kristjánsson

Sú bylting hefur nú orðið í mínu lífi að ég er farinn að nota gulan uppþvottalög í staðinn fyrir þann græna. Kannski er þetta samt ekki sú grundvallarbreyting sem öllu máli skiptir. Við bloggskrif er nauðsynlegt að gera greinarmun á því persónulega, sem flestum hættir við að gera of mikið úr, og því almenna, sem venjulega snýst um það að þykjast vera ógn gáfaður. Eða a.m.k. betrur að sér en flestir aðrir. Google hefur að mestu leyti gert útaf við besservissera eins og mig, en samt er hægt að láta tölvutæknina vinna með sér, ef grannt er skoðað. Ég hef langa og mikla æfingu í því að skrifa um allan skrattann. Google er örugglega verri í því en ég.

Man ekki gjörla hvort ég hef sagt frá „intermittent fasting“ hér á blogginu en reikna samt með að flestir viti hvað það er. Sú aðferð virðist henta mér nokkuð vel. Að vísu hefur veðrið verið nokkuð óstöðugt að undanförnu, en ekki er víst að það stafi af þessu. Ísing, vindur og hálka hentar mér illa á mínum næstum því daglegu gönguferðum. Þessvegna hef ég sleppt þeim meira og minna undanfarið. Áslaug er búin frá áramótum að hafa vinnustofu á leigu nirði á Ægisgötu og kannski hefur það meiri áhrif á mitt líf en liturinn á uppþvottaleginum.

Einu sinni bloggaði ég daglega. Ekki fjölgaði lesendum mínum við það. Þó eru einhverjir sem stunda að lesa það sem ég skrifa. Mest áhrif á slíkt hefur fyrirsögnin. Áhrifavaldur er ég samt allsekki og vil ekki vera. Gamalmennablogg sem sumir introvertar eins og ég lesa sér til hugarhægðar vil ég gjarnan skrifa. Á það til að þykjast vera ósköp gáfaður og skrifa þá fyrst og fremst um mikilvæg málefni einsog alþjóðamál og Trump Bandaríkjaforseta sem allir hljóta að kannst við.

Jónas heitinn Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri var að mörgu leyti minn mentor í netheimum. Hann skrifaði þó fyrst og fremst um fréttir og pólitík. Þ.e.a.s. í blogginu. Ýmislegt fleira skrifaði hann um m.a. um hesta, sem ég hef engan áhuga fyrir. Margt af því sem hann sagði hef ég reynt að tileinka mér í blogginu. Hann var bæði orðhvatur og feiknarlega vel að sér. Það skortir marga (og mig líka) tilfinnanlega, sem eru þó  áhrifamikilir í íslensku þjóðlífi. 

IMG 6432Einhver mynd.


Bloggfærslur 10. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband