2722 - Lækna-Tómas og skólaskytterí

Skólaskytterí er talsvert stundað í bandaríkjunum. Í unglingaskólanum þar sem 10 voru drepnir fyrir skemmstu átti að heita að búið væri að fyrirbyggja slíkt. Þar voru tveir lögreglumenn á verði og ýmislegt hafði verið gert til að kenna unglingunum að forðast slíkan ófögnuð eftir mætti. Nú stendur víst til að vopna kennara þar og sem víðast í USA og kenna þeim á byssur. Ekki er ég viss um að það dugi mikið.

Byssueign segir reyndar ekki nein ósköp. Það er frekar byssnotkun og hvernig byssurnar eru, sem úrslitum ræður. Bandaríkjamenn nota byssur mikið og segja gjarnan. „Það eru ekki byssur sem drepa, heldur fólk“. Þetta er auðvitað alveg rétt. Með byssu getur hinsvegar hver sem er, drepið hvern eða hverja sem hann vill, hvenær sem er. Ef engar byssur væru til eða almenningi bannað af stjórnvöldum að nota/eiga þær, eða notuðu/ættu þær ekki af öðrum ástæðum, þyrfti meiri nánd til að drepa og það tæki meiri tíma. Þetta er mikilvægur munur, sem Bandaríkjamenn virðast ekki vilja skilja. Þeir vilja margir meina að það séu ekki aðeins þeir sterkustu, í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu, sem geta hvenær sem er drepið eða gert óskaðlega hverja sem er. Með vissum skilingi má yfirfæra þetta á byssur.

Svo er líka á að líta: „The Military Industrial Complex“, sem öllu virðist ráða pólitískt í mörgum ríkjum bandaríkjanna. Ef hvergi væri stríð í heiminum og vopnaskak minnkaði til mikilla muna mundi slíkt valda efnahagslegum þrenginum í USA og víðar. Óbeint halda stjórnvöld hvar sem er í heiminum völdum með vopnavaldi.

Kosningar eru aðferð til að skipta með friðsamlegum hætti um stjórnvöld. Þær segja ekkert um raunveruleg völd. Íslendingar eru helteknir pólitískum skjálfta um þessar mundir og vissulega eru frambjóðendur misjafnir. Ekki er samt ástæða til að gruna þá um græsku. Hugsanlegt er að allir séu þeir með hamingju og heill þjóðarinnar í huga. Samt get ég af einhverjum ástæðum ekki fengið mig til að hafa mikinn áhuga á komandi sveitarstjórnarkosningum. Í seinni tíð hefur áhugi minn kosningum hér almennt farið nokkuð minnkandi.

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Ég held bara að allir fjölmiðlar séu að fara á hliðina útaf einu smábrúðkaupi. Ekki hafði ég minnsta áhuga á þessu konunglega brúkaupi, en geri mér alveg grein fyrir því að sumir kunna að hafa það. Beinar útsendingar trufla mig ekki mikið þó ég sé fréttasjúkur. Venjulega er hægt að snúa sér að einhverjum öðrum fjölmiðli ef þörf krefur. Það var samt erfitt núna, en er kannski að lagast.

Lækna-Tómas skrifar langa grein í Fréttablað dagsins og viðurkennir að ég held að virkjunarandstæðingar hafi skráð sig í allstórum stíl til lögheimilis í Árneshreppi til að koma hugsanlega í veg fyrir Hvalárvirkjun með því. Veit ég vel að ekki er alltaf hægt að fara algjörlega eftir lagabókstaf og túlkun yfirstéttar í öllum málum. Þannig hefðu t.d. seint orðið framfarir í verkalýðsmálum, ef fara hefði átt eftir valdastéttinni í einu og öllu. Þessi aðferð er samt þess eðlis að ekki er með öllu hægt að skauta framhjá henni.

IMG 8161Einhver mynd.


Bloggfærslur 22. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband