2784 - Nei, ég er ekki dauđur

Gleymdi víst ađ stćkka síđustu mynd. Nenni samt ekki ađ leiđrétta ţađ. Ađ mörgu leyti er ţađ ađ verđa mest fyrirkvíđanlegt í sambandi viđ bloggiđ ađ ná í myndirnar. Ţarf nefnilega ađ fara nokkuđ langt til ađ ná í ţessar myndir og tími ekki ađ kaupa mér meira pláss á Moggablogginu. Látum ţetta laxera enn um sinn.

Atli frćndi lćtur stundum ljós sitt skína í Morgunblađinu og vísar stundum í greinar ţar. Satt ađ segja er ljósiđ oft nokkuđ skćrt. Sjálfum ţykir mér síđur en svo ástćđa til ţess ađ vera áskrifandi ađ Morgunblađssneplinum. Stundum skrifar hann annarsstađar, jafnvel á fésbókina. Auk ţess bendir hann oft á athyglisverđar bćkur o.ţ.h. Ađ öllu samanlögđu vildi ég alls ekki missa af fésbókarvináttu hans. Apropos fésbókarvinátta, hvers virđi er hún svona yfirleitt? Samtals á ég víst meira en 800 fésbókarvini, Ađ undanförnu hefur bćst verulega í fésbókarvinahópinn og sem betur fer virđist ekki fara mikiđ fyrir ţeim sem ţar óska eftir vináttu. Kannski er fiskur undir steini. Hvađ veit ég?

Heldur Katrín ađ hún geti rekiđ Bjarna? Kannski heldur hún ađ hún geti í krafti embćttis síns flćmt hann úr embćtti. Svo er ţó ekki. Međan hann er formađur Sjálfstćđisflokksins er hann ósnertanlegur og ţađ er viss ómöguleiki ađ koma honum frá. Reyndar er ţađ furđulegt ađ hann skuli ennţá vera formađur flokksins, en ţađ er ekki vinnandi vegur ađ koma honum í burtu.

Framtíđin er fangelsi ţeirra sem aldrei vilja breyta neinu. Ađ sjá framtíđina fyrir sér sem eitt allsherjar fangelsi er dálítiđ skerí, en samt er ţađ svo ađ sumir vilja aldrei breyta neinu. Ađrir vilja umfram allt breyta breytinganna vegna og á margan hátt er sú afstađa skiljanleg. Til dćmis vćri kannski hćgt ađ breyta til baka ef breytingin er algerlega misheppnuđ. Kannski vćri ţađ ekki hćgt en ţá mćtti sennilega breyta og breyta ţar til mađur vćri sćmilega ánćgđur. Allt breytist, meira ađ segja ég sjálfur. Ekki dettur mér í hug ađ halda ađ ég sé sá sami og ég var fyrir fimmtíu árum. Hvađ hef ég t.d. veriđ gamall ţá? 26 ára. Já, ćtli ţađ ekki.

Talsvert er nú orđiđ umliđiđ síđan ég bloggađi síđast. Sennilegast er rétt ađ senda frá sér einhver fáein orđ svo allir haldi ekki ađ ég sé dauđur. Ég finn bara ekki hjá mér neina hvöt til ţess ađ láta ljós mitt skína, enda er skiniđ međ daufasta móti ţessa dagana. Kannski lagast ţetta hvađ líđur.                     

IMG 7701Einhver mynd.


Bloggfćrslur 2. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband