Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023

3161 - Verkfall vs verkbann

Hvernig hægt er að tala um tiðindi dagsins án þess að minnast á verkalýðsmál er mér hulin ráðgáta. Íslensk verkalýðsbarátta hefur ekki alltaf farið eftir ítrustu lagakröfum. Segja má að mörg þeirra réttlætismála sem þar hefur áunnist hafi unnist vegna baráttu einstakra verkalýðsfélaga.

Ég álít að verkbann það sem atvinnurekendur hafa boðað verði fellt. Úrslit verða ljós á morgun svo ekki þarf lengi að bíða eftir hvort ég hef rétt fyrir mér.

Það er nú svo að auk þess að vera lengi að hugsa nú eftir veikindin er ég lengi að vélrita. Læt ég því staðar numið að sinni.

IMG 3863Einhver mynd.


3160 - Covait-19 og lungnabólga, ásamt ýmsu öðru.

3160 – Covait-19 og lungnabólga ásamt ýmsu fleiru.

Nei, ég er ekki alveg dauður enn, þó legið hafi nærri að þessu sinni. Var á spítala allan janúar og hluta af desember og febrúar. Vil ekki ræða það sem þar gerðist nema fram komi sértækar spurningar um það, en það er ástæðan til þess að ég bloggaði ekki neitt i janúar s.l.

Nú er ég ekki nema rúmlega 90 kg. Mæli samt alls ekki með þessari aðferð til megrunar. Hún er erfið og gott ef ekki lifshættuleg.

Einhver mynd.IMG 3864


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband