3138 - Zelensky

3138 – Zelensky

Ekki tókst mér að gera síðasta blogg mitt að maí-bloggi, en það munaði ekki miklu. Þetta þýðir að ég verð víst að gera betur. Eitthvað tekst mér væntanlega að finna til að skrifa um. Annars er ég orðinn mun ónýtari við bloggstandið uppá síðkastið. Kannski veðrið hafi þar einhver áhrif.

Það er langt komið með að skipta öllu út á baðherberginu hérna. Það er að verða búið að flísaleggja og svo kemur hitt á eftir. Svolítil rigning i dag en annars ágætis veður, verður víst enn betra á morgun

Á mánudagskvöldið var húsfélagsfundur og gekk ágætlega. Stjórnin endurkjörin og húsfélagsgjaldið hækkað. Allt eftir bókinni er það ekki?

Aðalfréttin í sjónvarpinu þá eða um það leyti var um ástandið í Bandaríkjunum. Allt að fara til fjandans þar eins og venjulega. Enginn virðist hafa áhuga á hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar þar í haust. Líka vantaði að vita hvenær Hæstiréttur þar ákveður sig og tilkynnir niðurstöðuna.

Styttist líka í Sveitarstjórnarkosningar hér. Kovítið kannske búið. Fuglaflensa í staðinn. Fer ekki í fólk er sagt. Svo eru hrosshausar á útsölu. Mikið að gerast. Sumarið snemma á ferðinni eða hefur Páskahretinu kannski seinkað?

Enn er verið að atast í Bjarna Ben. Engin líkindi eru þó til þess að ríkisstjórnin falli. Kannski var það Zelenski sjálfur sem bjargaði þeim. Líka er ekki lengur hægt að segja að þau geri ekkert. Undirrita viljayfirlýsingar á hverjum degi. Gæti samt trúað að Lilja Alfreðs leggi Sigurð Inga næst þegar tækifæri gefst.

IMG 3793Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni Ben. með hrossins haus,
hefur safnað skeggi,
afar ljótt hans röfl og raus,
rotnu verpir eggi.

Þorsteinn Briem, 7.5.2022 kl. 21:34

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini Briem við staurinn sinn
stendur ætíð keikur.
Bjarna þekkir út og inn
úldinn var sá leikur. 

Sæmundur Bjarnason, 9.5.2022 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband