Bloggfćrslur mánađarins, mars 2022
12.3.2022 | 22:57
3131 - Facebook og Ukraina
Auđvitađ veit ég ekki, frekar en ađrir, hvađ Pútín og ţeir sem styđja hann sem ákafast, hugsa. En ég held ađ hann geri sér alveg grein fyrir ţví ađ hernađur hans í Ukrainu er ákaflega óvinsćll um heim allan. Rússland er annars flokks stórveldi sem nú er í fjörbrotunum. Ţađ er einkum ţessvegna sem Pútín og Rússland eru hćttuleg. Ţau stórveldi sem munu bítast af sem mestum krafti í ţví kalda stríđi sem nú er ađ hefjast eru ađ sjálfsögđu Bandaríkin og Kína.
Kína stendur Bandaríkjunum ađ líkindum svolítiđ ađ baki hernađarlega ennţá. En ţađ mun ekki standa lengi. Kína mun líklega halda fremur međ Rússum en Ukrainumönnum í yfirstandandi stríđi og tengjast Rússum í vaxandi mćli viđskiptalega og ef ESB (sem á margan hátt er einnig annars flokks stórveldi) mun halla sér ađ USA, eins og flest bendir til, eru komin tvö super-stórveldi sem munu kljást á mörgum sviđum í ţví kalda stríđi sem vćntanlegt er.
Ţađ eru ţá helst Japan og Suđur-Kórea, ásamt Taiwan og Austurlöndum nćr, sem einkum má gera ráđ fyrir ađ bitist verđi um á síđari hluta ţessarar aldar. Ţađ er ađ segja ef mannkyniđ verđur ekki búiđ ađ tortíma sjálfu sér í heildsölu áđur.
Undanfariđ hef ég gagnrýnt fésbókina mjög og fariđ ađ langmestu leyti í frí frá henni. Ţetta hef ég gert ţó ég geri mér fulla grein fyrir vinsćldum hennar og ađ margir af notendum hennar geri sér alveg grein fyrir áróđri hennar og takmörkunum. Ţó Moggabloggiđ og Morgunblađiđ sé mjög langt frá ţví ađ vera gallalaust og ađ Páll Vilhjálmsson sé eins og hann er (ég fékk mjög margar heimsóknir ţegar ég skrifađi um hann um daginn) dettur mér ekki í hug ađ gerast áskrifandi ađ blađinu sjálfu. Lćt mér mbl.is nćgja, en viđurkenni samt međ sjálfum mér ađ Morgunblađiđ er langbesta fréttablađiđ á landinu. Vísir og DV eru einfaldlega ekki marktćk og Fréttablađiđ er ósköp takmarkađ ţrátt fyrir ađ ţađ sé ókeypis.
Internetiđ í heild er svipuđu marki brennt og fésbókin. Ţađ ţarf stórlega ađ vara sig á ţví og unglingum getur ţađ beinlínis veriđ hćttulegt. Stríđiđ um sálir mannanna fer einkum fram á Netinu.
Ég nenni bókstaflega ekki ađ blogga daglega og er alveg sama (ađ mestu leyti) ţó fáir lesi ţetta blogg. Ţó er ţađ frekar lesiđ ef ţađ er stutt.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2022 | 09:38
3130 - Páll Vilhjálmsson
Ţađ ánćgjulegasta viđ stríđiđ í Úkrainu (ef hćgt er ađ tala um ánćgju í ţví sambandi) er hve mikil samstađa er um fordćmingu á ţví. Augljóst er líka ađ fyrri stjórnmálavćringar eru lagđar til hliđar í bili af flestun a.m.k., ţegar minnst er á ţessi mál. Ţó er um einstaka hjáróma raddir ađ rćđa.
Af ţví ađ ég hef hingađ til hneigst til gagnrýni á Facebook (sem ég kalla nćstum alltaf fésbók) og haldiđ áfram ađ blogga á Moggablogginu ţó ţađ sé undarlega samsett, og hafi einu sinni veriđ afar vinsćlt ćtla ég ađ halda mig ţar.
Mér finnst ţađ blasa viđ ađ langvinsćlasti bloggarinn ţar, sem eins og flestir vita heitir Páll Vilhjálmsson, sé sannur öfgahćgrimađur. Hann skrifar einkum um pólitík. Ekki veit ég hvort ţeir sem lesa hans innlegg séu yfirleitt sammála honum. Svo kann ţó ađ vera. Hann hefur ađ undanförnu ađallega beitt sér gegn ţeim sem skrifađ hafa og flutt fréttir um Samherja á Akureyri. Ţar hefur hann hvađ eftir annađ látiđ í veđri vaka ađ hann viti miklu meira um ţađ mál alltsaman en nokkur lögreglumađur eđa fréttamađur. Helst er ađ sjá ađ hann hafi mikla trú á hverskonar samsćriskenningum. Ţegar hann hefur getađ litiđ uppúr skrifum sínum um fyrrnefnt útgerđarfyrirtćki hefur hann skrifađ um Úkrainumáliđ á heldur ókrćsilegan hátt.
Eiginlega er ţađ ađ ćra óstöđugan ađ tilfćra hér einhver séstök ummćli sem hann hefur sett á bloggiđ sitt um Úkrainu og Rússland ásamt undarlegum skrifum um NATO og ESB. Hentugast er bara ađ fara ţangađ og fá beint í ćđ helstu samsćriskenningarnar sem haldiđ er fram um ţessar mundir.
Auđvitađ hefđi ég getađ sett ţetta sem athugasemd á bloggiđ hans, ţví ţrátt fyrir allt virđist hann ekki gera eins og sumir af svipuđu sauđahúsi gera oft, en ţađ er ađ eyđa óvinsamlegum athugasemdum. Ţađ hefđi kannski komiđ fyrir fleiri augu ţar. Ţetta er full-langt sem athugasemd, ţó ţađ sé ekki langt sem blogg.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
3.3.2022 | 04:53
3129 - Úkraina 3
Nú eru Gyđingarnir orđnir ađ Nasistum. En ţađ skiptir engu máli hvernig Pútín lćtur, hann er arftaki Hitlers í nútímanum og lýgur a.m.k. jafnmikiđ og hann, ef ekki meira. Hann verđur alveg áreiđanlega kćrđur fyrir stríđsglćpastólnum og líklega dćmdur ţar. Nú er ţađ allt í einu orđiđ utanríkisráđherra Breta ađ kenna ađ hann hafi hótađ ađ nota kjarnorkuvopn, ef ekki er í einu og öllu fariđ eftir hans kröfum. Rússar hljóta ađ losa sig viđ ţetta skemmda epli fyrr en seinna.
Fimmtudagsmorgunn.
Nú er ţađ stađfest ađ Alţjóđlegi glćpadómstóllinn mun rannsaka Úkrainu-máliđ og sennilega ákćra allmarga vegna stríđsglćpa. Ţrjátíu og níu ţjóđir hafa skorađ á dómstólinn ađ hefja nú ţegar rannsókn á ţessu máli. Sú er trú ţeirra sem ţađ hafa gert ađ ţađ séu einkum Rússar sem ţessa glćpi hafa framiđ. Dómstóllinn mun ţó rannsaka ţessi mál frá öllum hliđum og án fyrirfram myndađra skođana.
Hugsanlega munu Rússar ekki leggja undir sig Úkrainu alla en stjórn á landinu munu ţeir eflaust ćtla sér ađ ná og haldiđ verđur til streitu stofnun sjálfstjórnarlýđveldanna svokölluđu í austanverđri Úkrainu. Friđarumleitanir munu varla bera árangur fyrr en Rússar hafa náđ völdum í fleiri eđa flestum af stćrstu borgum landsins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2022 | 07:07
3128 - Úkraina 2
Bloggađi smávegis um Úkrainumáliđ í gćr og ţađ hefur fengiđ svolítinn lestur (nćrri 300, síđast ţegar ég vissi.) Kannski ég haldi eitthvađ áfram ađ skrifa um ţađ mál.
Margt má eflaust segja um ţađ altsaman. Sumir spekúlera í hvađ Pútín og Rússum almennt gangi til og ađrir dást mjög ađ Úkraníumönnum fyrir baráttu sína viđ ofurefliđ. Enginn vafi er á ađ ţetta stríđ mun hafa mikil áhrif. Ekki óttast ég svo mikiđ allsherjar kjarnorkustríđ, ţó Pútín hafi nánast beinlínis hótađ ţví, en búast má viđ miklu meiri og almennari fordćmingu á Rússum en átti sér stađ ţegar Krímskaginn var innlimađur.
Af einhverjum ástćđum held ég ađ óttinn viđ allsherjar kjarnorkustríđ hafi veriđ almennari áriđ 1962 ţegar stefndi í ţađ ađ Rússar, eđa réttara sagt Sovétríkin,, kćmu sér upp eldflaugum á Kúbu og sá ótti hafi ráđiđ ţví ađ NATO ríkin hafi ekki viljađ taka beinan ţátt í átökunum núna. En ţá var kalda stríđiđ í algleymingi og hörmungar heimsstyrjaldarinnar í fersku minni flestra.
Hefđu Rússar látiđ sér nćgja ađ innlima Donbass héruđin í austri, hefđu eftirköstin orđiđ miklu minni á alţjóđavísu, hygg ég.
Ekki er hćgt annađ en búast viđ sigri Rússa í yfirstandandi stríđi, en alţjóđleg fordćming á ţví er mikil.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)