3129 - Úkraina 3

Nú eru Gyðingarnir orðnir að Nasistum. En það skiptir engu máli hvernig Pútín lætur, hann er arftaki Hitlers í nútímanum og lýgur a.m.k. jafnmikið og hann, ef ekki meira. Hann verður alveg áreiðanlega kærður fyrir stríðsglæpastólnum og líklega dæmdur þar. Nú er það allt í einu orðið utanríkisráðherra Breta að kenna að hann hafi hótað að nota kjarnorkuvopn, ef ekki er í einu og öllu farið eftir hans kröfum. Rússar hljóta að losa sig við þetta skemmda epli fyrr en seinna.

Fimmtudagsmorgunn.
Nú er það staðfest að Alþjóðlegi glæpadómstóllinn mun rannsaka Úkrainu-málið og sennilega ákæra allmarga vegna stríðsglæpa. Þrjátíu og níu þjóðir hafa skorað á dómstólinn að hefja nú þegar rannsókn á þessu máli. Sú er trú þeirra sem það hafa gert að það séu einkum Rússar sem þessa glæpi hafa framið. Dómstóllinn mun þó rannsaka þessi mál frá öllum hliðum og án fyrirfram myndaðra skoðana.

Hugsanlega munu Rússar ekki leggja undir sig Úkrainu alla en stjórn á landinu munu þeir eflaust ætla sér að ná og haldið verður til streitu stofnun sjálfstjórnarlýðveldanna svokölluðu í austanverðri Úkrainu. Friðarumleitanir munu varla bera árangur fyrr en Rússar hafa náð völdum í fleiri eða flestum af stærstu borgum landsins.

IMG 3986Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband