26.12.2009 | 00:14
907 - Jólablogg um Icesave o.fl.
Jólablogg minnir á jólaglögg. Eru menn hættir að drekka á jólunum? Einu sinni, fyrir allar kringlur og smáralindir og þessháttar, var til siðs að vera blindfullur á Þorláksmessu. Allt var stútfullt af fólki í miðbænum sem þá var aðallega Lækjartorg og Austurstræti. Þar flugu kínverjar og púðurkerlingar um allt og margir voru að minnsta kosti hífaðir. Svo kom jólaglöggin eða var það jólaglöggið? Óviss um kynferðið. Nú er það bara skatan skelfilega. Ekki veit ég af hverju í ósköpunum fólk er að pína sig til að éta þennan óþverra.
Einu sinni þegar ég bjó á Lynghaganum var ég svo fullur þegar ég kom af skrifstofunni hjá Hannesi Þorsteinssyni uppúr hádeginu á aðfangadag að ég sá varla Suðurgötuna. Þá tíðkaðist það víða að vera að sulla í víni rétt áður en hátíðin gekk í garð. Líklega er það minna núna. Mestmegnis drukkinn bjór og það þarf svo mikið af honum til að verða almennilega fullur.
Sagt er í detox-auglýsingum frá Jónínu Ben. að Chad Keilen sé viðurkenndur ristilskolari. Mér býður við þessu. Ekki vildi ég vera viðurkenndur ristilskolari. Vonandi fær hann sæmilega borgað fyrir þessi ósköp.
Icesave-málið er nú ekki beinlínis jólalegt. Mikið hefur verið talað um að mark eigi að taka á öllum fyrirvörum Alþingis frá því í sumar og ekki megi hvika frá þeim. Hefði ekki verið athugandi að þing Breta og Hollendinga hefðu ákveðið þetta?
Eins og ég lít á þetta mál þá álitu Bretar og Hollendingar að samþykkt Alþingis frá því í sumar væri tilboð um áframhaldandi viðræður. Að mínu viti höfðu þeir þrjár leiðir. 1. Samþykkja allt sem Alþingi sagði. 2. Neita því með öllu og fara aftur á byrjunarreit. 3. Halda viðræðum áfram eins og þeir gerðu.
Hætt er við að samningaviðræður tækju langan tíma ef Alþingi breytti sínu samningstilboði einu sinni til tvisvar á ári. Bretar og Hollendingar gætu jafnvel misst þolinmæðina að lokum.
Gegn því að taka tillit til þjóðarframleiðslu við ákvörðun afborgana og að viðurkenna flestallt annað sem Aþingi fór fram á fengu Bretar og Hollendingar vextina færða út fyrir sviga og varla trúi ég að almennt hafi verið reiknað með að skuldin bara hyrfi þegar ríkisábyrgð lyki ef eitthvað yrði eftir þá.
Flokkur: Bloggar | Breytt 28.12.2009 kl. 19:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
There once was a lot of money,
in the land of milk and honey,
they were all fake,
from Al-Thani sheikh,
now we pay with cash like Oney.
Þorsteinn Briem, 26.12.2009 kl. 03:12
Flott vísa og ekki skemmir Johnny Cash fyrir. Sjálfur hef ég alltaf átt erfitt með að semja limrur, svo ég tali nú ekki um á ensku.
Sæmundur Bjarnason, 26.12.2009 kl. 08:10
MR. Fólk sem borðar skötu pínir henni ekki í sig. Mér finnst hún góð,eins og mörgum öðrum,en borða hana sjaldan á Þorláksmessu. Ég þáði svo himneskt að borða í Þorlákshöfn.
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.