25.12.2009 | 00:58
906 - Jólin
Þegar mamma og pabbi lokuðu sig inni í stofu og fóru að pakka inn jólagjöfunum var spenningurinn slíkur að tilgangslaust var að reyna að hugsa um annað. Þegar því var lokið voru pakkarnir settir inní stofuskáp. Ekki kom til greina að reyna að skoða pakkana eða þreifa á þeim. Það var bannað og ekki að vita hverjar afleiðingarnar yrðu af slíku athæfi. Síðustu dagna fyrir jól reyndum við krakkarnir alltaf að hlýða því sem okkur var fyrirskipað því reiði fullorðna fólksins var hættuleg á þessum tíma.
Þegar pabbi tók sig til og raðaði tugum kerta á stólkoll úr eldhúsinu og kveikti á þeim öllum í einu voru jólin komin í raun og veru. Kertin voru mislit og þó þau væru mjó voru þau fjölmörg. Birtan af þeim var svo mikil að mér er það ennþá minnisstætt.
Borðað var inni í stofu sem annars var ekki gert. Stofuborðið stækkað um helming og lærið hesthúsað í flýti. (Eða var það hryggur - man það bara ekki) Biðin eftir jólagjöfunm var samt alltaf nokkuð löng. Þegar búið var taka af borðinu, minnka það og raða jólagjöfunum á það var hægt að hefjast handa. Það yngsta okkar sem þó kunni að lesa var jafnan látið útdeila pökkunum.
Samanburðarfræðin voru stunduð grimmt þegar búið var að opna pakkana. Auðvitað fengum við yfirleitt ekki þau leikföng sem við höfðum mænt sem mest á niðri í kaupfélagi en við bjuggumst hvort eð er ekki við því. Ánægð vorum við þó að sjálfsögðu.
Það skyggði þó dálítið á ánægjuna að ekki vorum við fyrr farin að skoða gjafirnar almennilega en kominn var tími til að fara niður á hótel í jólamessuna. Þvílíkur óþarfi. Upplagt hefði verið að notfæra sér kirkjuleysið í Hveragerði á þessum tíma og sleppa þessu alveg. En nei. Maður var rifinn frá jólagjöfunum og drifinn niður á hótel til að hlusta á einhverja messu sem ekki var einu sinni í kirkju.
Svo þegar heim var komið var brátt kominn svefntími en auðvitað fóru gjafirnar ekkert og jólin voru næstum öll eftir þó aðfangadagskvöldið nýttist ekki til fulls.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
skemmtileg endurminning.
Brjánn Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 05:27
Sniðugt að setja kerti á stól í stað könnu.
Ekkert jólatré á heimilinu eða grenigreinar slútandi yfir myndir á veggjunum vegna gróðurhúsaáhrifa í Hveragerði, gæti ég trúað.
Eitt sinn var ég með stelpu í Hveragerði, sem þótti svo merkileg að hún var sett á frímerki, og ég sé smávegis eftir henni, enda þótt ég hafi þurft að sleikja hana töluvert upp.
En enginn má í sköp renna, eins og máltækið segir.
Þorsteinn Briem, 25.12.2009 kl. 16:35
Jú, við vorum oftast með jólatré. Oftast fremur lítið og úti í horni. Ég man eftir grenigreinum slútandi yfir myndum. Gróðurhúsaáhrif voru engin í Hveragerði enda ekki búið að finna þau upp. Aðkomufólk sagði þó að þar væri hveralykt.
Sæmundur Bjarnason, 25.12.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.