881 - Málþóf

Mikið er rætt um hvers vegna hrunið hafi orðið og hvar öll vitleysan hafi byrjað. Mér finnst það engu máli skipta. Mestu skiptir að sætta þau öfl sem hæst hafa. Einnig að halda friðinn. 

Mörg blogg les ég reglulega. Þar á meðal er blogg Ómars Þ. Ragnarssonar. Margir hafa álasað honum fyrir að bjóða ekki fram í síðustu kosningum eins og í kosningunum þar á undan. Þess í stað gekk hann í Samfylkinguna. Mér er óskiljanlegt hvers vegna hann nær engum frama þar. Í krafti þekkingar sinnar á mörgum hlutum, reynslu, sáttfýsi og heiðarleika er hann einn af fáum stjórnmálamönnum sem ég mundi treysta til að hafa þjóðarheill ávallt að leiðarljósi. Verst hvað hann er stundum viðutan og svo finnst sumum hann eflaust of mikill náttúruverndarsinni.

Alþingi Íslendinga setur stórlega ofan þessa dagana. Ég hef ekki í hyggju að úttala mig um það sem þar er rætt en óttast samt að þrjóskan og þvergirðingurinn séu að verða of ráðandi. Málþóf er alltaf afsakanlegt af hálfu þeirra sem beita því. Stjórnarandstaðan á enga heimtingu á því að fá að ráða dagskrá þingsins.

Andstæðingar Icesave tala stundum eins og þeir haldi að nóg sé að segja „fussum fei" þá hverfi þær skuldir bara út í hafsauga. Stjórnarliðar hóta hinsvegar að ýmislegt geti komið fyrir ef frumvarpið verði ekki samþykkt sem allra fyrst.

Sú hugsun verður áleitin að margir í stjórnarandstöðinni vilji fremur koma stjórninni frá en að lagfæra Icesafe-frumvarpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alveg sammála þér með Ómar. eins myndi ég miklu heldur heyra hann syngja í ræðustól en herra Nonsens.

Brjánn Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„vildi ég miklu heldur“ átti það að vera

Brjánn Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 20:46

3 identicon

Ég hef aldrei tekið eftir því að Ómar sé viðutan. Hann virðist vera ótrúlega vel með á nótunum og þekkir til á svo mörgum sviðum. Honum er vissulega hægt að treysta.

Sveinn hinn Ungi 1.12.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sveinn, Ómar er yfirleitt alls ekki viðutan fyrir framan sjónvarpsvélar en þegar hann reynir stundum að gera of marga hluti í einu virkar hann þannig á suma.

Sæmundur Bjarnason, 2.12.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband