880 - Tinna Bjarnadóttir

Í dag (sunnudag) var Tinna Alexandra Sóley Bjarnadóttir skírđ í Hallgrímskirkju í Saurbć á Hvalfjarđarströnd. Í morgun leit fremur illa út međ veđur en ţađ lagađist ţegar á daginn leiđ og nokkuđ margir komu í skírnarveisluna. 

Hvort á nafniđ Bolunga(r)vík ađ vera međ erri eđa errlaust? Í mínum huga er Bolungavík líklega réttara ef máliđ snýst um hvort vísađ sé í einn eđa fleiri bolunga hvađ sem ţađ nú er. Bolungarvík held ég ađ sé samt algengara og ţađ nafn prýddi kransaköku ţá sem mynd var af á mbl.is í dag í tilefni af gerđ jarđganga til Ísafjarđar. Auđvitađ eiga íbúar Bolunga(r)víkur ađ ráđa ţessu og grunur minn er ađ endalaust megi um ţetta deila.

Vel má líka deila um hvort réttlćtanlegt sé ađ leggja skattpeninga í umferđarmannvirki sem fáum gagnast. Ţar lenda menn fljótt í ógöngum ef rćtt er um ţessi göng sérstaklega ţví ómögulegt er ađ verđleggja af skynsemi ţćgindi og minni slysahćttu.

Sjálfur er ég ţeirrar skođunar ađ skattfé skuli í meginatriđum nota í verkefni til jöfnuđar. Mál sem tengjast samgöngum eru ţar oft mikiđ hitamál og skipta fólki jafnvel í fylkingar eftir landshlutum. Ómögulegt er ađ skipta vegafé eftir einhverjum reiknistokksađferđum og ţess vegna verđa ágreiningsefnin ţar mörg.

Ekki er á ósamkomulagiđ međal ţjóđarinnar bćtandi ţegar hún er í sárum eftir bankahruniđ. Ađ reyna ađ hlífa ţjóđinni viđ smćrri átökum vegna ţess er kannski ein versta brotalömin í kerfinu. Rannsóknum á ţjófnađi úrásarvíkinganna miđar grátlega hćgt og tilfinning margra er sú ađ ţeir séu aftur ađ ná fantatökum á ţjóđfélaginu. Ţađ er hćttulegt. Ţjóđin er breytt eftir atburđi haustsins 2008.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Bolungarvík" virđist vera 46 sinnum algengara á Netinu en "Bolungavík" og "í Bolungarvík" 23svar sinnum algengara en "á Bolungarvík".

Bolung
(bulung) - trjábolur, viđarbolur: Bolungarvík.

Bolung
er kvenkynsorđ, bolungar í eignarfalli eintölu (til bolungar) og nefnifalli fleirtölu (hér eru bolungar).

Hins vegar:

Bolungur
- bulungur, haugur af brenni, viđarköstur.

Bulungur
- buđlungur, stafli.

Buđlungur
- bulungur, móhraukur, stafli af brenni eđa timbri.

Sjá Íslenska orđabók Menningarsjóđs.

Ţorsteinn Briem, 30.11.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Steini, ég var ađ tala um ţágufall. Ţar finnst mér erriđ ekki eiga ađ vera og kyniđ ekki skipta máli. Er eđlilegt ađ nota nefnifall ef veriđ er ađ tala um vík ţar sem bolungar eru?

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Úpps. Auđvitađ meinti ég ţolfall en ekki ţágufall.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Til hamingju međ nafniđ á afastelpuna.

Axel Ţór Kolbeinsson, 30.11.2009 kl. 12:05

5 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hér er bolung(in), um bolung(ina), frá bolung(inni), til bolungar(innar).

Hér eru bolungar(nar), um bolungar(nar), frá bolung(un)um, til bolunga(nna).

Bolungarvík
ef um eina bolung var ađ rćđa en Bolungavík ef ţćr voru fleiri en ein.

Nafniđ gćti einnig veriđ dregiđ af orđinu bolungur:

Hér er bolungur(inn), um bolung(inn), frá bolungi(num) eđa bolungnum, til bolungs(ins).

Hér eru bolungar(nir), um bolunga(na), frá bolung(un)um, til bolunga(nna).

Ţar af leiđandi Bolungavík en ekki Bolungarvík.

Og mér ţykir líklegra ađ víkin sé kennd viđ bolung í kvenkyni en karlkyni.

Landnámabók er Bolungarvík viđ Ísafjarđardjúp nefnd svo og ţykir ţví rétt ađ hafa ţá nafnmynd. Eđlilegt er ađ rita Bolungarvík á Ströndum einnig svo."

Ţorsteinn Briem, 30.11.2009 kl. 12:11

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Axel takk.

Steini, oft má deila um stafsetningu stađarnafna og forsetningar viđ ţau. Sagnfrćđileg, málfrćđileg og allskyns önnur rök duga ekki alltaf og ţví ţykir mér eđlilegast ađ íbúar sjálfir ráđi. Verst er ef ţeim kemur alls ekki saman. Hefđin og sagan hljóta ef til vill ađ ráđa varđandi Bolungarvík.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2009 kl. 12:33

7 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Gamall Bolvíkingur (nú látinn, Ásgeir Jakobsson) fćrđi ađ ţví sannfćrandi rök í mín eyru fyrir löngu ađ víkin sú arna drćgi nafn af gömlu heiti ţorsksins, bolungur. Í árdaga hefđi veriđ gnótt bolunga og ţví hefđi víkin heitađ Bolungavík.

Í Íslenskri orđabók Eddu (ritstj. Mörđur Árnason) er ađeins gefiđ heitiđ Bolungarvík og ekkert fjasađ um ţađ meir. Né gerđ tilraun til ađ sanna ţann rithátt međ lćrđum hćtti.

Annan Vestfirđing (enn sprettlifandi) heyrđi ég halda tölu um nafn Önundarfjarđar sem hann stađhćfđi ađ hefđi fyrir margt löngu haft ţađ sérkenni umfram ađrar sveitir íslenskar ađ ţar hefđu engir hundar veriđ. Upprunalega nafn fjarđarins hefđi ţví veriđ Ánhundafjörđur. Sagan var góđ og vel flutt en ekki sannfćrandi.

Eitt örnefni enn má nefna ţó á Suđurlandi sé. Ölfus, sveitarfélag. Hvađan er nafn ţess sprottiđ? Ég hef heyrt eina ágiskun sem mér ţykir trúleg: Álfós. Ađ ósinn mikli sem verđur milli Eyrarbakka og Ţorlákshafnar hafi upprunalega heitađ Álfós eđa Álfaós og áin af honum dregiđ nafniđ Álfósá sem síđan smitađist á sveitarfélagiđ viđ ána og varđ í hugsunarlausri afbökun ađ Ölfusi. Hvernig líst ţér á ţetta, Sćmundur?

Sigurđur Hreiđar, 30.11.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sćll Sigurđur.
Já, ţetta er merkilegt međ Ölfusiđ. Ég hef líka heyrt kenninguna um ađ ţađ sé kennt viđ foss sem hafi sennilega veriđ kenndur viđ öl. Ölfoss hafi ţá hugsanlega veriđ í Soginu. T.d. ţar sem nú eru virkjanirnar viđ Írafoss eđa Ljósafoss.

Ćri-Tobbi kvađ:

Urgara surgara urra rum.
Illt er ađ vera í Flóanum.
Ţambara vambara ţeysings kliđ.
Ţó er enn verra Ölfusiđ.

Hef ekki heyrt söguna um Ánhundafjörđ fyrr, en hún er góđ.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Drepstokkur, eđa Nesós eins og hann heitir nú, fellur í hiđ mikla fljót Ölfusá. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvernig ţađ örnefni er til orđiđ. Hér mun getiđ skýringar Einars Arnórssonar í Árnesingasögu. Ţingvallavatn hét áđur Ölfossvatn, og Sogiđ hefur sennilega heitiđ Ölfossá, enda hefur ţađ heiti líklega tekiđ til árinnar frá mótum Sogs og Hvítár til sjávar.

Sveitin öll frá Nesjum til Ţorlákshafnar hefur ţá líklega veriđ nefnd Ölfosssveit. Uppruni ţessa nafns sé sennilega sá, ađ Álfs-oss, ţar sem Álfur egđski landnámsmađur lagđi skipi sínu er hann kom af hafi um ána, hafi breyst í Ölfoss og síđan í Ölfus, en oss merkir ós. Breytingin sé Álfs-oss, síđar Ölfoss og síđan Ölfus, en Ari fróđi nefnir Ölfossá og Ölfossvatn."

Óseyrarnes - Eyrarbakki.is


"Hann bygţi suţr i Raykiarvíc. ţar er Iŋolfs höfţi kallaţr fyr austan Minţacs ayri sem hann kom fyrst á land. en ţar Iŋolfsfell fyr vestan ölfoss á es hann lagţi sína eigo á síţan. Í ţann tíţ vas Ísland viţi vaxit á miţli fiallz oc fiöro."

Tekst med kommentar - heimskringla.no

Ţorsteinn Briem, 30.11.2009 kl. 21:40

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Steini er duglegur ađ vitna í heimildir. Ölfoss er ágćt skýring á heiti Ölfusár. En lítiđ er eftir ađ ţeim fossi eftir ađ Sogiđ var virkjađ. Annars hefur mér dottiđ í hug ađ Ölfusheitiđ tengist orđinu elfu í merkingunni fljót.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2009 kl. 00:31

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju međ skírn barnabarnsins.  Gullfalleg nöfn.

Anna Einarsdóttir, 1.12.2009 kl. 20:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband