24.10.2009 | 00:06
843 - Varðhundar valdsins
Hættulegasta fyrirbrigðið á Internetinu eru nafnlausir einstaklingar sem henda skít í allar áttir og eyðileggja orðstír vammlausra manna. Spúa eitri sínu um allan þjóðarlíkamann og reyna að valda sem mestum skaða. Þetta er skoðun margra. Ekki bara Sturlu Böðvarssonar og Björns Bjarnasonar. Margir taka undir þetta og atlaga sú sem nú er gerð að tjáningarfrelsinu er heiftarlegri en áður hefur þekkst. Það er langt frá því að ég sé yfirleitt sammála Agli Helgasyni í stjórnmálaskoðunum. En í viðleitninni til að hrista af sér óværu ritskoðunar stend ég heilshugar með honum. Vegna þess að nafnleysi er stundum misnotað í miður góðu skyni á nú að hefta málfrelsi allra þeirra sem hafa eitthvað að segja en þurfa að leyna nöfnum sínum og uppruna. Ég er ekki þeirrar skoðunar að drepa beri sjúklinginn til að stöðva sjúkdóminn. Sú aðferð hefur verið reynd og gefist illa. Fyrir hvert höfuð sem höggvið er spretta upp þrjú önnur. Í mörgum tilvikum býr Gróa á Leiti í blogginu og athugasemdum þess. Við því er ekkert að gera. Kjaftasögurnar berast út með ógnarhraða. Það er bara betra en að þær kraumi lengi í skúmaskotum og aukist og margfaldist þar. Áhrif þeirra verða kannski talsverð um stund, en þeir sem saklausir eru og fyrir þeim verða, fá þó tækifæri til að bera þær af sér. Nafnlaust níð er heldur ekki til vinsælda fallið og fyrr en varir snýr fólk baki við slíku. Atkvæðin liggja hjá almenningi og fólk er búið að fá nóg af ráðsmennsku liðinna ára. Ritskoðun er auðvelt að færa í fagran búning föðurlandsástar og hreinleika. Búning þjóðrembu og sjálfsánægju einnig. Úlfshárin sjást þó jafnan. Nafnlausir og orðljótir athugasemdavitleysingar á Eyjunni eru aðalmálið núna. Næst verða það aðrir og svo ég og þú. Við megum samt halda áfram svolitla stund enn því við höfum trúað Stóra Bróður fyrir kennitölum okkar, en okkur er ráðlegast að fara varlega. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú seigir: Það er langt frá því að ég sé yfirleitt sammála Agli Helgasyni í stjórnmálaskoðunum. En í viðleitninni til að hrista af sér óværu ritskoðunar stend ég heilshugar með honum. Vegna þess að nafnleysi er stundum misnotað í miður góðu skyni á nú að hefta málfrelsi allra þeirra sem hafa eitthvað að segja en þurfa að leyna nöfnum sínum og uppruna. Ég er ekki þeirrar skoðunar að drepa beri sjúklinginn til að stöðva sjúkdóminn. Sú aðferð hefur verið reynd og gefist illa. Fyrir hvert höfuð sem höggvið er spretta upp þrjú önnur.
þetta er ágætlega vel orðað, Sæmundur!. "Ágætlega" að fornri merkingu.
Beztu kveðjur
Ólafur Sveinsson 24.10.2009 kl. 01:03
Moggabloggið er ekki svipur hjá sjón eftir að Davíðssálmar fóru að klingja í eyrum landsmanna í tíma og ótíma frá Hádegiskreppumóum. Það er varla orðið þverfótandi fyrir náhirðinni hérna. Ótrúlegt hvað einn maður getur eyðilagt mikið og bókstaflega sviðið jörðina í kringum sig.
Ætli maður fari ekki bara að hanga á Fésinu eins og flestir aðrir...
Kama Sutra, 24.10.2009 kl. 04:51
Mikið er ég sammála þér Sæmundur. Það má ekki loka á möguleikann fyrir fólk að tjá sig án tillits til afleiðinga þess fyrir sína afkomu. Því miður er mikið um það að fólk noti ljótt orðbragð og á það ekki bara við um "náhirðina" eins og Kama Sutra tekur mest eftir, heldur er svokallað "vinstra" fólk ekkert síðra í skítkastinu. Því miður vilja sumir taka pólitíkina sömu tökum og Bretar gera með fótboltann.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.10.2009 kl. 14:02
Axel Þór,
Ég minnist hvergi á skítkast. Ég var að reyna að segja að mér finnst moggabloggið vera orðinn sterkari náhirðarmiðill en það var áður. Ég veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Þetta finnst mér vera afturför. En auðvitað finnst öðrum það bara hið besta mál.
Kama Sutra, 24.10.2009 kl. 14:24
Ég biðst afsökunar á að hafa misskilið þig Kama Sutra, en sú skoðun sem ég gerði þér upp er ekki óalgeng. Rétt er það að töluvert af "vinstra" fólki fór eftir að Davíð var ráðinn ritstjóri og eitthvað af "hægra" fólku flutti sig hingað. Ég tel það hafa verið mistök hjá þeim sem fluttu sig, því það er mun auðveldara að vera sjáanleg/ur hér á blog.is en annarsstaðar.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.10.2009 kl. 14:41
Takk öll. Sjálfur er ég nokkuð ánægður með þennan pistil. Mér finnst fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hve mikilvægt er að athugasemdir séu ekki bara innantómar upphrópanir. Betra er að segja ekki neitt en eitthvað sem hæglega getur misskilist. Þeir sem bönd vilja setja á tjáningarfrelsið eiga því auðveldari leik sem athugasemdir eru óvandaðri. Á því tapa allir.
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 15:08
Moggabloggið má eiga það, að það ber af í uppsetningu og notendaviðmóti.
Finnur Bárðarson, 24.10.2009 kl. 15:26
Til að taka af allan vafa þá legg ég ekki að jöfnu fyrirbærin "hægri menn" og "náhirð". Náhirð er miklu þrengra hugtak - aðallega notað yfir það fólk sem tilbiður og hringsólar í kringum ákveðinn mann. Bara svo það sé á hreinu.
Kama Sutra, 24.10.2009 kl. 15:30
ég horfi gjarnan á Silfur Egils og hef oftast gaman að. ég þarf ekki að vera sammála Agli né viðmælendum hans. Egill hefur þó rétt til eigin skoðana, þótt hann flíki þeim ekki endilega.
Björn Bjarnason gagnrýnir bloggsíðu Egils. Egill má þó eiga það að þar geta menn skrifað athugasemdir. Annað en blogg Björns sem kýs heldur að masa úr fílabeinsturni, án þess að fólk geti skrifað athugasemdir. Það er er ekki eiginlegt blogg, heldur pistlaskrif. Kannski hann sé að skrifa á netinu því enginn prentmiðill vill birta pistla hans? Með Dabba í búrinu á Hádegismóum ætti að auðvelda honum aðgang að Mogganum.
Brjánn Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 15:53
Bloggeftirlitsmenn hér á blogginu voru að fleygja út manni, Halldóri Egilssyni, að því er virðist fyrir litlar sakir.
Allt þurrkað út án viðvörunar.
Mér er alveg hætt að lítast á blikuna.
Sveinn hinn Ungi 24.10.2009 kl. 17:45
Sveinn. Þekki þetta mál ekki og kannast ekki við Halldór Egilsson. Vildi gjarnan vita meira um þetta. Einhverjir hljóta að blogga um það og vita meira.
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 18:08
Hægri kommúnistar hafa verið enn stækari en vinstri kollegar þeirri í kröfum um pólitísk korrektheit ef eitthvað er og birtist þessi pólitíski sjúkleiki einkar glöggt í BíBí. Hugmyndafræðilega séð hefur þetta verið afar fyrirsjáanlegt þar sem pólitísku korrektheitin voru fundin upp á sama tíma af kommúnistum og nasistum sem sagt nokkurn veginn sömu hugmyndafræðilegu ruslatunnunni sem spekingar fjórskipta einflokksins hér átu uppúr - með skelfilegum afleiðingum eins og hver maður ætti orðið að sjá. Skoðanakúgun og atvinnuterror, það er að leggja hreinlega niður störf og stofnanir, ef menn mökkuðu ekki rétt gerðu þessu pólitíska dóti á endanum kleift að ljúga dauðadæmt kerfi í hámarkstjón fyrir almenning en hámarksgróða fyrir fjármálalega kostendur sína og eigendur.
Baldur Fjölnisson, 24.10.2009 kl. 18:21
Blogg Egils var: doriegils.blog.is
Þetta blogg er alveg horfið. Það var frétt um þetta á DV. Jenný Anna var með pistil um þetta.
Hægt er að ná upp pistlum eftir Egil með því að nota Google. Setja þar t.d. inn:
"site:doriegils.blog.is og" - þá koma upp greinar sem voru á þessu bloggi.
Smella svo á Cached við hverja grein til að skoða eða Afrit ef maður er á íslenska Google.
Þarna eru góðir pistlar og orðaval í hófsamari kantinum, svona eins og hjá þér Sæmundur.
Ég skil ekki hvers vegna þessum manni var hent út.
Sveinn hinn Ungi 24.10.2009 kl. 18:47
Fyrirgefið, þarna átti að standa Blogg Halldórs en ekki Egils.
Sveinn hinn Ungi 24.10.2009 kl. 18:49
Verður ekki góð bylting í vetur... ég er kominn á þá skoðun að það sé eina ráðið til að ná íslandi úr höndum glæpahunda.
DoctorE 24.10.2009 kl. 19:13
Það er stöðugt þjarmað að bloggurum, sérstaklega hér á mbl.is.
Sveinn hinn Ungi 24.10.2009 kl. 19:27
Takk Sveinn. Var búinn að fara á bloggið þitt og þaðan á DV og kynna mér þetta svolítið.
DoctorE. Ég vona að ekki komi til byltingar. Hræðist hana. Það er samt augljóst að línur eru að skerpast.
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 19:28
"Hættulegasta fyrirbrigðið á Internetinu eru nafnlausir einstaklingar sem henda skít í allar áttir og eyðileggja orðstír vammlausra manna."
Geturðu tíundað fyrir okkur þessa gríðarlegu hættu og kannski bent á einhver dæmi þessu til sönnunar?
Ég held að mestu hættunni stafi af svona hysteríu, sem kallar á höft og takmarkanir tjáningafrelsis.
Þú beitir sjálfur aðferðum Gróunnar með að setja svona sterka fullyrðingu fram og hnýta svo aftan við: "Þetta er skoðun margra."
Er þetta þín skoðun? Þér láist algerlega að upplýsa okkur um það. Oft skrifar þú órætt, en þetta er eins og úr munni véfrettar.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 19:52
Þú ert kannski farinn að taka upp Össurarháttinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 19:56
Mér datt þessi athugasemd Gunnars í hug þegar ég las þessa frétt á DV. Athugasemdin er gerð við færslu mína um atgerfisflótta af moggabloggi fyrir stuttu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 19:58
Vandrataður er réttláti meðalvegurinn. Öll sjónarmið eiga rétt á sér með rökum.
Við þurfum kanski öll að reyna að skilja þá sem eru ósammáli og ekki dæma allt of hart. Ég á oft ervitt með þetta þótt ég viti að það er nauðsynlegt. Allar skoðanir eru nauðsynlegar, en einstefna og ofríki leiðir ekki neitt gott af sér, hvaða stjórnmálastefnu sem það kemur frá.
Við verðum að standa saman gegn svikurunum ef við ætlum að vera þjóð og opin umræða er lykillinn að lausn. Reikna svo sem með að lokað verði á mig og þá verð ég bara að finna annan veg. Það er bara verkefi en ekki vandamál. Svona hugsa alla vega þrjóskir eins og ég.
Við gefumst aldrei upp á að berjast fyrir réttlætinu og við lærum á baráttuveginum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2009 kl. 20:13
Jón Steinar: Ég er ekki sammála því sem þú vitnar til í byrjun þinnar athugasemdar. Ég er heldur ekki sá eini sem nota aðferðir Gróu á Leiti eða bý mér til strámann til að ráðast síðan á. Össurarhátturinn er áreiðanlega oft þægilegur en ég þarf ekki á honum að halda í þessu tilviki.
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 20:34
Nú bíð ég eftir því að pistill Halldórs Egilssonar um Baldur Guðlaugsson birtist einhversstaðar. T.d. á Eyjunni. Fyrr get ég lítið sagt um hvort Davíð er að leggja undir sig Moggabloggið eða ekki. Hef hingað til haldi að hann mundi ekki gera það.
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 20:39
Nú nota ég þá aðferð að svara í mörgum færslum. Þannig kemst ég frekar á heita listann.
Anna Sigríður ég er alveg sammála þér í því að nausynlegt er að reyna að skilja andstæðinga sína.
Meðalvegurinn er líka oft vandrataður. Ætli Össur greyið hafi ekki verið að reyna að fara eftir honum á fundinum á Húsavík?
Sæmundur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 20:44
Ég er búinn að vera að vara fólk við fyrirvaralausum lokunum á bloggsíðum hérna í bráðum heilt ár. Þið eruð ekki óhult fyrir því að síðum ykkar verði lokað fyrirvaralaust. Margir eru búnir að sjá þetta og farnir annað.
Kommúnistastjórnin í Kína lokar vefsíðu vegna gagnrýni á stjórnvöld.
Svona frétt er ekki frétt vegna þess hversu oft þetta gerist.
Davíð Oddsson lokar bloggsíðu vegna gagnrýni á hann og einkavini hans.
Svona fyrirsögn fer bráðum líka að hætta að vera frétt.
Theódór Norðkvist 25.10.2009 kl. 00:26
Theódór. Ég er ekkert hræddur um að mínu bloggi verði lokað. Áhrifin á umræðuna eru samt talsverð. Ef menn geta ekki sagt það sem þeim dettur í hug verður sjáflsritskoðunin svo mikil að umræðan verður mun fátæklegri. Hin einstöku dæmi verða lítils virði við hliðina á því.
Ég vil vita hvað stóð í þessu bloggi sem sagt er að hafi orðið til þess að bloggi Halldórs Egilssonar var lokað. Ef það verður ekki birt hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því.
Sæmundur Bjarnason, 25.10.2009 kl. 01:08
Ég velti fyrir mér réttleysinu sem við bloggararnir búum við. Það er hægt að þurrka út efni sem menn hafa skrifað á nokkrum árum og er líklega hvergi vistað annars staðar.
Þetta hlýtur að vera höfundarvarið efni, ekki er hægt að eyða því bara si svona.
Sveinn hinn Ungi 25.10.2009 kl. 01:55
Sveinn. Já, sem bloggari ertu að mestu réttlaus, enda held ég að þú borgir ekkert fyrir þetta. Þú getur tekið afrit af þínum skrifum hvenær sem er og það er ekki flókið. Ég hef tekið afrit af mínum skrifum nokkrum sinnum og satt að segja er ótrúlegt hvað lítið fer fyrir þeim. Höfundarrétturinn er samt ótvírætt hjá þér að undanteknu því að Morgunblaðið hefur einhvern rétt til að birta efni. Þekki það samt ekkí nákvæmlega. Held ekki að efni sé eytt að höfundi forspurðum.
Sæmundur Bjarnason, 25.10.2009 kl. 02:42
Ef þetta dót er í rauninni vammlausir dýrlingar hvernig eiga þá einhverjir nafnleysingjar að geta "eyðilagt orðstír þess"? Til þess að málflutningur hafi einhver teljandi áhrif þarf einhver grunnur að vera undir honum. Annars lognast þetta bara útaf og hefur ekkert að segja. Þeir sem þykjast óskaplega óttast lygina hafa yfirleitt meiri áhyggjur af því að sár sannleikur hitti þá sjálfa og þeirra aftaníossa fyrir.
Baldur Fjölnisson, 26.10.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.