23.10.2009 | 00:05
842 - "Nei, þetta er of þröngt"
Í athugasemdum hjá Eiði Svanberg Guðnasyni við bloggfærslu sem hann nefnir: Mola um málfar og miðla 181" eru markverðar gæsalappapælingar og bendi ég áhugamönnum á þær. Eiður ræðir auk þess um málfar og framburð en á því hef ég mikinn áhuga. Málfar íþróttafréttamanna er oft til umræðu. Málfar þeirra er gjarnan óvandað en afsakanir fyrir því er oftast auðvelt að finna.
Stundum liggur þeim mikið á og þá verða til orðskrípi eins og himstrakeppi" sem á víst að þýða heimsmeistarakeppni. Stundum liggur þeim hins vegar lítið á og hafa lítið að segja og þá verða til fjólur eins og Markvörður Íslands spyrnir nú frá marki sínu" (það yrði aldeilis upplit á mönnum ef hann spyrnti frá marki andstæðinganna). Þegar sókn upp miðjuna mistekst þá er gjarnan sagt og andvapað þungt. Nei, þetta er of þröngt."
Kiljan í gærkvöldi (miðvikudag) var áhugaverð. Þar ræddi Egill Helga við Bjarna frænda um nýútkomna skáldsögu hans og að auki við Eyþór Árnason sem ég þekki dálítið frá veru minni á Stöð 2.
Heilmikill taugatitringur er nú á blogginu vegna þess að Björn Bjarnason sjálfur gagnrýnir Egil Helga ótæpilega fyrir blogg sitt og fleira. Ég get ekki að því gert að mér finnst Egill vera orðinn fulláberandi án þess að ég vilji eitthvað vera að gagnrýna hann. Silfrið horfi ég oft á og mér finnst alls ekki hægt að gagnrýna val hans á viðmælendum þar. Auðvitað hefur hann skoðanir á málum. Skárra væri það nú. Það gerir BB líka. Sá í dag fyrirsögn á Mbl.is sem var einhvern vegin svona: Björn á skautum réðst á Sirkusstjóra." En hún var víst ekkert um þetta mál.
Í kastljósi kvöldsins var appelsínuhúð frestað til morguns af óviðráðanlegum orsökum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
""Björn á skautum réðst á Sirkusstjóra." (skellti uppúr hérna) "appelsínuhúð frestað til morguns"" (dásamleg athugasemd)
Segi ekki orð um þetta meir, en þetta er m.a. ástæðan fyrir því að ég vil hafa þig svona allavega í nándinni
Eygló, 23.10.2009 kl. 00:10
Ég er sammála þér með að Egill er fulláberandi nú um þessar mundir. En svona erum við Íslendingar, við erum skorpufólk og tökum líka fyrir ákveðna einstaklinga hömpum þeim eða hendum út í hafsauga. Það sem við þurfum að læra er að hætta þessari ákafamennsku. Þetta á sér örugglega einhvern uppruna í hvernig við höfum búið sem þjóð í landi, þar sem við höfum þurft að flýta okkur að ná inn heyjum undan rigningunni eða bjarga eigum undan vetrinum og svo framvegis. Skorpuþjóð, það er það sem við erum.
Það kemur alltaf maður í mannsstað og einn daginn gleymum við Agli og tökum inn næstu stjörnu til að dýrka. Og svo framvegis......
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 10:45
Ég tek ekki undir, að um sé að ræða einhverja stjörnudýrkun. Held meira að segja að flestir láti sér í léttu rúmi liggja hvað sagt er á blogginu. En Egill hefur atvinnu af því að blogga á Eyjunni og til að standa undir launakostnaði verður hann að plögga til að auka aðsókn að miðlinum sem aftur skilar auglýsingatekjum til aðstandenda Eyjan.is
p.s afsakaðu slettuna Sæmundur, okkur vantar íslenskt orð yfir enska orðið plug
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2009 kl. 12:09
Takk Eygló.
Ásthildur ég er sammála þér um ákafamennskuna. Í næstu skorpu þurfum við að einhenda okkur út úr kreppunni. Það getum við.
Jóhannes já, þetta er rétt með plöggið. Stundum verða útlend orð bara íslensk með tímanum. Kannski er þetta þannig.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2009 kl. 13:27
Hverjum stendur ekki á sama hvað Birni finnst ? Hann er ekkert númer lengur. Bara meðalbloggari úti í bæ.
Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 16:38
Jú, jú, Finnur. BB hefur áhrif. Hann er núna þáttastjórnandi á ÍNN og fyrrverandi ráðherra. Sumt hefur mistekist hjá honum en hann er hreint ekki áhrifalaus.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2009 kl. 17:18
Hæ Sæmundur, sendi þér línu sem var umsamið,
Sigurbjörn Bjarnason 23.10.2009 kl. 21:03
Eitt finnst mér alltaf kjánalegt hjá íþróttamönnum en það er þegar þeir segja;
"Hann var góður eftir að hann kom inn á "
Brattur, 23.10.2009 kl. 23:33
... betri á bekknum þó...
Eygló, 23.10.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.