818 - Þetta er ekki blogg

Enda hef ég ekkert að segja. Ætla samt að fylla svona eins og eina málsgrein með engu. Ekki sé ég að Moggabloggurum sé að fækka mikið. Í gær bættust við sjö nýir hér og annað eins í fyrradag. Þetta er samkvæmt listum á Moggablogginu sjálfu og auðvitað er mögulegt að Davíð hafi haft hönd í bagga með að hækka þessar tölur en ég trúi því samt ekki. Ég hef ekki í hyggju að yfirgefa þennan stað að sinni. Sjá til í nokkra daga að minnsta kosti. 

Og nokkrar myndir sem teknar voru í dag við Rauðhóla.

IMG 40191

IMG 40272

IMG 40283

IMG 40334

IMG 40385


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þessum Sæmundarhætti. Þegar maður hefur ekkert að segja er bara eins gott að þegja.

Myndirnar þínar oft fjandi góðar.

Sigurður Hreiðar, 29.9.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki athugasemd.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 17:37

3 identicon

Ekki þetta heldur :)

DoctorE 29.9.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Kama Sutra

Allt í einu er ég búin að steingleyma hvernig á að athugasemdast.   Látum okkur nú sjá ... hmmm...

Kama Sutra, 29.9.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður, Jón Steinar, DoctorE og Kama Sutra, þó ég sé vanur núorðið að svara athugasemdum þá geri ég það semsagt ekki núna.

Sæmundur Bjarnason, 29.9.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband