23.9.2009 | 00:36
812 - Persónukjör og fleira
Fyrir nokkru var sagt frá því í fjölmiðlum að sveitarstjórnir vildu ekki mæla með að persónukjör yrði viðhaft við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Röksemdirnar sem færðar voru fyrir þessu voru allar einstaklega fáránlegar. Sumar jafnvel fáránlegri en það að fólk réði ekki við þetta því það væri svo heimskt. Þó var það nefnt. Man eftir að nefnt var líka að fólk gæti lent í því" að verða kosið í sveitarstjórn þó það hefði ekki ætlað sér slíkt. Sömuleiðis að talning yrði tímafrekari og að úrslit mundu kannski ekki liggja fyrir alveg strax. Ef fólk gefur kost á sér á lista en er ekki tilbúið til að taka því að lenda í" sveitarstjórn til hvers er það þá á lista? Eingöngu til að vekja athygli á sér eða hvað? Í Mogganum um daginn var sagt frá einhverjum írskum gaur sem ætlar að halda leynilega tónleika í Reykjavík. Það líst mér vel á. Spurning samt hve leynilegir þeir eru fyrst Mogginn komst á snoðir um þá. Ég er ákveðinn í að halda leynilega tónleika einhverntíma í vetur. Þeir verða sko alveg leynilegir. Sennilega fæ ég ekki einu sinni að vita um þá sjálfur og allsekki Mogginn. Fór í gær í Apótek. Það sem ég keypti kostaði ekki neitt. Samt fór ég í apótek þar sem ég hélt að vörur væru fremur ódýrar. Spurning hvort tekur að hugsa um það þegar hlutirnir kosta ekkert. Í apótekinu fletti ég eintaki af Séð og heyrt" meðan ég beið. Þá kom þessi vísa fljúgandi til mín. Ekki merkileg eða neitt þannig. Simmi komst í Séð og heyrt" |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það þvælist nú ansi mikið fyrir fólki hvað sé persónukjör og hvað ekki enda nokkrar útgáfur til af því. En ég er sammál þér um að það eru ekki til nein góð rök fyrir því að koma því kosningafyrirkomulagi á. Persónulega fellur mér best við þá sem listuð er undir P5 hér að neðan.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 01:31
En ég er sammála þér um að það eru ekki til nein góð rök fyrir því að koma því kosningafyrirkomulagi ekki á......átti þetta að vera :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 01:32
Já, það er um margar leiðir að velja. Löggjafinn sér um að velja aðferðina og ekki er það ofverkið þeirra. Að taka þátt í persónukjöri þarf samt ekki að vera svo flókið að fólki sé það almennt ofviða.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 02:02
Rök sveitarstjórnarfólksins eru alls ekki eins fráleit og síðueigandi vill vera láta. Vandinn er að hér er búið til kosningakerfi sem hugsað er fyrir landsmálin, en á svo að færa yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að horfa til þess að það er verulegur munur á þessum tveimur fyrirbærum.
Í kosningum til Alþingis er staðan sú að annað hvort eru menn kjörnir á þing eða ekki. Þeir sem kjörnir eru á þing eru þar með búnir að ráða sig í vinnu í fjögur ár. Ef frá eru taldir nokkrir varaþingmenn sem hlaupa í skarðið í einhverjar vikur eða mánuði, gildir það að allir hinir á listanum hafa ekkert meira af þessum málum að segja daginn sem kosningunum líkur. Það fer t.d. enginn í nefnd á vegum Alþingis án þess að vera þingmaður.
Í sveitarstjórnum er þetta miklu flóknara. Þar er stór hluti af nefndarfulltrúum fólk sem setið hefur í neðri sætum lista og er til í að taka að sér þessi smáverkefni. Ef frá eru talin allra stærstu sveitarfélög, er þátttaka í sveitarstjórnarpólitík fyrst og fremst sjálfboða- og hugsjónastarf. Veruleiki þessara minni sveitarfélaga er einfaldlega sá að þau hafa ekki ráð á því að hafa fjölda atvinnupólitíkusa í fullri vinnu.
Fyrir vikið er kosningum á þessum stöðum háttað þannig að þeir sem fást til að taka að sér að sitja í efstu sætunum hjá framboðslistunum, er sama fólk og er til í að hella sér út í mikla vinnu. Þeir sem taka neðri sætin gera það vegna þess að þeir/þær sjá fram á að vera t.d. til í að sitja í barnaverndarnefnd, skólanefnd, menningarmálanefnd o.s.frv. Það sem sveitarstjórnarmenn víða um land sjá, er að það gæti orðið gríðarlega erfitt að fá sumt af þessu fólki til að taka þátt í sveitarstjórnarpólitík ef það að rétta fram litla fingur jafngildir því að menn megi taka alla höndina.
Mér finnst það billegt að slá þessi rök útaf borðinu með því að segja að "sá sem bjóði sig fram til sveitarstjórnarmála eigi að láta sig einu gilda hvort hann verður forseti bæjarstjórnar í nálega fullu starfi eða situr í einni nefnd". Svona virka hlutirnir bara ekki í minni sveitarfélögum - og það hefði verið mun æskilegra ef ríkisstjórnin hefði áttað sig á því áður en hún prangaði frumvarpi sem er samið nr. 1, 2 og 3 með Alþingi í huga uppá ÖLL sveitarfélög landsins óháð því hvort um er að ræða Reykjavík eða Rauafarhöfn.
stefán Pálsson 23.9.2009 kl. 02:28
Það er hreinræktuð íhaldssemi að halda því fram að engu megi breyta. Sú krafa er einfaldlega uppi í þjóðfélaginu að auka skuli lýðræði. Persónukjör er hluti af því. Langhundar um að finna megi að ýmsu og aðstæður séu ekki nákvæmlega eins á Raufarhöfn og í Reykjavík eru bara afsakanir. Ef ómögulegt er að fá fólka á lista sem vill sinna málefnum sveitarfélagsins af alvöru eru listarnir bara of margir eða sveitarfélagið of lítið.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 03:42
Ellismellurinn hefur lengi haldið því fram, að íslenska þjóðin, sé of fámenn til að halda uppi tveimur stjórnsýslustigum. Þetta sveitarstjórnarstig er bara til að flækja málin og gera stjórnsýsluna dýrari í framkvæmd. Þess utan myndu ákvarðanir um fjárfrekar framkvæmdir teknar á öðrum forsendum. Hreppapólitíkin er of dýr til að við höfum efni á henni. Landið eitt kjördæmi, stjórnsýslustigið eitt, og þingmönnum alls ekki fjölgað.
Ellismellur 23.9.2009 kl. 06:48
Er að mörgu leyti alveg sammála Ellismell, en gallinn er bara sá að lýðræðisumbætur ganga sorglega hægt. Ekki er hægt að bíð eftir að alllir verði sammála um allt. Bætt stjórnarfar þarf að koma fljótt og spillingin og nepotisminn þarf að minnka hratt.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 14:12
Tilhögunin sem frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir er einföld og framkvæmanleg, en í mínum huga ekki lokaniðurstaða um „persónukjör“. En mér finnst þetta svo sannarlega spor í rétta átt og vona að málið verði samþykkt á haustþinginu. Sá sem gefur kost á sér á efri hluta framboðslista (þess hluta sem kjósendur geta raðað) hlýtur að gera ráð fyrir því að geta „lent í því“ að ná kosningu. En sá hinn sami getur líka unnið gegn því, beðið kjósendur um að setja Gunnu í fyrsta sætið, Siggu í annað o.s.frv. og sleppa sjálfum sér alveg úr upptalningunni. Eru helstu andstæðingar frumvarpsins etv þeir sem nú sitja við kjötkatlana í skjóli flokksræðis og/eða misgóðra prófkjörsreglna?
Eiríkur Valsson 23.9.2009 kl. 15:20
Alveg sammála þér, Eiríkur. En enginn gerir svo öllum líki og ekki Guð í Himnaríki. Það er búið að pönkast svo mikið á þeim sem vilja stjórnkerfisbreytingar að það er ekki hægt að halda því áfram lengur.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 16:41
Alveg er ég hreinræktaður stuðningsmaður persónukjörs, helst vil ég hafa þetta bara lista þar sem nöfnum þeirra er bjóða sig fram er raðað í stafrófsröð - engir flokkar, bar fólk i framboði, en þetta á meira við um sveitarstjórnarkosningar myndi ég halda, svona til að byrja með allavega. Hef í mörg ár hlustað á raunarræður kjörinna fulltrúa hinna ýmsu flokka reyna í sífellu að segja mér hversu heimsklulegt og hættulegt personukjör getur verið!!! Sömu fulltrúar hafa jafnvel sem kosnir aðilar erið við kjötlatlana þegar bæjarfélög fara næstum á hausin og og allt er í tómu tjóni og bara verið á fullu í að moka undir flokkseplin.
Gísli Foster Hjartarson, 23.9.2009 kl. 20:29
Algerlega sammála og hef engu við þetta að bæta. Fylgjumst bara með hvernig þetta fer. Einhvern tíma brestur spillingin.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 20:42
Stjórnmálaflokkar henta mér alveg ágætlega en persónukjör er full persónulegt fyrir minn smekk.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.9.2009 kl. 23:57
Mér finnst sú krafa vera uppi í samfélaginu að unnið verði að stjórnarfarsbreytingum. Persónukjör er þar á meðal. Einnig stjórnlagaþing og ýmislegt fleira. Þetta byggist á þeirri skoðun að bankahrunið hafi að einhverju leyti verið vegna stjórnkerfisgalla en ekki bara vegna mannvonsku útrásarvíkinganna.
Sæmundur Bjarnason, 24.9.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.