811 - Forman og Fischer

Sagt var í fréttum að Milos Forman hefði ætlað að gera kvikmynd um heimsmeistaraeinvígið í skák milli Borisar Spasskys og Bobby Fischers sem háð var í Reykjavík árið 1972. Af því varð ekki og sennilega mest vegna þess hve Fischer var skrýtinn.

Líklega hefði ég farið að sjá þessa mynd því auk skákáhugans þá er Forman einn af þeim örfáu leikstjórum sem ég hef haft sérstakt dálæti á.

Þar má auðvitað einnig nefna Stanley Kubrick. Clockwork Orange er einhver eftirminnilegasta kvikmynd sem ég hef séð um æfina. Yfirleitt er ég lítið gefinn fyrir kvikmyndir.

Hárið eftir Milos Forman hef ég þó séð nokkrum sinnum og ég er ekki í vafa um að hann hefði gert skákeinvígi aldarinnar góð skil.

Grímur Atlason á eyjunni.is bloggar um vantrú um daginn og hvetur fólk til að kasta sinni kristnu ríkistrú. Í minningu Helga Hóseassonar er ekki úr vegi að athuga þessi mál svolítið einmitt núna.

Eftir því sem Grímur segir er lítið mál að skipta um trúfélag. Umtalsverðar fjárhæðir eru í húfi og önnur trúfélög meira en tilbúin til aðstoðar. Ekki sé lengur nóg að skrá sig bara utan trúfélaga því þá renni peningarnir (sirka tíu til fimmtán þúsund kall á haus per ár - skilst mér ) bara aftur til ríkisins en ekki til háskólans eins og áður var.

En hvað verður svo um skrokkinn eftir að maður er dauður? Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af því. Líka ástæðulaust að koma aðstandendum að óþörfu í vanda svo þarna ættu trúfélög vissulega að leiðbeina fólki.

Þegar um það er rætt að koma á Stjórnlagaþingi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum með einhverjum hætti er að sjálfsögðu verið að ræða um að taka vald frá Alþingi. Almenningur vill þetta samt en stjórnmálamenn ekki.

Hætt er við að málið verði flokkspólitískt þegar farið verður að ræða smáatriði í sambandi við það. Stjórnmálaflokkarnir munu verja sig. Þessvegna kann að vera ástæða til að fallast á ráðgefandi stjórnlagaþing því líklegt er að stjórnmálaflokkarnir yrðu að sætta sig við niðurstöður þess ef einhverjar yrðu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband