12.9.2009 | 00:17
801 - Skoðanir Björns Þorra
Björn Þorri lögfræðingur heldur því fram að myntkörfulánin séu ólögleg. Hef ekki mikla trú á að sú túlkun haldi fyrir dómstólum. Menn þar eru yfirleitt íhaldssamir og skíthræddir við stjórnvöld. Röksemd í dómi var eitt sinn að tiltekinn úrskurður yrði ríkinu of þungbær, erfiður og kostnaðarsamur. Réttmæti félagsgjalda í afurðasölufélögum eða eitthvað þess háttar var þar til umfjöllunar, ef ég man rétt. Björn Þorri segir einnig að "þeir borgi sem geti" aðferðin sem stjórnvöld virðast mæla með gangi einfaldlega ekki upp vegna þess að annaðhvort flytjist fólk úr landi eða komi sér sem skjótast í jaðarhóp til að fá aðstoð. Að í bloggi mínu númer 800 skuli hafa verið minnst á Bjarna Ármannsson og millurnar hans 800 er hrein tilviljun. Það get ég guðsvarið svo hjálpi mér DoctorE. Ég er alltaf að reyna að skrifa ekki um útrásarvíkingana og bankahrunið en gengur illa. Ekki get ég skrifað um veðrið því ég hef ekkert vit á því. Þykist samt geta greint á milli góðs og slæms veðurs. Almennt finnst mér athugasemdir við blogg minna virði en bloggið sjálft. Tvær ástæður eru einkum fyrir því. Færri sjá það sem þar er skrifað þó oft eigi það ekkert síður erindi til margra. Menn vanda sig heldur ekki eins mikið í kommentum og á blogginu sjálfu. Þannig er það að minnsta kosti með mig. Á móti kemur að kommentin geta með tímanum orðið sérstök tegund af samskiptamáta og vissulega eiga þau rétt á sér. Þarna er ég auðvitað fyrst og fremst að tala um Moggabloggara og aðra í náðinni. Ekki veit ég hvað þeir eiga að gera sem úthýst er. Ég er stundum ósáttur við fréttamat fjölmiðla. Tvö dæmi skal ég nefna. Guðný dóttir Bjössa bróður míns var að bera út póst um daginn og þá beit hana hundur. Ekki held ég að minnst hafi verið á það í fjölmiðlum en lauslega þó á fésbókinni. Hitt dæmið er um átökin á Geirsnefi. Mér skilst að hundur hafi einnig komið þar við sögu en veit samt lítið um málið. Hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og mikið á bloggi. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Deginum bjargað, þú fékkst mig til að hlægja ansi vel. Sérstaklega :"Það get ég guðsvarið svo hjálpi mér DoctorE".
Varðandi kommentin, þá fylgir þeim sá galli, að ekki er hægt að leiðrétta villur eftir að búið er að senda þau. Það getur oft verið bagalegt.
Sveinn hinn Ungi 12.9.2009 kl. 11:38
Ég heyrði engan andmæla þegar menn tóku lánin?
Ólafur Sveinsson 12.9.2009 kl. 13:36
Ef lánin eru ólögleg, sem ég held að enginn dómari þori að kveða upp úr með, þá hljóta tveir sökudólgar að vera á bak við sérhvert lán. Bankinn og skuldarinn. Ef ég hitti dílerinn minn í skuggalegu húsasundi og á við hann viðskipti með ólöglega vöru, þá erum við báðir sekir!
Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 16:50
Takk annars fyrir einkar skemmtilegan pistil! Ekki veitir af smá húmor til að hressa þjóðarsálina.
Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 17:05
Gamli blaðamennskubrandarinn: Það er ekki frétt ef hundur bítur mann. Hinsvegar er það frétt ef maður bítur hund!
Eiðurt 12.9.2009 kl. 18:42
Ég myndi líka fremur ákalla Dokksann en guð...
Kama Sutra, 12.9.2009 kl. 18:42
Jæja, það er aldeilis! Búið að hefja Doksann í guðatölu. Ekki seinna vænna!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 19:13
... svo hjálpi oss DoctorE og allir heilagir. Amen.
Kama Sutra, 12.9.2009 kl. 19:18
Takk öll. Bíð bara eftir DoctorE, hann er óþreytandi.
Björn, já báðir sekir en annar í góðri trú eða kannski báðir.
Sæmundur Bjarnason, 12.9.2009 kl. 20:23
Ég vona bara að Dokksanum finnist ekki að við séum að leggja nafn hans við hégóma hérna.
Ekkert illa meint af minni hálfu...
Kama Sutra, 12.9.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.