10.9.2009 | 00:14
799 - Úr einu í annað
Sparisjóðsstjórinn sat á stjórnarfundi þar sem mikilvægar og leynilegar ákvarðanir um framtíð fyrirtækisins voru teknar. Eiginkona hans seldi nokkrum dögum seinna bréf í fyrirtækinu. Auðvitað bjó hún ekki yfir neinum innherjaupplýsingum. Slíkt er aðeins mögulegt að sanna ef upptökur eru til af öllum samskiptum þeirra hjóna á tímabilinu. Þær eru víst ekki til. Mikið er fjargviðrast í fjölmiðlum og fésbókum útaf Helga Hóseassyni. Nær hefði nú verið að gera eitthvað fyrir kallinn meðan hann lifði. Kannski hefði hann ekki einu sinni þegið það. Skilst að hann hafi verið sérvitur með afbrigðum. Nú vantar sárlega mann sem kann að hanna skilti. Hóseas-hönnunin er dálítið gamaldags. Nú man ég eftir öðru sem Stiglitz sagði. Hann sagði að flatur niðurskurður af öllum skuldum væri della. Sigmundur Davíð sagði 20 prósent, Lilja sagði 4 milljónir, einhver sagði meira og sumir slógu úr og í og sögðu að skera mætti smá eða jafnvel mikið, þó ekki of mikið o.s.frv. Fátækir skulda lítið og fá lítinn afslátt. Ríkir skulda mikið og fá mikinn afslátt. Það voru neyðarlögin svokölluðu sem fóru verst með okkur. Að tryggja hundrað prósent eina tegund af skuldum var fáránleg vitleysa. Hvernig hægt var að telja þingheimi trú um að skynsemisvottur væri í þessu skil ég ekki. Ekki þurfti annað en að seðlabankinn tryggði Visa-greiðslur að vissu hámarki til að ekki færi allt í kaos. Svo máttu allir fara á hausinn sem voru á leiðinni á hausinn. Auðvitað er ekki erfitt að vera gáfaður eftirá. Það geta allir. Bæði Alþingismenn og aðrir. Fyrirfram og meðan á málum stendur er þetta oft mun erfiðara. Í forsíðufyrirsögn í Mogga sjálfum segir í dag: "Fátt skemmtilegra en að fara á fjöll." Ég er nú svo takmarkaður að þetta minnir mig á vísuna: Skólapiltar fara á fjöll Þarna skiptir máli röddun eða ekki röddun og er oft gaman að leika sér að slíku. Önnur vísa sem gaukað var að mér um daginn er svona: Hef ég alltaf á því gát Sagt hefur verið að íslensk vísnagerð rísi hæst í drykkjuvísum, hestavísum og klámvísum. Líklega er það rétt. Gísli Ingvarsson er ekki skráður sem bloggvinur minn þó Moggabloggari sé. Hann bloggar sjaldan en um daginn skrifaði hann ágæta grein um ESB á bloggið sitt og kallar hana "Þetta eru "engin rök" Fyrir Birgittur Borgaranna. Lesið hana ef þið eruð að velta ESB fyrir ykkur. Já, hann er meðmæltur aðild. Og fjórar myndir. Stökkpallur. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Internetið eru nútíma skilti.
En þetta krimmalið allt saman stólar einfaldlega á að við séum heimsk, og við erum heimsk ef við látum þetta rugla allt saman viðgangast.
Málið er bara að við erum höfuðlaus her í baráttu við mafíósa
DoctorE 10.9.2009 kl. 07:21
Skilgreining á fjárhagslega tengdum aðilum.
Eftirtaldir aðilar skulu teljast fjárhagslega tengdir innherjum í skilningi IX. kafla verðbréfaviðskiptalaga og reglna þessara:
a)
sem lýtur framkvæmdastjórn innherja eða aðila sem talinn er upp í lið 1, 2 og 3 hér að framan,
b)
sem er stjórnað með beinum eða óbeinum hætti af innherja eða aðila sem er talinn upp í lið 1, 2 og 3 hér að framan,
c)
annar en í lið a eða b ef fjárhagslegir hagsmunir hans eru samtvinnaðir hagsmunum innherja eða aðila sem talinn er upp í lið 1, 2 eða 3 hér að framan.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2009 kl. 12:40
Ef þetta eru lögin sem fara ber eftir hvað er þá verið að gaufa? Getur þú sagt mér það Svanur Gísli? Eru svo margir aðrir sem þarf að taka í? Er þetta svo mikill smápeningur? Eru einhverjir lagakrókar eða aðrir krókar að þvælast fyrir fólki, eða hvað? Hver andskotinn er að?
Og DoctorE, þetta með samlíkinguna á skiltum og Interneti er áhugavert. Það er líka margt sem skilur að.
Sæmundur Bjarnason, 10.9.2009 kl. 14:34
Já og konan mín orti ágæta vísu og birti á sínu bloggi (asben.123.is) undir mafíuáhrifum frá þér DoctorE. Vísan er svona:
Heimskur og höfuðlaus er
hræddur, vonlaus og smáður.
Íslenskur alþýðuher.
Íslenskiri mafíu háður.
Sæmundur Bjarnason, 10.9.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.