7.9.2009 | 00:34
796 - Detox, talnaspeki og nafnlausir bloggarar
Miklar umræður hafa oft orðið í bloggheimum um ýmis hjávísindi. Ég nefni bara tvennt sem mér kemur undireins í hug. Detox og talnaspeki. Hvorttveggja tel ég vera örgustu hjátrú og vitleysu án þess þó að hafa annað fyrir mér en eigið hyggjuvit. Hef ekki nennt að safna sönnunargögnum til eða frá um þetta enda aldrei reiknað með að ég mundi reyna að sannfæra aðra um þetta álit mitt þó ég sé auðvitað að því núna.
Að hægt sé að segja eitthvað til eða frá um skapgerð fólks eftir tölum einum er gersamlega andstætt öllum líkum. Sama er um detox að segja. Það er með öllu ósannfærandi að stólpípur og svelti gagnist fólki almennt þó auðvitað geti það komið að gagni með öðru við ákveðin tilfelli. Ég er sammála Svani Sigurbjörnssyni bloggvini mínum sem hefur skrifað talsvert um þessi mál.
Umræðan um nafnlausu bloggarana er mjög að aukast. Menn eru líka farnir að kveinka sér meira undan skrifum á Netinu en áður var. Björgvin G. Sigurðsson var einhversstaðar að kvarta undan netníði og í sambandi við hans mál var spjallsíðan er.is nefnd. Þar skilst mér að flestir séu með dulnefni og láti allt flakka eða næstum því. Einnig er grein á dv.is um að Tryggvi Þór Herbertsson sé ekki par ánægður með skrif Teits Atlasonar um sig.
Bloggið er sífellt að vinna á. Að kvartað sé undan því sem þar er skrifað bendir auðvitað til að mark sé tekið á því. Það er vel. Stjórnmálamenn eiga líka mun auðveldara með að ná til fólks nú þegar farsímar eru í öðrum eða þriðja hverjum vasa og allskyns tengsl er að auki hægt að hafa gegnum Netið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er nokkuð sterk krafa um það að nafnlaus blogg verði bönnuð. Ástæðan eru meintar svívirðingar. En ætli þær séu svo margar þeir allt kemur til alls. Ætli flest nafnlaus blogg séu nokkuð verri en margt það sem bloggað er undir nafni. Það er ofstæki að heimta að banna nafnlaus blogg þó sumir nafnlausir bloggarar hagi sér illa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2009 kl. 01:32
Eru ekki reglurnar núna að nafn ábyrgðarmanns verði að birtast?
Eða er það bara þannig að hinir dulnefndu fá ekki birt yfirlitin sín á forsíðu og geta ekki bloggað við fréttir?
Eygló, 7.9.2009 kl. 03:04
Sigurður, nafnlausu bloggin eru visst vandamál en ég er sammála þér að líklega er gert alltof mikið úr því.
Eygló, dulnefnin og ábyrgðarmennirnir sem þú ert að tala um held ég að eigi fyrst og fremst við Moggabloggið en málið sé mun víðtækara en það. Nethegðun fólks er einfaldlega ekki nógu góð í mörgum tilfellum.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2009 kl. 06:18
jaá, ég hugsaði eins og Moggabloggið væri það eina.
Eygló, 7.9.2009 kl. 07:15
Þetta er bara rugl með að nafnlausir bloggarar séu eitthvað verri en aðrir bloggarar.
Ég hef ekki tekið eftir þessu, þó hef ég verið á 3 ár á þessu bloggi.. + að ég hef verið árum saman á erlendum blogg og spjallsíðum.
Hvergi minnast menn á þessa hluti, nema hér á íslandi og svo í Kína og löndum íslams.
Fáránlegt að tengja eitthvað bull við nafnleysi.. elítan og misjafnir stjórnamálamenn eru einfaldlega að reyna að koma böndum á málfrelsið..
Ef nýjar reglur verða settar vegna þessara upplognu ástæðu, þá munu þið sem eruð undir nafni einnig finna fyrir þeim höftum... mark my words
DoctorE 7.9.2009 kl. 07:59
DoctorE, kannski liggur munurinn aðallega í skilgreiningum. Það er átt við miklu fleiri en bloggara þegar nafnleysið og dulnefnin ber á góma. Þegar pólitíkusar kveinka sér sem mest kann einmitt að vera eldur undir. Margir nafnlausir bloggarar eru ekkert síður menn sinna orða en aðrir. Þeir sem blogga undir nafni eru líka oft ekkert betri en nafnleysingjarnir. Það sem þú sérð erlendis DoctorE held ég að sé oft búið að hreinsa af augljósri óværu. (Sjálfhreinsað kannski!) Hér er það ekki gert og allir vaða uppi.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2009 kl. 08:15
Er ekki best að loka netinu alveg á íslandi... hér vaða uppi nafnleysingar ásamt mönnum undir fullu nafni og segja eitt og annað sem einhverjir kveinka sér yfir.
Er ekki best að hafa eitt ríkisinternet þar sem eingöngu verður á boðstólum það sem yfirvaldið hefur samþykkt að sé í lagi fyrir fólk að skoða.
Mér sýnist það
DoctorE 7.9.2009 kl. 08:53
Pólitíkusar koma reglulega fram og kvarta undan þessu. Misvitrir pólítíkusar. En annað vil ég benda á að þeir eru bara heppnir að fá að sjá umræðuna á netinu. Því annað eins er skrafað í símum landsmanna, í tölvupóstum, einkasamræðum, á kaffihúsum, í matarboðum og haldið ykkur: í heitu pottunum.
Spurning um að banna heitu pottana? Þar er ýmislegt sagt og það nafnlaust!
Það að geta séð þjóðfélagsumræðuna er mikill plús fyrir pólitíkusa og ég held þeir verði að geta átt við ásakanir um þetta og hitt án þess að heimta að setja lög yfir ákveðna hópa bara af því þeim finnst þeir sjálfir hafa orðið fórnarlömb sviðsljóssins.
En mér gæti ekki verið meira sama ef stjórnmálamaður var fullur í partý eða hélt framhjá. Því það eru slíkar umræður sem eyðileggja áhersluna á það sem máli skiptir að ræða í þjóðfélaginu.
Kv. Ólafur
Ólafur Þórðarson, 7.9.2009 kl. 08:58
Nú er lag fyrir Steingrím að koma upp netlöggunni sem hann vildi koma á hér fyrir nokkru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 08:59
Það er rétt að leyndin er alltof mikil hér á landi. Flestir pólitíkusar kysu eflaust að starfa alveg leynilega. Nafnleysingjar eru miklu minna vandamál en það. Að kjaftasögurnar séu komnar á Netið tryggir að fleiri sjá þær en ekki að fleiri trúi þeim.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2009 kl. 09:06
Hvað segir þér, kæra Cesil að ekki sé þegar einhver netlögga? Ég er viss um að hún er til staðar til að vernda einkahagsmuni t.d.
Dæmi: Hvaða mál er fyrir einhvern múltí billa að ráða til sín hóp nerda til að vakta netið? Hvaða mál er fyrir vel stæða eigendur netmiðils að vakta ákveðna tölvupósta eða spjallborð með óeinkennisklæddri einkalöggu?
Hvað varðar opinberar netlöggur er það í sjálfu sér ekki svo vitlaus hugmynd upp að mjög takmörkuðu leyti. En gallinn er að "takmarkaða leytið" verður á endanum ekkert voða takmarkað.
En það mætti vel skoða netlöggur sem passa eiga upp á einka-net löggur.
Ólafur Þórðarson, 7.9.2009 kl. 09:10
Hvað gerist þegar hörmungar dynja yfir.. .jú oftar en ekki er málfrelsi sett höft... og þá sérstaklega í svona málum eins og á íslandi þar sem það er alveg ljóst að helstu toppar íslands þurfa að fela skít... heilu haugana af skít.
Kannski er ríkistjórnin í samstarfi við helstu brotamenn með að setja upp eitt ríkisinternet... :Þ)
DoctorE 7.9.2009 kl. 09:28
Sjáið td Kalla Tom úr mosó... hann er að tala um einelti sem hann varð fyrir að eigin sögn.. og því tekur hann undir mál Bjögga og eyddi kurteisislegri athugasemd minni og bannaði mig.
Þetta er það sem koma skal á íslandi sýnist mér... enda er ég að spá í að flytja þar sem eihnver siðmenning er
DoctorE 7.9.2009 kl. 09:35
Ég hef ekki mikla trú á þessu með einka-netlöggurnar einfaldlega vegna þess að við mundum vita af þeim. Með samstarf ríkisstjórnarinnar og helstu útrásarvíkinganna er allt öðru máli að gegna. Þar fer fólk sem skilur hvort annað og eflaust eru útrásarvíkingarnir mis-sekir. Málssóknir og hótanir um slíkt eru fyrst og fremst til að hræða. Óttastjórn á málum er skárri en ekkert.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2009 kl. 12:35
Fyrst þú ert að minnast á talnaspeki, þá er nafnið þitt athyglisvert fyrir það að Sæmundur fær töluna 36 en nafnið þitt í heild er 63. 6+3 og tala þín er 9. Það er augljóst að þú átt auðvelt með að snúa hlutum á hvolf og sjá þá frá fleiri en einni hlið. Ef tölunni 9 fæ ég það að íslendingasögurnar hafa sérstakan sess í bókahillum þínum og þú tekur málstað heiðninnar gegn kristninni.
Jóhamar 7.9.2009 kl. 17:00
Innlegg í umræðuna: Ég steinþegi alltaf í heitum pottum. Ég þoli ekki pottaglamur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.9.2009 kl. 16:27
Innlegg í athugasemdaumræðuna:
Ég er oftast einn í heitum pottum (baðkörum) og tala aðallega við sjálfan mig.
Og Jóhamar: Rangt. Talan mín er 7 og flest sem þú segir um mig er líka vitlaust. T.d. á ég ekki eina einustu Íslendingasögu. Eina fornritið sem ég man efitr að eiga er Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar en ég man ekki hvar hún er.
Sæmundur Bjarnason, 8.9.2009 kl. 18:06
Játning: Ég góla stundum rammfalskt í sturtu.
Kama Sutra, 8.9.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.