785 - Básendar og fleira

Básendaflóðið er frægt í sögunni og margir hafa heyrt á það minnst án þess að vita mikið um það.

Eftirfarandi er að mestu byggt á hinni íslensku alfræðibók Wikipediu sem aðgengileg er á Netinu og hefur slóðina: http://is.wikipedia.org/. Þar má finna margt fróðlegt.

Það var aðfaranótt 9. janúar 1799 sem óveður gekk yfir landið og olli miklum skemmdum á Suðvesturlandi. Verslunarstaðurinn að Básendum vestast á Reykjanesi skammt frá Stafnesi varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Ein kona drukknaði í flóðinu. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Seltjarnarnesi. Mikið tjón varð allt frá Þjórsárósum að Snæfellsnesi. Bátar og skip skemmdust og eyðilögðust víða.

Stundum hefur verið fjallað um þetta mál á þann hátt að virst hefur sem þarna hafi heilt þorp verið jafnað við jörðu í hamfaraflóði miklu. Svo var ekki. Öll hús sem þarna voru tilheyrðu annaðhvort býlinu sem verið hafði að Básendum eða versluninni. Ekki bjuggu aðrir á staðnum en kaupmaðurinn og fjölskylda hans. Tjónið var samt mikið og staðurinn byggðist ekki aftur og eðlilegt er að kenna óveður þetta við hann.

Allt frá því að bankahrunið skall á okkur síðastliðið haust hef ég reynt að skilja hvað gerðist í raun og veru. En ég er engu nær. Er til nokkurs að vera að æsa sig útaf þessu ef maður getur lítil sem engin áhrif haft á málin? Er ekki alveg eins gott að láta bara eins og ekkert hafi gerst. Áhrifin á mig sjálfan eru nánast þau sömu og ég hef átt að venjast alla tíð. Aukin dýrtíð, allt á hraðri leið til andskotans og stjórnvöld vitlausari en allt sem vitlaust er. Hélt samt að málin væru svolítið að lagast. En svo var ekki.

Aðalmunurinn er sá að nú get ég illa farið fram á hærra kaup eða bætt við mig vinnu til að mæta áföllunum.

Nýjung er líka bloggið. Nú er hægt að láta móðann mása þó undir hælinn sé lagt hvort einhverjir lesa. Andleg hreinsun er það allavega. Sálarleg detox-meðferð.

Boðað er til hávaðafundar á Austurvelli á morgun fimmtudag. Vegna vinnu minnar kemst ég ekki á fundinn. Fulltrúi minn á honum verður Davíð Oddsson hinn engilhreini og er þar ekki í kot vísað.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er afskaplega vel til fundið af þér, Sæmundur, að minna á Básendaveðrið núna þegar 210 ár eru liðin frá því sá voðaatburður gerðist. Það er í raun merkilegt að ekki skuli hafa verið meira rætt og ritað um þetta sjávarflóð og afleiðingar þess, sem voru miklar og gætti víðar en þarna úti á Stafnesi. T.d. minnir mig að Bakkatjörnin á Seltjarnarnesi hafi opnast í þessu veðri og fengið það útlit, sem hún hefur í dag. Víðar um sunnan- og suðvestanvert landið mun flóðið hafa haft afleiðingar og breytt í raun landslagi varanlega. Einhversstaðar las ég annað hvort haft eftir einhverjum jarðfræðingi eða þá að sá skrifaði beinlínis, að land hafi verið að lækka þarna í nokkurn tíma áður, og því í raun eðlileg afleiðing að svona mikið flóð hefði þær afleiðingar, sem þú ræðir um. En þetta má vafalaust allt finna á Wikipedia.

Ellismellur 27.8.2009 kl. 07:17

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

En þetta má vafalaust allt finna á Wikipedia.

til að finna eitthvað á wikipedia verður einhver að hafa sett það þar inn.. 

Takk fyrir upprifjunina á Básendaóveðrinu Sæmi

Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 10:19

3 identicon

Takk fyrir forvitnilegan pistil. Hef sjálf stundum leitt hugann að þessu og hélt lengi vel að þorpið hefði staðið nálægt Þorlákshöfn.  Fletti upp bátsendi,óveður og fann m.a. þetta:

http://www.ferlir.is/?id=4308

Kolla 27.8.2009 kl. 18:27

4 identicon

Gleymdi að setja hlekkinn á áðan en hér kemur hann:

http://www.ferlir.is/?id=4308

Kolla 27.8.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sálarleg detox-meðferð? Er það einskonar andleg ritræpa?

Sigurður Hreiðar, 27.8.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband