11.8.2009 | 00:19
770 - Um kreppuna
Að mörgu leyti finnst mér lífið eftir hrun vera betra en það var. Aðvitað eiga sumir um sárt að binda en ég gat aldrei sætti mig við að Hrunadansinn væri hið eðlilega líf. Öllum gömlu gildunum var snúið á haus. Lán sem einu sinni var mikið lán að fá voru nú ekkert lán lengur. Fæstir bjuggust þó við að í þeim væri bölvun fólgin. Nú eru gömlu gildin komin á kreik aftur og þá er eiginlega bara betra að lifa en áður var. Lífið fer smám saman í fastar skorður hjá flestum. Verst hvað allir eru deprímeraðir útaf þessum árans Icesave-samningi. Margir virðast halda að græðgisvæðingin hafi hafist hér á landi þegar bankarnir voru seldir. Svo er ekki. Hún er eldri. Allt frá fyrstu Viðeyjarstjórninni hefur sú stefnumörkun ráðið mestu í íslenskum stjórnmálum að hver sé sjálfum sér næstur og persónufrelsið skuli vera öllu ofar. Mannkærleikur, samvinna, fórnfýsi og annað slíkt var álitið hlægilega gamaldags. Allt skyldi mælt á vog peninga og draga skyldi sem mest úr afskiptum ríkisvaldsins á öllum sviðum. Þetta var í samræmi við skipbrot kommúnismans í Sovétríkjunum og víðar. Í Evrópu og þó einkum á Norðurlöndum var samt hefð fyrir samvinnu og ríkisafskiptum og margir voru tregir til að afnema slíkt með öllu. Erfitt var þó að standa á móti hinum nýju gildum. Þau gömlu höfðu svo sannarlega beðið eftirminnilegt skipbrot í Sovétríkjunum. Nú er það hins vegar komið í ljós að ekki var rétt að kasta öllu því gamla fyrir borð. Sparsemi og nýtni er aftur að komast í tísku. Heimskreppan lendir kannski verr á okkur Íslendingum en mörgum öðrum vestrænum þjóðum en það er ekkert spursmál að við náum að vinna okkur útúr þessu. Þeir sem allra verst fara útúr kreppunni eru þeir sem minnst höfðu. Þannig hefur það alltaf verið og þannin mun það halda áfram að vera. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Af hverju segirðu frá Viðeyjarstjórninni?
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:54
Mér finnst hægri stefnan hafa tekið völdin á Íslandi um það leyti. Steingrímur Hermannsson reyndi að framfylgja einhvers konar vinstri stefnu en gekk ekki vel. Með Davíð náðu Sjálfstæðismenn völdum og slepptu þeim ekki. Meðal annars vegna þess að græðgisvæðingin hafði tekið völdin. Allt snerist um eigið skinn og aðrir skiptu engu máli. Auðvitað var fagurgalinn hjá Sovétmönnum óþolandi en sumir kommúnistar meintu það sem þeir sögðu.
Sæmundur Bjarnason, 11.8.2009 kl. 03:39
Við megum ekki rugla því stjórnarfari, sem ríkti í Sovétríkjunum frá og með Stalin til 1990 við sósíalisma. Það voru nefnilega sömu öflin sem við nú köllum rússnesku mafíuna sem stjórnuðu öllu, sér í hag. Þarna, eins og á Íslandi nútímans, stjórnar spillingin enn þann dag í dag. Menn mega ekki rugla hugsjón sósíalismans og allra síst sósíal demokratismans saman við harðstjórn misyndismanna.
Ellismellur 11.8.2009 kl. 04:29
Sammála ykkur báðum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.