757- DoctorE bannaður - Sveiattan

Alveg er ég steinhissa á þessu uppnámi útaf jarðskjálftaspánni. Jú, ég heyrði svosem sagt frá þessu og það var einkennilegt hve fjölmiðlar virtust taka þetta alvarlega. Undarlegt var líka að spákonan skyldi koma fram undir nafni. 

Auðvitað tók ég samt ekki hið minnsta mark á þessu frekar en flestir aðrir og er þessvegna hissa á látunum. Svo virðist sem einhverjir hafi beinlínis trúað þessu. Eru Íslendingar virkilega svona auðtrúa? Mér finnst það skelfilegt en verð víst að sætta mig við það. Ef það er að auki satt sem haldið hefur verið fram að sjáandinn sé með þessu að auglýsa „jarðskjálftaheld sumarhús" er þetta orðið enn verra.

Útyfir allan þjófabálk tekur þó að búið sé að loka Moggabloggi DoctorE. Sætti mig ekki við annað en opnað verði á hann aftur. Að vísu las ég bloggið hans ekki reglulega en þar var margt gott að finna og hann lagði oft margt áhugavert til málanna þó hann væri auðvitað einstrengingslegur og orðljótur. Hann virðist þó geta sent inn athugasemdir ennþá eins og Arnar Guðmundsson sem lokað var á um daginn en hve lengi verður það og hversu mikinn áhuga hefur hann á því? Þessu vil ég gjarnan fylgjast með. Lokanir þeirra Moggabloggsmanna eru að verða hættulegar tjáningarfrelsinu. Næst loka þeir sennilega á mig af því ég hallmæli þeim.

Mér skilst að frumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til næsta vor samhliða sveitarstjórnarkosningum. Þessi tillaga er víst runnin sé undan rifjum Samfylkingarfólks og engin furða þó bloggarar finni henni allt til foráttu. Það er samt greinilega hugmynd frumvarpsflytjanda að auðveldara verði að fá Alþingi til að fallast á þessa hugmynd ef stjórnlagaþingið verður aðeins ráðgefandi. Hvers vegna ættu Alþingismenn að framselja vald sitt einhverjum aðila sem þeir vita ekkert um? Ef stjórnlagaþingið kemst á laggirnar og nær góðri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni sé ég alls ekki að Alþingi geti komist hjá að samþykkja þær tillögur.

Það er auðvelt að gagnrýna viðstöðulaust og vissulega er núverandi ríkisstjórn ekki yfir gagnrýni hafin. Gallinn er samt að önnur ríkisstjórn mun taka við fari þessi frá. Hafi menn sannfæringu fyrir því að til bóta yrði að skipta um ríkisstjórn á ekki að hika við að vinna að falli þessarar. Ekki þýðir að gefa sér að einhver lakari tæki við því allir möguleikar eru í raun opnir.

Vel er mögulegt að annað ríkisstjórnarmynstur væri betra. Samkomulag í þessari stjórn er ekki eins gott og vera þyrfti. Sumum finnst hún gera ósköp lítið en öðrum alltof mikið. Þarna er vandratað meðalhófið. Alþingiskosningar forðast hún þó greinilega. Stjórnarandstæðingar vilja kosningar. Vafamál er að þær mundu breyta miklu stjórnarandstöðunni í hag. Samt er ekki líklegt að núverandi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hrikalegt að loka á DoctorE...........hann er ómissandi hérna.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er skömm að því að loka á Doksa.  En ætli verði nokkurn tíma lokað á okkur Sæmundur. Við erum orðnir svo gamlir og bitlausir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.7.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Eygló

Ég lagðist til hvílu með hjálm... bara svona til öryggis!

Eygló, 29.7.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sennilega er þetta alveg rétt hjá þér, Sigurður. Maður hefur samt gott af því að æsa sig aðeins upp öðru hvoru. Ég sé það samt varla fyrir mér að verða úthýst af Moggablogginu, því miður. Tvö orð lærði ég þó af Doktornum og mun sennilega nota einhverntíma. Það eru nöfnin á þeim Gudda og Sússa. Það hefur nú verið opnuð fésbókarsíða af minna tilefni. Við viljum Doktorinn afur. Ekki hlusta á það sem hún mamma þín segir þér, Jens!!

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 02:37

5 Smámynd: Bumba

Ekki sakna ég hans, það er eitt sem víst er. Það má svo sem loka á fleiri. En með þennan doksa, hann fór oft svo í manngreinarálit á fólki að manni var nóg um satt að segja. Í bloggi eins og þessu þá er níð andstyggilegt, hann var oft sekur um það í pistlum sínum. Endu eru margir sem ég veit um hreinlega hættu þegar hann tók þau fyrir. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.7.2009 kl. 10:10

6 identicon

Bumba ég er ekki í persónuníð... margir hafa reynt að klína því á mig, ég sagði td að kaþólska kirkjan væri djöfulleg.. það var tekið sem að ég hafi sagt JVJ djöfullegan....
Við vitum alveg hvernig hátrúarseggir eru, það má ekkert segja þá hrópa þeir upp "Hjálp hjálp við erum undirokuð", þó svo að samfélagið dansi að mestu eftir þeirra pípu.

Það sem ég segi aftur á móti er að biblían/kóran og öll skipulögð trúarbrögð er glæpastarfssemi og ekkert annað... ég skora á fólk að lesa biblíu... ég segi folki að trúa mér ekki heldur lesa bókina og sjá hvað þar stendur.
Ég ver rétt allra, ég myndi verja rétt trúaðra til þess að iðka sína trú... en trú má aldrei fá einhver sérréttindi, trú má aldrei blandast inn í ríkið.. nema að því leiti að ríkið á að hafa eftirlit með þessum söfnuðum, grípa inn í þegar Omega menn eru að selja flugmiða til himnaríkis .... setja reglur með að sjónvaqrpsstöðvar eins og Omega verði alltaf með borða á skjánum sem segir að ekkert sé staðfest með eitt né neitt sem þessir menn segja

Ekki veit ég af hverju fólk hættir eftir að ég tala við það... nema það að biblían er óverjandi bók... því gefst fólk auðvitað upp um leið.
Ég hef aldrei kvartað undan einum né neinum, aldrei eytt athugasemd nema þegar mbl hefur farið fram á það.. þó hafa kristnir sett af stað blogg síðu og sagt mig vera eiturlyfjasjúkling og ég veit ekki hvað og hvað...
Og Bumba mín... þú vilt banna allt sem þú fílar ekki, hvað segir það um þig...
Ef ég væri eins og þú eða JVJ... þá væri ég að væla alla daga í mbl með al loka á hráan sannleikann en leyfa hughreystandi lygar.
Face the muzak segi ég bara... og mbl má vel skammast sín fyrir að loka á mig vegna þess að ég vara við þessari rugluðu kerlingu... mbl hefur ekkert og fakt´sikt má segja að þeir séu  eins og fávitar í þessu máli

P.S. Takk fyri stuðninginn krakkar!!!

DoctorE 29.7.2009 kl. 10:32

7 identicon

Mikið er ég sammála DoctorE í þessum málum og má segja að ég hafi endanlega sannfærst um að skoðanafrelsi er ekki í þessu landi. Ég hef ekki alltaf verið sammála Doctornum í gegnum tíðina en hann veltir ýmsu góðu og slæmu upp og ef menn vilja banna alla sem eru ekki sammála þeim þá er það málefnaleg uppgjöf.  Þessi algera uppgjöf er eins og öfgamenn til hægri og öfgamenn til vinstri beita. Þ.e. að útrýma allri sammkeppni og láta bara eina rödd heyrast.

Ætlar moggabloggið næst að banna alla sem eru ekki á móti ESB??? Alla sem eru ekki sammála loftrýmisgæslu skulu út!!!!!

 ERU ÞETTA VINNUBRÖGÐ SEM VIÐ VILJUM SÆTTA OKKUR VIÐ????

Ef það er tilfellið þá bara eigum við skilið allt það sem er að hrynja yfir okkur þessi síðustu misseri.

Vinakveðja Olli

Þorvaldur Þórsson 29.7.2009 kl. 11:27

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég hef mestan áhuga á að vita hvernig þessu máli vindur fram. Ef Doctor E hefur áfram tækifæri til að kommenta vil ég gjarnan fá að vita af því. Morgunblaðið hefur eflaust rétt til þess að loka á þá sem þeim sýnist en of mikið má af öllu gera.

DoctorE gæti líka sagt meira um það hvers vegna lokað var á hann. Las á bloggi Jóns Frímanns að Moggabloggsmenn vildu ekki segja hversvegna lokað var.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Sævar Einarsson

mbl.is ritskoðun er mjög áhugaverð, þú ert kominn með 9 athugasemdir og varst í heitar umræður hér og núna er búið að taka þig úr heitar umræður hér

Magnaður andskoti(afsakið orðbragðið), var ástæðan kannski óþægileg fyrir Árna Matt skilmálahentugleikafrömuð og hvernig getur bloggið hjá Hirti verið umræða þegar það er ekkert um að ræða, það er ekki hægt að skrifa athugasemd hjá honum ...

Ég tek afrit reglulega af bloggsíðum og á orðið ágætt safn og þar eru margir bloggarar búnir að þverbrjóta skilmála blog.is og farið hamförum í að níða niður opinberar persónur, en það hentar Árna svo hann gerir ekkert en bendir öðrum(t.d. mér) að ég geti leitað réttar míns fyrir dómstólum.

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 14:38

10 identicon

Það var lokað á mig vegna þess að ég sagði Láru ofurmiðil vera geðveika og/eða glæpakvendi.

Vá facebook hópur fyrir litla mig :)... Takk kærlega fyrir stuðningin... þið eruð jú líka að styðja við málfrelsi okkar allra, alveg vonlaust case að gleyma sér í kurteisi og rósamáli, stundum verður maður bara að segja hlutina eins og þeir eru, annars kemst dæmið ekki til skila.

DoctorE 29.7.2009 kl. 15:37

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Árni Matt skilmálahentugleikafrömuður segir að þú hafir brotið skilmála blog.is en samt má hóta mér, niðra mig, útúða mér, smána mig og það er ekki brot á skilmálum blog.is ... er ekki alveg að fatta Árna Matt skilmálahentugleikafrömuð, "bara ef það hentar mér" á við skilmála blog.is ...

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 15:43

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sævar! Skil þetta ekki almennilega hélt þó að ég vissi ýmislegt um blogg. Er ekki skráður á fésbókina og get ekki farið þangað. Vil samt styðja DoctorE ef hann vill komast á Moggabloggið aftur. Öllum er líka frjálst að kommenta á bloggið hjá mér.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 16:47

13 Smámynd: Kama Sutra

Ég vil líka styðja Dokkksann en er ekki skráð á Andlitsbókina.

Dokkksinn er nauðsynlegt mótvægi við suma trúarnöttana sem hafa vaðið uppi alltof lengi með sitt trúartengda bull hérna á Moggablogginu (þegar þeir eru ekki uppteknir við að grenja sig hása gegn ESB) - og svo setur hann stundum svo assgoti skemmtilegar kisumyndir inn á bloggið hans Malapabba.

Áfram Dokkksi!

Kama Sutra, 29.7.2009 kl. 17:08

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Sæmundur Bjarnason, þú ert með fleiri athugasemdir en aðrir í "heitar umræður" en samt kemur þú ekki fram þar, kannski vegna þess að það hentar ekki Árna Matt og hans hentugleikaskilmálum því þar fengir þú meiri auglýsingu og viðbrögð á fyrirsögnina "757- DoctorE bannaður - Sveiattan"

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 17:45

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú ert kominn inn aftur í "heitar umræður" jeijjjj kannski Árni Matt hafi séð að sér haha

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 17:47

16 Smámynd: Sævar Einarsson

En mér er það samt óskiljanlegt hvernig Hjörtur J. Guðmundsson getur komist í flokkinn "Umræðan" þegar það er ekki hægt að ræða nein mál hjá honum og því síður að hann skuli vera í 35 sæti yfir mest lesnu bloggin, þetta er stórfurðulegt fyrirbæri.

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 17:50

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég kíki stundum í þetta "heitar umræður" en það eru samt önnur atriði í talnaspeki þeirra Moggabloggsmanna sem ég hef meiri áhuga fyrir. T.d. finnst mér athyglisvert hve fáar vikuheimsóknir þarf núorðið til þess að komast í hóp 400 vinsælustu blogganna. Hef trú á að margt í fari Moggabloggsguðanna megi skýra með vinsældum og óvinsældum bloggsins. Það hefur líka bein áhrif á auglýsaingatekjur þeirra Morgunblaðsmanna hve margir heimsækja mbl.is

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 17:53

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sævar, mér sýnist að Hjörtur J. Guðmundsson leyfi ekki athugasemdir hjá sér. Minnist þess heldur ekki að hafa séð hann í flokknum "heitar umræður". Hann á samt fullan rétt á að vera annarsstaðar.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 18:05

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Nákvæmlega það sem ég á við, hvernig geta skrifin hjá honum flokkast sem umræða þegar það er ekki hægt að ræða málin hjá honum, hann er með lokað fyrir að skrifa athugasemdir og hann hefur eðlilega aldrei verið í flokknum "heitar umræður" heldur hafa skrifin hjá honum verið límd föst við "Umræðan" svo dögum skiptir.

Sævar Einarsson, 29.7.2009 kl. 18:15

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það leitar skiljanlega saman sem deilir sameiginlegum viðhorfum og hugmyndafræði og mogginn hampar því alveg sérstaklega trúarnötturum og frjálshyggjurugludöllum - sem hvorirtveggja halda fram stórkostlegustu nígeríusvindlum sögunnar, hvað með sínu lagi. Og allt hefur þetta stundað sína svikastarfsemi undir verndarvæng ríkisvaldsins og gerir enn. Ruslveitan fékk meira að segja framlengingu lífdaganna á vegum nýs ríkisbanka og ætti það að segja sitt um hvernig þessi margþætta mafía forheimskunar og fjársvika starfar.

Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 18:38

21 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægast hjá Moggabloggsguðunum séu peningar. Ef þeir fá nægilega mikið af auglýsingum og tekjum af þeim þá skipti miklu minna máli hvað sagt er. Auðvitað skiptir hugmyndafræðin samt líka máli. Ef allt annað er jafnt þá styðja þeir þá sem hafa svipaðar skoðanir og þeir og hampa þeim hiklaust framyfir aðra.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 18:55

22 identicon

Áður en mbl bannaði "nafnleysingjum" að tengja í fréttir, fara á heitar umræður ofl... þá var mér vippað þar út á fullu.
Þetta system er langt frá þvi að vera sjálfvirk.

Það var soldið skrítið með færsluna mína um Láru ofurmiðil, sú færsla hékk hálfan daginn á heitar umræður, ég svaka glaður þar sem ég taldi að mbl væri að breyta stefnu sinni með þessu.
Annars finnst mér þetta nafnleysingja þvaður algerlega út í hött, mbl veit nákvæmlega hver ég er... alveg eins og þegar ég fer að kjósa... þar ríkir alger nafnleynd... miðað við það sem mbl gerir þá ættu allir sem kjósa að þurfa aðsetja nafnið sitt á kjörseðilinn.
Þannig vinna einræðisríki, þú kýst rangan frambjóðanda og fær heimsókn einn góðan veðurdag. 

DoctorE 29.7.2009 kl. 19:01

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sæmundur, hóra er náttúrlega ekki í faginu fyrst og fremst af hugsjónaástæðum, það er peningurinn sem dregur hana áfram en það eru samt sameiginleg gildi sem draga saman dólg og hóru. Og þegar menn eru komnir á þægilegan spena hvað lifibrauðið snertir þá gera þeir hvað sem er til að halda sig við hann. Það þurfti massíft áróðursátak til að ná því að stela þessu landi og flytja það út og halda lýðnum sofandi á meðan. Núna er nokkurn veginn sama svæfingarmeðalið í gangi frá öðrum armi fjórskipta einflokksins og ruslveitum á meðan kostendur einflokksins ná að stela restinni. Ósýnilegi galdrakallinn í himninum er síðan sérstaklega mikilvægur þáttur í þessarri svikamyllu vegna þess að því meir sem menn trúa himneskum ævintýrum (sem eru meira og minna á vegum hins opinbera) því líklegri eru þeir til að trúa jarðneskri vitleysu frá stjórnvöldunum og peningalegum kostendum þeirra.

Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 20:01

24 Smámynd: Páll Blöndal

Öfgatrúarlið og ultra-hægrimenn virðast vera sérstaklega í náðinni hjá moggabloggs-ritstjórninni.
Það þarf bara að stofna nýtt og öflugt blogg
með hæfri og óhlutdrægri ritstjórn.

Páll Blöndal, 29.7.2009 kl. 20:36

25 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Baldur og Páll, þetta er að verða verulega spennandi. Mér finnst samt eins og ræningjaliðið sé ekki búið að ná tökum á mér. Moggabloggið býður uppá nokkuð greiðan aðgang að talsverðum fjölda lesenda. Held að það sé hægara sagt en gert að stofan nýtt og öflugt blogg eins og Páll leggur til. Getum kannski notast við þetta ef við kunnum nógu vel á það. Fór ekki DoctorE bara örlítið yfir strikið? En hvar er strikið? Það er stóra spurningin.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 20:45

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eigandi fjölmiðils hefur kannski vald til að loka á þá ''sem þeim sýnist'' en í öllum samskiptum verður líka að gæta sanngirnis hvað sem eigendavaldi lýður. Hvað Doksa varðar þá er hann oft aðgangsharður við trúarliðið en að mínum dómi ekki rætinn eins og alltof margir trúarbloggarar sem fá að vera óáreittir. Hann birtir líka oft áhugavert efni, ýmis myndbönd, um yfirgengilega trúardellu, sem eiga fullkomlega rétt á sér. Það er mikill missir ag blogginu hans. Og ég trúi ekki öðru en aftur verði opnað á hann. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.7.2009 kl. 21:03

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er ekkert nýtt og hefur gengið í gegnum söguna forever. Menn ljúga fram hvað sem er í þágu eigin hagsmuna og sinna kostenda. Stríð og gripdeildir eru nátengd. Og til að fela gróðahyggjuna tefla menn fram guði og föðurlandinu. Síðan segja sérvaldir og kostaðir veruleikahönnuðir almennings honum að pæla alls ekki í hinu liðna (læra af síendurtekinni og sársaukafullri reynslu) heldur horfa aðeins fram á veginn. Loks erum við hér með allt á fökking hausnum og vélvæðingu og róbóta og massífa offramleiðslugetu og þá koma upp pestir úr tilraunastofum sem kalla á massabólusetningar sem munu vafalaust drepa milljarða á endanum og/eða gera þá enn meira ófrjóa enda ekkert með allan þennan grúa að gera í róbótasamfélagi nútímans.

Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 21:26

28 identicon

Ég held að fólk þurfi að fara átta sig á að moggin og hans miðlar eru ekki frjálsir miðlar, heldur málpípur fólks með ákveðnar skoðanir. Þetta hefur alltaf verið svona og mun alltaf verða svona. Þessvegna er ég ekki hissa á því að lokað hafi verið á doksa, sérstaklega ef skoðanir hans hafa stungið í stúf við skoðanir eigenda eða riststjóra.

Bjöggi 29.7.2009 kl. 21:53

29 identicon

Mér Jóni Hreggviðssyni var hent út af moggablogginu vegna smásagnaskrifa. Þetta gerði einhver Ingvar Hjálmarsson. Ingvar nefndi til sögunar særandi skrif í 5 smásögum. Þegar hann var ítrekað spurður um hvað væri særandi í skrifunum svaraði hann því til hann hafi þegar bent á þær sögur sem honum þætti særandi. Nú þekkir Jón Hreggviðsson ekkert til Ingvars og enn var reynt að spyrja hvað honum þætti aðfinnsluvert  og hann beðinn að styðja það með rökum en  manngarmurinn var áfram rökþrota. Ingvari var bent á það að vel gæti verið að hann hafi lent í svipuðum aðstæðum og væru í einhverri sögunni og hann gæti ekki tekið það persónulega til sín enda væru um sögur þ.e. skáldskap að ræða. Vel má vera að einhver klíka sé hér að baki sem leggur Jón Hreggviðsson í einelti. En ritskoðun sú sem mbl.is stundar er ekki blaðinu til sóma né þjónar lesendum og viðskiptavinum blaðsins. Lifi lýðræðið!! Baráttukveðjur,  Jón Hregg. 

Jón Hreggviðsson 29.7.2009 kl. 21:58

30 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Allt er þetta mjög athyglisvert. Með því að halda áfram að skrifa getum við á endanum hugsanlega breytt einhverju. Það heldur mér a.m.k. gangandi. Saga Jóns Hreggviðssonar er mjög athyglisverð og ég mundi vilja vita mun meira um það mál. Þekki það ekki neitt.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2009 kl. 22:45

31 Smámynd: Kommentarinn

ÁFRAM DOKSI!! BURT MEÐ RITSKOÐUNINA! NIÐUR MEÐ MOGGAPAKKIÐ! Annars var ég að heyra að JVJ væri búinn að stofna facebook síðu þar sem hann vill doktorinn aftur..

Kommentarinn, 30.7.2009 kl. 00:37

32 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvað gerði doski af sér?

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 03:43

33 identicon

Er ekki í lagi að segja fólk geðveikt sem heldur því fram fullum fetum að heimurinn hafi verið skapaður af yfirnáttúrlegri veru sem sé bæði almáttug og ódauðleg ?

Ef þetta er ekki þegar skilgreint sem geðsjúkdómur þá þarf að gera það hið fyrsta.

Fransman 30.7.2009 kl. 09:55

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vildi Lára Hanna ekki gangast við því að vera geðveikt glæpakvendi?

Sigurður Þórðarson, 30.7.2009 kl. 10:22

35 identicon

Inn aftur með Skúla og Doctorinn!!

marco 30.7.2009 kl. 11:48

36 identicon

Hvaða æsingur er þetta?

Ef að fólk vill endilega fá að kalla annað fólk ljótum nöfnum (eins og glæpakvendi eða drusla sem ég sá einhverstaðar að Doktorinn hafði kallað þessa spákonu) finnst mér frekar að þau ættu að opna sína eigin bloggsíðu annarsstaðar. Það er ykkar að velja hvar þið haldið úti bloggsíðu.

Þið hljómið eins að fólk sem kvartar undir vondum mat en heldur samt áfram að borða. Þið eruð neytendurnir. Fáið ykkur bara bloggsíðu annarsstaðar!

 -og Franzman, ertu að segja að állt trúað fólk sé geðveikt? Ekki það að ég sé trúuð sjálf, en mér finnst það ansi gróft að flokka það undir geðveiki.

Signý Th. 30.7.2009 kl. 12:09

37 identicon

Signý... væri ég geðveikur ef ég boðaði að spiderman og sonur hans Andrés Önd væru til í alvörunni, þeir séu almáttugir og vilji elska alla sem elska þá fyrst.
Að það sé algert möst að byggja himnadildóa til að heiðra þá sem mest... Þeir sem hafa lesið flest spidermanblöð og Andrésblöð klæði sig í furðuföt og selji fyrirgefningar fyrir hönd Spidermans, og fyrir væng Andrésar andar...
Að þeir félagar verði settir á fjárlög og ísland sói 6000 milljónum í þá félaga, umboðsmenn þeirra fái aðgang að börnum í skólum til að móta þau til að borga áskrift til dauðadags..
Það er ekki nokkur munur á að trúa þessu og að trúa á guði..

Signý er alveg úti að aka á engum bíl og bensínlaus að auki.... allir sem vilja segja sannleikann eiga að hætta að blogga á mbl og finna sér blogg á öðrum stað... Lára og annað fólk sem færir fréttir að handan verður þungamiðjan í fréttum mbl...
Hmmm.. þetta er samsæri :) 

DoctorE 30.7.2009 kl. 12:34

38 identicon

Ad loka moggabloggi DoctorE gaeti haft thaer afleidingar ad fólk boycottadi moggabloggid.

Hverjir eru bestu bloggstadirnir?  Er ekki haegt ad stofna bloggsídu thar sem fólk á ekki á haettu ad lokad sé á thad?  A.m.k. án undangenginni atkvaedagreidslu bloggara um málid.

Hrólfur Háfjallakappi 30.7.2009 kl. 13:25

39 identicon

Hér er viðtal við kerlinguna... mbl bannar mér að verja almannaheill
http://www.vantru.is/2009/07/30/09.00/

tIL HAMINGJU ÍSLAND MEÐ AÐ VERA MEÐ 2 OFURMIÐLA, Láru og MBL

DoctorE 30.7.2009 kl. 13:37

40 Smámynd: Sævar Einarsson

Mig vantar að vinna í víkingalottóinu, sem miðill getur hún gefið mér upp næstu tölur !

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 13:45

41 Smámynd: Sævar Einarsson

Eða miðla miðlar ekki slíkum upplýsingum ... miðlar ættu að vera búnir að vinna öll lottó ef þeir sjá fram í tíman

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 13:47

42 identicon

Jæja ég fékk svar frá Árna
Þetta með vaxtarlagið... ég sagði einfaldlega að hún hefði átt að sjá það fyrir

Sæll vertu.
Í ljósi þess að þú virðist ekki sjá neitt athugavert við það að nafngreindur
einstaklingur sé sagður geðveikur og glæpamaður á opinberum vettvangi og að
sé farið niðrandi orðum um viðkomandi vegna vaxtarlags hans held ég það sé
ljóst að þú átt ekki heima á blog.is.

Viltu að ég taki afrit af blogginu áður en ég eyði því?

arnim.


 

>  Sæll Árni,
>
> hlustaðu á þetta... segðu mér svo að ég hafi sagt eitthvað rangt í málinu
>
http://www.vantru.is/2009/07/30/09.00/
>
> Eigum við ekki að opna hjá mér... allir að halda andlitinu vegna þessa
> fáránlega máls
>
> :)
>
> Best
> DoctorE

Þannig að þetta er búið krakkar... takk fyrir stuðningin!!

DoctorE 30.7.2009 kl. 14:02

43 identicon

Hvað ætli margir stjórnmálamenn eða aðrir nafntogaðir einstaklingar hafi verið sagðir geðveikir glæpamenn hér á blogginu.. flestir örugglega... en það má ekkert segja um kerlingu sem skapar ótta í samfélaginu með yfirnáttúrulegu þvaðri um jaðskjálfa.. og selja svo varnir gegn þeim :)

DoctorE 30.7.2009 kl. 14:12

44 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

En doksi, hvað geturðu haldið lengi áfram að senda frá þér athugasemdir? Og ætlarðu að halda því eitthvað áfram? Það er engin skömm að þurfa að lúffa fyrir Moggavaldinu. Talaðu við Skorrdal og Skúla. Kannski finnið þið uppá einhverju. Nýtt blogg held ég að sé erfiður kostur.

Sæmundur Bjarnason, 30.7.2009 kl. 14:32

45 identicon

Veit ekki hvað ég geri.. það eina góða sem kom út úr þessu er að Lára virðist vera almáttugri en guð... menn hafa verið að biðja gudda um að loka á mig í næstum 3 ár, ekkert gengið... svo kemur Lára BANG hahahaha
Lára vor þú sem ert á Selfossi
Helgist þitt nafn, tilkomi þinn jarðskjálfti.
Verði þinn vilji í húsasölu sem og í dómsdagsspám
Gef oss í dag vorn daglega spádóm...
Bla bla bla
Úggabúgga

DoctorE 30.7.2009 kl. 14:44

46 Smámynd: Sævar Einarsson

Fáðu afrit af því DoctorE, þetta er ekki búið, bara rétt að byrja.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 15:06

47 identicon

Ég bað Árna um að taka afrit... mér er fyrirmunað að skilja hvernig hann og mbl geta staðið á þessu bulli... alger skömm fyrir mbl, óafsakanleg hegðun

DoctorE 30.7.2009 kl. 15:08

48 Smámynd: Kama Sutra

Sorrý, ég ætla aðeins að skipta mér af hérna - þótt mér komi það kannski ekkert við.  Ef Skúli þessi sem var verið að minnast á hérna er sá sem ég held að hann sé þá held ég að hann sé ekki góður félagsskapur fyrir Dokkksann.

Mér er annt um Dokkksann og mæli ekki með að hann sláist í hóp með Skúla þessum.  Munið:  Maður dregur dám af vinum sínum og félögum.

Kama Sutra, 30.7.2009 kl. 15:23

49 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er búinn að lýsa yfir stríði á mbl.is, var að fá póst áðan eftir að ég óskaði eftir útskýringum á þessari lokun og einnig benti ég á að á mér hafi verið brotið samkvæmt þeirra skilmálum og fékk þetta staðlaða svar og ekkert um mínar spurningar er varða brot á mér.

Sæll Sævar.



Blogginu doctore.blog.is var lokað vegna brota á skilmálum blog.is. Við

getum eðlilega ekki upplýst í hverju brotið fólst, enda værum við þá að

brjóta trúnað við viðkomandi, en þú getur hugsanlega fengið upplýsingar um

það hjá eiganda bloggsins.



Kveðja,

Ingvar Hjálmarsson

netstjóri mbl.is

Hádegismóum 2

110 Reykjavík

Sími xxx xxxx

GSM xxx xxxx

ingvar(hjá)mbl.is



Af virðingu við Ingvar tek ég út símanúmer og breyti netfanginu svo það sé ekki að lenda á spampóstlistum. Ég sætti mig ekki við svona stöðluð svör og framsemdi þetta á ritstjórn og fréttastjórn mbl.is, þetta er fáránlegt með öllu.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 15:26

50 identicon

Mig langar ekkert að vera í samfloti með Skúla... enda skaut ég oft á hann þegar hann var með blogg hér.

DoctorE 30.7.2009 kl. 15:27

51 identicon

En mbl... brutu þeir ekki einhverja skilmála þegar þeir komu af stað ofsahræðslu vegna þess að einhver kona talaði við nafnleysingja raddir í hausnum á sér....
Eru ekki einhverjar reglur um það líka...

Ég ætla amk ekki að láta þetta kjurt liggja, réttlætiskennd mín segir að hér er mbl að hengja bakara fyrir smið... ég mun gera hvað ég get til þess að réttlætið sigri að lokum...

DoctorE 30.7.2009 kl. 15:30

52 identicon

Eftir að hafa hlustað á viðtalið á http://www.vantru.is/2009/07/30/09.00/  þá er annað óskiljanlegt en að hún sé að brjóta einhver lög með þessu. 

Hún og maðurinn eru búin að vera að selja "Jarðskjálfta held sumarhús" í 6 ár og hún er búin að spá fyrir um jarðskjálfta sem aldrei hafa komið í svipaðann tíma.  Fólk á selfossi og hveragerði er druluhrætt og hafa sumir sofið í tjöldum vegna þess.

Það er nauðsynlegt í þágu almannahagsmuna að einhver ransaki þessa glæpa starfsemi þeirra hjóna !!

Fransman 30.7.2009 kl. 15:40

53 identicon

Auðvitað er þetta glæpsamlegt athæfi... sem mbl styður við af fullu hjarta... ráðast á mig alsaklausan vegna þess að ég segi að þetta geti bara verið geðveila eða glæpastarfssemi...  sem er sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn...
Viljum við nýtt ísland þar sem sannleiknum er úthýst en svindli og hjátrú hampað... ekki ég, hvað með þig?

DoctorE 30.7.2009 kl. 15:50

54 Smámynd: Jeremía

Allir geta tjáð sínar skoðanir á kurteislegan hátt.   Það er sama hvað menn hamast og hrópa um skoðanakúgun og ritskoðun.  Allir vita að Dre var bannaður fyrir dónaskap og fyrir að virða ekki almenna mannasiði í samskiptum.  Samskipti í bloggi er -  eða á að vera - eins og önnur samskipti. Ef menn vilja haga sér þannig, að koma fram við aðra af illgirni, vanvirðingu og sýna þeim dónaskap vilja menn ekki hafa þá nálægt sér. 

Af hverju ætti slíkt að líðast?  Í nafni frelsis?  Frelsið hefur sín takmörk í öllu. 

Jeremía, 30.7.2009 kl. 16:16

55 Smámynd: Sævar Einarsson

Jeremía, þá á virðing og kurteisi á að virka í báðar áttir  en ekki aðra áttina eins og margir bloggarar hafa upphrópað stjórnmálamenn sem skítseyði, fábjána, geðsjúklinga svo fátt eitt sé nefnt og ekki er lokað á þá, skilmálar eiga að virka á alla en ekki per hag hverju sinni.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 16:32

56 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, endilega ekki koma nálægt Skúla. Hann kaffærir alla sem nálægt honum koma í forarpytti heimsku og fordóma. Blekpennar.com er t.d. orðin hans einka-áróðurssíða. Stofnandi þeirrar síðu hefur skrifað 79 greinar á meðan Skúli hefur fretað út heilum 189! Enda sýnist mér sem flestir aðrir hafi gefist upp á að reyna að skrifa þangað inn; síðustu þrír pistlar sem voru ekki eftir Skúla birtust 7. maí, 7. apríl og 26. mars...það kemst hreinlega enginn annar að.

Annars er þetta hreinlega ömurlegt hjá mbl að loka á þig. Ég veit ekki betur en að verri orð hafi verið látin falla um nafngreinda einstaklinga, án þess að höfundinum hafi verið úthýst.

(Er ekki ráð að taka saman lista yfir móðganir sem trúarnöttarar og aðrir hafa fengið að  komast upp með og senda til Árna? Athuga hvort hann hendi þeim öllum út? Sagðist Sævarinn ekki eiga eitthvað slíkt?)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.7.2009 kl. 16:44

57 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk Haukur fyrir að stofna þennan hóp á facebook. Ég er búin að skrá mig þar sýndist vera komnir um 80- 90 manns. Einnig er ég búin að skrifa bréf til Árna Matt en hef ekki fengið svar ennþá. DoctorE aftur inn á bloggið! Stöndum saman.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 17:29

58 identicon

Óó Jerimía.. ég hlýt að fara fram á að biblían verði bönnuð... hún segir að allir sem trúa ekki á hana séu fífl og réttdræpir... eftir að trúaðir hafa myrt þann trúfrjálsa þá tekur Sússi sig til og pyntar hann að eilífu.
Biblían gefur líka út verðlista yfir þræla þar sem konur eru 50% af verðgildi karla
Ég bara hlýt að fara fram á að þessi bók verði bönnuð með öllu... jafnt skal yfir alla ganga gói minn..... Jerimía sem vill þvinga kornungar stúlkur og konur.. jafnvel þeim sem hefur verið nauðgað til að ganga með börnin
Plís talið ekki um dónaskap við mig krissar... you look silly

DoctorE 30.7.2009 kl. 17:30

59 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held að aðrir geti ekki ákveðið hvað er kurteislegt og sæmandi. Það verða þeir sem skrifa sjálfir að ákveða. Hafi þeir eitthvað að segja á það ekki að verða þeim fjötur um fót. Aðrir hverfa bara.
Tek heilshugar undir kröfuna um að DoctorE verði endurreistur hér á Moggablogginu fyrst það er það sem hann vill. Einhvers staðar verður þessari lokunarsýki þeirra Moggabloggsmanna að linna.

Sæmundur Bjarnason, 30.7.2009 kl. 17:57

60 identicon

Eins manns rósamál er annars sorakjaftur

DoctorE 30.7.2009 kl. 18:05

61 Smámynd: Kama Sutra

Dokkksinn góður! 

Kama Sutra, 30.7.2009 kl. 18:16

62 identicon

Já...

thad

eru

til

their

sem

kallast

prestar

sem

tala um

Drottinn ALLSHERJAR

<--------------

vid nefnum engin nöfn

En thar er audvitad um andlega sjúskun ad raeda.   Enginn med heidarlegan, heilbrigdan og gagnrýnin hugsunargang legdist svo lágt ad gerast prestur.

Hrólfur Háfjallakappi 30.7.2009 kl. 20:54

63 identicon

Sæll Sæmundur

Skrifaði fyrr í dag á blogg þitt og þú svaraðir að þú vildir gjarnan vilja vita meira um útilokun Jóns Hreggviðssonar á mbl.is. Eins og áður sagði þá var ég útilokaður vegna 5 smásagna. Fyrst nefndi Ingvar nokkur hjá mbl.is eftirtalda smásögu til sögunar að hún væri óhæf til birtingar. Í millitíðinni kemur póstur til Árna á mbl.is sem ég sendi í dag þar sem ég hvet hann til að opna fyrir bloggið, en ég sendi honum 2 pósta í seint í dag sem ég hef ekki fengið svar við.  Hér er síðari pósturinn:

Sæll aftur Árni,

Hér kemur dæmi um eina smásöguna sem Ingvar lagði bann á. Dæmi nú hver fyrir sig.

Hvet þig til að opna fyrir bloggið.

Kveðja,
Jón Hreggviðsson


Gróa á Leiti og biskupinn
 
Gróu á Leiti var eðlislægt að ljúga snemma. Hún hafði nælt sér í mann sem að hún gat tuskað til, hann lét allt eftir henni. Hún reyndi að að ala upp börnin í kristni, en þegar árin liðu fór að bera á þeirri áráttu og óheiðarleik sem hún sjálf hafði alist upp við. Það að ljúga reyndist henni leikur einn. Móðir hennar kom úr Breiðarfjarðareyjum og hún erfði ýmsa kæki úr fámenninu þaðan sem hún var ættuð. Oft fæddust börn andvana vegna skyldleika eða erfðu ýmsa sjúkdóma sökum að innan sömu fjölskyldu var fólk að geta börn. Kækina erfði Gróa. Í fjölskyldu Gróu voru mörg leyndarmál. Þegar maður hennar spurði hana hvort systir hennar Guðríður væri alsystur hennar umturnist Gróa. Þú ert að ljúga, ég þoli þig ekki sagði hún. Eftir nokkurn tíma játti Gróa þó því að móðir hennar hefði legið með ýmsum. Það voru hermenn úti um allt, í þá daga. Það voru gósen tímar hjá móður hennar í seinni heimstyrjöldinni því stríðið var úti í heimi. Enskir gentilmen. Hún rauðhærð og fannst hún einstök og reigði höfuðið upp í loftið. Móðir hennar þoldi ekki orðið &#147;Ástand&#148;. Hver og einn hafði rétt til þess að lifa lífinu eins og honum sýndist. Eftir stríðið var alltaf gott að skreppa á völlinn. Á Keflavíkurflugvöll voru komnir Ameríkumenn. Það var gott að kyssa Kanana. Systir Gróu varð til. Seinna fékk systir Gróu annað föðurnafn. Reyndar var þetta ekki eina leyndarmálið sem Gróa reyndi að
kóa.Hún laug alltaf til um uppruna sinn. Pabbi Gróu var góður maður. Hann hafði menntað sig í Frakklandi. Menntamaður sem bar af sér góðan þokka, viðræðugóður og ljúfur í alla lund. En hann bar ekki sitt rétta föðurnafn. Faðir hans sem seinna varð biskup nam í Lærða Skólanum eða Menntaskólanum í Reykjavík. Hann barnaði heimilishjálpina í húsi kaupmanns nærri skólanum. Í þá daga höfðu þær sem voru til heimilishjálpar sér herbergi. En til þess að trufla ekki heimilisfriðinn þá var stigagangur í bakhúsinu til þess að komast út. Upp þennan stigagang hljóp tilvonandi biskup til funda við ástmey sína léttur í lund. Reyndar var það svo að á þessum árum var tilvonandi biskupinn afskaplega ómótaður, róttækur og hafði allt á hornum sér. Þessi biskup varð síðan blíður og góður og hvers manns hugljúfi en leyndi því alltaf að hann hafði getið þennan son þó svo að hafa skrifað margar bækur síðan. Aldrei minntist hann á son sinn einu orði, hvorki í ræðu né riti. Kom þó með jólagjöf einu sinni á ári. Þögnin var óbærileg Gróu á Leiti. Hún blótaði og ragnaði, þó oftast í hljóði. Faðir Gróu hafði áhyggjur af skapgerðarbrestum hennar, vorkenndi manninum hennar og sagði við hann: &#147;Vonandi tekur þú henni eins og hún er, ég hef áhyggjur. Treysti þér. Farðu vel með hana. Get þó ekki skammað hana. Ég
kenni mér nú meins en hún hefur ekki verið góð dóttir. Ég óttast að það eigi við hana að sannleikanum verður hver sárreiðastur&#148;. En pabbi Gróu dó og sögur hennar lifa nýjar sem gamlar. Hvenær Gróa ætlar að hætta að breiða út lýgina veit engin. Eitt er víst sagði hann. Orðstýr deyr aldrei hveim sér góðan getur. Það var ekki reiknað með Gróu þegar þetta var sagt

Jón Hreggviðsson 30.7.2009 kl. 21:06

64 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Vil bara staðfesta það að mér barst bréf frá Árna Matt var bara ekki búin að sjá það. En rétt skal vera rétt. Skilaboðin í bréfinu eru þau sömu og aðrir hafa fengið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 21:12

65 identicon

Hafið þið lesið bloggið hans Sverrirs Stormskers??? Af því að lesa það sýnist mér hann vera búinn að úthrópa og drulla yfir flesta þekkta einstaklinga á Íslandi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju hann hangir ennþá inni á blogginu. Er  kannski búið að henda honum út???

Kveðja

Þorvaldur Þorsson 30.7.2009 kl. 22:07

66 Smámynd: Árni Matthíasson

Hér er nú aldeilis fjör.

Rétt þykir mér að eftirfarandi komi fram:

Við höfum alla jafna ekkert haft útá DoctorE að setja enda hefur hann bloggað hér í um tvö ár, skrifað hundruð færslna og þúsundir athugasemda. Varla man ég að við höfum þurft að hafa afskipti af honum vegna skrifa, en þá sjaldan það hefur verið gert hefur hann brugðist bæði hratt og vel við.

Nú bar svo við að viðkomandi, sem er nafnlaus eins og menn hafa væntanlega tekið eftir, nafngreindi konu í athugasemd við bloggfærslu og sagði hana bæði geðveika og glæpamann. Að mati þeirra sem hafa eftirlit með blog.is braut þetta í bága við skilmála bloggsins, sem allir sem hér skrifa hafa væntanlega kynnt sér.

Því var haft samband við eiganda þeirrar síðu sem athugasemdin var skrifuð á og hann beðinn að taka hana út og DoctorE sendur póstur þar sem honum var skýrt frá þessu. Aldrei þessu vant brást DoctorE illa við, ítrekaði ásakanirnar í frekari athugasemdum við viðkomandi færslu (og hefur dritað þeim víðar á blogginu) og skrifaði að auki bloggfærslur á eigin síðu þar sem hann hnykkti á þessu. Okkur var því nauðugur einn kostur að loka á hann, enda sinnti hann í engu athugasemdum sem við töldum þó réttmætar.

Ýmsir hafa brugðist illa við þessu og sakað okkur (og þá gjarnan mig sérstaklega) um allskyns illar hvatir, meðal annars það að við séum að reyna að koma í veg fyrir að sannleikurinn sé birtur. Það var og: Eru menn hér að tala um þann "sannleik" sem DoctorE setur fram um að tiltekin kona útí bæ sé bæði geðveik og glæpamaður? Er það sá "sannleikur" sem menn telja að þurfi að koma fram?

Eins og ég sagði áðan hefur DoctorE bloggað hér í tvö ár og fengið að henda gaman af trúarbrögðum ýmsum trúuðum til ama. Það er líka í góðu lagi, umræða á að vera opin og upplýst og þeir sem aðhyllast trú eiga að þola málefnalega gagnrýni.

Ég mun þó aldrei taka undir það að það sé nauðsynlegt fyrir tjáningarfrelsið að menn fái að svívirða fólk sér til skemmtunar og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að sá sem stýrir þessari síðu sé svo þenkjandi.

Kjarni málsins er þessi að mínu mati: DoctorE fór yfir strikið þegar hann sakaði tiltekinn einstakling um að vera geðveikur og eins að vera glæpamaður. Er enginn þeirra sem hér skrifar tilbúinn til að tala mástað þeirrar konu sem hann beindi svívirðingum að? Nýtur hún minni mannréttinda vegna þess að þið eruð ósammála henni eða finnst hún kjánaleg?

Árni Matthíasson , 30.7.2009 kl. 23:08

67 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég ætla að vera fyrst til að svara því að ég er ekki tilbúin að taka undir málstað umræddrar konu. Að  mínu áliti hefur þessi kona ollið tjóni. Hún hefur með hjálp fjölmiðla valdið mörgu fólki óþarfa kvíða og áhyggjum. Það er ekkert grín að koma með svona spádóm það er fúlasta alvara. Hvort hún telst glæpamaður tja það er nú orðið ansi teygjanlegt orð það er margt gert innan lagaramma en siðlaust þó.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:31

68 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ps Árni Matthíasson þú svarar bara á þessu bloggi. Það er verið að fjalla um þetta mál á mörgum bloggum. Af hverju svarar þú bara hér?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:34

69 Smámynd: Sævar Einarsson

Árni Matthíasson, skilmálar blog.is eiga að virka í báðar áttir ekki satt ? fólk hefur ásakað annað fólk um að vera dópsalar, kallað aðra geðsjúka, nafngreint menn með dylgjur, svívirðingum, særandi skrifum um trúleysingja svo fátt eitt sé nefnt og samt fær þetta sama lið að hanga inni óáreitt á meðan öðrum er hent út.

Og hvaða grín er það að tengja nafn úr þjóðskrá við fréttatengd blogg ? er það sanngjarnt að tengja nafn úr þjóðskrá við fréttatengt blogg fyrir þá sem eiga enga alnafna á móti þeim sem heita sem dæmi Guðmundur Guðmundsson eða Guðrún Bjarnadóttir ? frekar margar Gunnur og Gummar sem koma þar til álita, eina réttlætið væri þá að kennitölutengja fréttatengd blogg til að skapa jafnréttisgrundvöll á milli þeirra sem eiga ekki alnafna eða marga sem heita sama nafni.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 23:35

70 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég hef lesið bloggara sem kallar menn og konur verri nöfnum en DoctorE á ég að kæra hann til þín Árni en kannski veistu hver hann er því Sævarinn hefur kært hann til þín en þú gerðir ekki neitt. Þú veist um hvern ég er að tala.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:39

71 identicon

Árni ég fékk aldrei aðvörun... síðan mín bara lokaði... ég sagði einmitt við hana Sólveigu hvað mér finndisst skrítið að athugasemdum mínum hér vær hent út en ekkert sagt um færslu mína...

Miðað við það sem ég sé frá öðrum bloggurum þá er pósturinn ekki alveg að virka 100%....

Það er alveg örugglega verið að hengja bakara fyrir smið í þessu máli... mjög óréttlátt finnst mér... ég hrópaði bara úlfur úlfur.. og hafði rétt fyrir mér

DoctorE 30.7.2009 kl. 23:40

72 identicon

Manni grunar sterklega að þetta sé tilliástæða til að taka mig út... eins og sólveig segir, margir hafa sagt miklu verra en það sem ég sagði.. og höfðu ekki einu sinni ástæðu... ég hafði þó ástæðu til að taka þennan pól í hæðina...

DoctorE 30.7.2009 kl. 23:42

73 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mikið rétt DoctorE

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:43

74 Smámynd: Árni Matthíasson

DoctorE: Þér var sendur póstur vegna athugasemdarinnar á netfangið sem skráð er hjá okkur (og notað hefur verið í okkar samskiptum) kl. 15:58 27. júlí . Afrit af þeim pósti var sent til þín kl. 11:59 29. júlí.

Sólveig Þóra: Skil ég það rétt að þér finnst í góðu lagi að viðkomandi kona sé kölluð geðveik og glæpamaður?

Árni Matthíasson , 30.7.2009 kl. 23:51

75 identicon

Fékk hann ekki.. Guðsteinn sem er nú kristinn og alles sagði einmitt að hann væri heldur ekki að fá pósta... og ekki er hann beint bandamaður minn :)
http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/921574/

Ég bara get ekki brugðist við einu né neinu ef ég hef ekkert í höndunum.. eins og þú veist sjálfur þá hef ég alltaf tekið það út sem þið biðjið mig um.. án vandræða... hvers vegna ´ætti ég að láta loka blogginu mínu vegna þessa.... ég myndi nú frekar láta Jesú loka hjá mér frekar en hana Láru :)

DoctorE 30.7.2009 kl. 23:55

76 identicon

Segðu mér Árni... hvaða orð myndir þú nota yfir Láru... og það sem hún var að gera þarna?

DoctorE 30.7.2009 kl. 23:56

77 Smámynd: Árni Matthíasson

Ég myndi í það minnsta ekki kalla hana "geðsjúkling", "glæpakvendi" og "fitubollu" eins og þú gerðir.

Árni Matthíasson , 30.7.2009 kl. 23:58

78 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Árni Matthíasson finnst þér í góðu lagi að fólk sé kallað: Auðvaldshundar, glæpamenn ,siðlausir varðhundar auðvaldsins,, geðveikir, heilalausir, klappstýrur auðvaldsins af því að þeir eru sjálfstæðismenn. Ef þú svarar mér þá skal ég svara þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:00

79 Smámynd: Árni Matthíasson

Ég er alltaf að svara þér Sólveig Þóra, skil ekki hvað þú ert hvefsin.

Hvað dæmin sem þú nefnir varðar þá skil ekki að þú leggir það að jöfnu að menn beiti svo óhefluðu málfari í pólitískri umræðu eða það að einstaklingur úti í bæ sé bæði kallaður geðveikur og glæpamaður.

Af þeim orðum sem þú nefndir eru "auðvaldshundar", siðlausir varðhundar auðvaldsins", "heilalausir", og "klappstýrur auðvaldsins" orð sem tíðkast hafa í pólitískri umræðu hér á landi áratugum saman og hafa ekki þótt mikil býsn til þessa, ekki frekar en "afturhaldskommatittur" sem einum fyrrverandi forystumanni þjóðarinnar var tamt.

Mér finnst aftur verra þegar menn saka aðra um geðveiki eða álíka ósmekklegheit og við höfum alltaf brugðist við því þegar við höfum rekist á það. Það gefur þó augaleið að við lesum ekki allar bloggfærslur eða athugasemdir enda eru skrifaðar um 4.000 bloggfærslur á viku og um 10.000 athugasemdir. Ef þú hefur dæmi um slíkt áttu að beina þeim til umsjónarmanna bloggsins svo hægt sé að bregðast við því. DoctorE benti á eitt slíkt tilfelli í dag og því hefur þegar verið kippt í liðinn.

Árni Matthíasson , 31.7.2009 kl. 00:11

80 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég ætla nú að svara þó Árni svari mér ekki. Já Árni mér finnst í raun glæpsamlegt hvað konan gerði með því að valda fjölda fólks óþarfa ótta. Hvort þetta er geðveiki hjá henni (raddir sem hún heyrir) getur hún ein svarað um ef svo er þá telst það víst geðveiki. Fitubolla : það tekur hver sínar ákvarðanir varðandi það, hún var jú í forsíðu viðtali í Vikunni og kannski víðar en það er smekkur hvers og eins.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:12

81 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er ekkert hvefsin Árni. Kannski verður mér hent út af því að ég segi það sem mér finnst en veistu það Árni ég reyni þó allaf að vera kurteis þó ég sé að tala við pólitíska andstæðinga mína þá kalla ég þá ekki fífl því til hvers er lýðræðið nema að hver fái að hafa sína skoðun. Jú Árni ég legg það að jöfnu hvort er verið að tala um fólk út í bæ eða við fólk hér á blogginu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:18

82 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Árni þú átt eftir að skilja eftir skilaboð hjá Sverri Stormsker. Held þú sért búin með alla hina.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:43

83 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hvernig væri nú Árni að opna fyrir bloggsíðuna hjá DoctorE og hætta þessari bölvuðu vitleysu?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 01:00

84 identicon

Frábærar fréttir krakkar, þetta er á leið í heimsfréttirnar... ég fer líklega í viðtal um helgina :)
Ég læt ykkur fá slóð þegar þetta er tilbúið...

Good times :)

DoctorE 31.7.2009 kl. 10:19

85 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jæja, eigum við ekki að koma aðeins til móts við hann Árna blessaðan og MBL?

Dokksi, sem hefur aldeilis fengið stuðning og má vel við una, verður að biðja Láru velvirðingar á því að hafa kallað hana geðveika og glæpamann, en halda sig við að hún sé bullukollur og að því er virðist dálítið siðlaus falsspámaður.

Þegar Dokksi hefur fengið að tjá þetta opinberlega verði opnað á bloggið hans.

Allir sáttir?

Kristinn Theódórsson, 31.7.2009 kl. 10:28

86 identicon

Ok.. Lára er algerlega siðlaus og falsspámaður eins og allir aðrir spámenn & konur.
Haldið ykkur frá spámönnum og konum... þau eru öll sömul bullukollar

Annars hefði ég alvet tekið færsluna út ef ég hefði fengið póstinn frá blog.is... en ég fékk hann ekki so

DoctorE 31.7.2009 kl. 10:36

87 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Frekar vafasöm ritskoðun í gangi, er sammála DoctorE  í þessu máli. Spurning um að fara að blogga og sjá hvert það leiðir en ég er oftar en ekki með sterkar skoðanir á umdeildum málum svo sem kirkjunni. Doktor haltu endilega áfram það er gaman að lesa það sem þú skrifar.

Katrín Vilhelmsdóttir, 31.7.2009 kl. 15:05

88 Smámynd: brahim

Sólveig: Ætla bara að setja hér inn þín eigin orð sem eru að finna á höfundarsíðu þinni.  "Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig."Held að þessi orð eigi við nokkuð marga, sem hér skrifa comment.

Að öðru leiti tjái ég mig ekki um skoðun DoktorE. Hef gert það annarsstaðar.

brahim, 31.7.2009 kl. 16:06

89 identicon

Ég hlustadi á thetta útvarpsvidtal: http://www.vantru.is/2009/07/30/09.00/

Aumingja kellingin var nákvaemlega jafn kjánaleg og ég bjóst vid ad hún vaeri. 

Thad sem vall uppúr henni var ein rökleysan á eftir annari enda ekki vid ödru ad búast.  Allt sem hún sagdi var óttalega kjánalegt....en thad kom mér audvitad alls ekki á óvart.

Hrólfur Háfjallakappi 31.7.2009 kl. 17:30

90 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skil alls ekki í Árna að verja vitleysinginn.

Ég fæ það á tilfinninguna að Árni hafi ekki hlustað á viðtalið við hana. Í viðtalinu er hún algerlega forhert í því að hafa ekki gert neitt rangt sem er gegnheil siðblinda. Siðblinda er talin klikkun í mínum huga og flestra sem ég þekki.

Það á að loka hana inni fyrir að brjóta hegningarlögin, nánar tiltekið grein 120. a í þessum lögum og varðar brotið allt að þriggja ára fangelsi. Sönnunargögnin gegn henni eu yfirþyrmandi þ.e. forsíða Vikunnar.

Reynsla mín af Árna er sú að hann á ekki til bakkgír, gefur sig ekki og skiptir ekki um þá skoðun sem hann bítur í sig. Geri hann það núna væri það bara til að láta mig hafa rangt fyrir mér í þessu efni

Haukur Nikulásson, 31.7.2009 kl. 21:08

91 identicon

Ef ég verð endanlega bannaður fyrir þetta þá fer ég að fá sömu hugmyndir um starfsmenn mbl og með hana Láru... Lára sem segist ekki vera vond kona því önnur kona í öðru landi sagaði hausinn af ungabarni.
HALLÓ... konan var búinn að gefa yfirlýsingu um eigið geðheilbrigði... sem ég bara endurtek á mínu bloggi.
Ég get ekki séð að nokkur heilvita maður telji mig hafa farið útfyrir strikið.. hreint hlægilega fáránlegt.

DoctorE 31.7.2009 kl. 21:15

92 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér flaug í hug hvort Árni Matt og blogghöfðingjarnir á Mogganum gætu gefið út orðalista með leyfilegum fúkyrðum í anda mannanafnanefndar til að tryggja að við förum ekki of mikið útaf sporinu?

Sjálfur hef ég leyft að standa öllum fúkyrðum sem að mér hafa verið bent s.s. hálfviti, fífl, dóni, vitleysingur, rugludallur og fleira sem ég gæti týnt til. Annað hvort er ég ekki viðkvæmur fyrir þessu eða þá að þetta er allt saman bara satt!

Haukur Nikulásson, 31.7.2009 kl. 21:23

93 Smámynd: Kama Sutra

He he - ég styð þetta Haukur.  Fáum fúkorðalista! 

Halló!  To whom it may concern!  Við viljum fúkorðalista!

Kama Sutra, 31.7.2009 kl. 21:31

94 identicon

Og einnig hvaða fúkyrði má nota á hvaða menn... það er nefnilega afar misjafnt hvað má segja um hvern og einn...
Helst þyrfti þetta að vera inn í ritlinum... maður skrifar: Davíð Oddsson er __ , hér kemur svona listi með leyfðum fúkyrðum um hann sem maður getur valið úr og sofið rólega fullviss um að vera ekki bannaður ..

DoctorE 31.7.2009 kl. 21:42

95 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 31.7.2009 kl. 21:52

96 Smámynd: Haukur Nikulásson

DoctorE hér er lausnin fyrir þig. Þú sendir svohljóðandi afsökunarbréf á bloggdeildina:

Kæra bloggdeild,

Ég, xxxx (alias Doctor E) biðst hér með auðmjúklega afsökunar á því að hafa kallað Láru Ólafsdóttur "sjáanda" geðveikt glæpakvendi og fitubollu. Ég dauðsé eftir þessum verknaði og lofa í fullri auðmýkt að gera það aldrei aftur svo hjálpi mér GUÐ!

Kv.

Dr. E

Ég er eiginlega viss um að þeir verði að taka ofangreint bréf til greina.  Á einhvern undarlegan hátt held ég að þú myndir alveg halda haus með þessu bréfi, enda hin fullkomlega tæknilega lausn.

Haukur Nikulásson, 31.7.2009 kl. 22:04

97 Smámynd: Kama Sutra

Það er mikilvægt að Dokkksinn gleymi alls ekki að skrifa orðin "svo hjálpi mér guð".

Kama Sutra, 31.7.2009 kl. 22:20

98 identicon

 Þetta er náttúrulega alger snilld hjá þér Haukur, ég fæ að segja öll fúkyrðin aftur og svo ákalla Gudda  

DoctorE 31.7.2009 kl. 22:20

99 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég segi nú einsog séra Árni:

Ja, hér er fjör.

Einu sinni var mér sagt að langir svarhalar væru jafnan skemmtilegir. Nú sé ég að það er alveg rétt. Þetta með Doksa og Guð er alveg óborganlegt.

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2009 kl. 23:27

100 Smámynd: Jón Ragnarsson

Væri ekki ágætt að banna jón val eða mofa til mótvægis?

Jón Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 00:06

101 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég ætla aðeins að svara hér Brahim. Jú Brahim þetta er mitt motto í lífinu og eins vil ég að aðrir virði það. Ég vil ekki að einhverjum  falsmiðli  takist að vekja með mér eða nokkrum öðrum óþarfa kvíða og ótta eins og Lára hefur gert. Ef ég væri sjáandi þá myndi ég ekki fara með mínar sýnir í fjölmiðla. Fyrir því eru margar ástæður : Sjáandi getur aldrei verið öruggur með sínar sýnir og það sem Lára gerði var engum til góðs. Ég skil ekki tilgang hennar með að útvarpa þessum sýnum sínum því þó það yrði stór skjálfti í Krísuvík þá er fólk hvort eð er engu bættara  með að vita það en aftur á móti getur það gert líf fólks sem hræðist jarðskjálfta óbærilegt. Ekki batnar það við áframhaldandi viðtöl við hana því hún segir "Bíðið róleg hann kemur sá stóri" Halló við búum í landi jarðskjálfta en jarðeðlisfræðingar segja að bergið í Krísuvík sé það veikt að það gæti ekki orðið stærri skjálfti en 6 á richter sem er nú nóg. En við þurfum ekki á svona ekki sjáendum að halda, ekki myndi hún vilja að ég myndi spá einverju slæmu fyrir henni. Þessvegna standa orð mín Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig."

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 00:17

102 identicon

Ég styð Doktore heilshugar. Það eru ófaár stundirnar sem ég hef skemmt mér við að lesa síðuna hana Doksa og mun svo sannarlega sakna hans ef mogginn breytir ekki rétt í þessu máli.

Ég hef stundað það um nokkurt skeið að skrifa athugasemdir á eyjuna, en núna hef ég verið BANNAÐUR á þeim ritskoðunarsnepli. Þar hef ég talað gegn því klíkuveldi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið á í okkar samfélagi. Fyrir þetta hef ég nú verið bannaður. Jú stundum hvef ég verið orðhvass og talað umbúðarlaust, en það sama má segja um flest alla aðra sem skrifa á athugasemdarkerfi eyjunnar. Það að einn besti fréttavefur landsins skuli vera ritskoðunarsnepill er grátlegur andskoti. Gott fólk, við eigum ekki að sætta okkur við það að ritstjórar blaða og tímarita komi svona fram.

Ég er ekki sá eini sem hefur verið lokað fyrir á eyjunni. Einstaklingur sem kallar sig Dúddi Bei, hefur einnig þurft að sæta því að lokað hefur verið á hann. Ekki var það fyrir þær sakir að hann væri orðljótur eða með meiðandi ummæli, heldur var það vegna þess að einhverjum fannst hann ekki tala á þeim nótum sem væru Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. Dúddi Bei gerði það nefnilega að þykjast vera Sjálfstæðismaður og talaði eins og þeir hugsa. Einn Sjálfstæðismaðurinn sagði í athugasemd við Dúdda að hann ætti að hætta þessum skrifum vegna þess að þetta væri að skaða FLokkinn.

Hafa Sjálfstæðismenn virkilega svona mikil völd inn í fjölmiðla að þeir geti með kvörtunum sínum ráðið því hverir fá að tjá sig og hverjir ekki? Við ritstjóra eyjunnar vil ég segja ,,skammastu þín" 

Valsól 1.8.2009 kl. 14:10

103 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta eru hinar líflegustu umræður.  Takk fyrir að vekja máls á þessu Sæmundur.  Gott að Árni Matthíasson útskýrði afstöðu Mbl.is hér þannig að hægt sé að ræða þetta af einhverju viti með upplýsingar frá báðum hliðum. 

Ég er sammála Árna í því að það sé óvarlegt að kalla fólk "glæpakvendi" eða annað niðrandi þegar ekki er sannað að um glæpsamlegan ásetning hafi verið um að ræða hjá viðkomandi.  Líklega myndi Árni ekki loka á DoktorE ef að hann hefði kallað dæmdan morðingja, morðingja.  Árni og Mbl vilja ekki að moggabloggið verði vettvangur niðrandi nafnakalla og ég get vel skilið það.  Hins vegar er verulega erfitt að fylgja eftir reglum um slíkt og það má niðra aðra með ýmsu öðru móti.  T.d. spurði Jóhannes Laxdal mig af því hvort að ég væri "Lýtalæknir" í athugasemd við grein mína um kuklprógram Jónínu Ben.  Væntanlega til þess að ýja að því að ég hefði einhverja annarlega hagsmuni af því að gagnrýna prógrammið hennar. 

Svo er spurningin hvar Mbl eigi að setja mörkin.   Auðvitað verða þeir að ákveða það en þeir eru í vanda.  T.d. gæti einhver sagt að það sé ljótt af mér að kalla detox Jónínu "kuklprógram" án þess að það sé sýnt fram á það fyrir einhverjum dómstóli, en munurinn á því og nafnakalli DoktorE er auðvitað sá að ég kalla ekki Jónínu Ben ljótum nöfnum þó að ég fari ekki fögrum orðum um prógrammið hennar.  Á því er munur. 

Hafi DoktorE áhuga á því að vera áfram á blog.is þá vil ég hvetja hann til að biðjast afsökunar á þessari framsetningu (í alvöru) hvort sem að orðin eru sönn eður ei og reyna í framhaldinu að halda sig við að gagnrýna gerðir og skoðanir án þess að nota nafnaköll.  Þegar manni er heitt í hamsi er það erfitt, en það er skynsamlegt að sýna taumhald í þessum efnum.   Mogginn veitir ókeipis blogg og er frjálst að hýsa þá sem þeir vilja, en auðvitað ef að þeir verða of viðkvæmir, fer fólk af blogginu.  T.d. myndi ég ekki vilja vera hér áfram ef að ég sæi þá loka á einhvern fyrir það eitt að segja skoðanir sýnar á einhverjum "viðkvæmum" málum.

Kveðja

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 1.8.2009 kl. 18:12

104 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Valsól

Ertu með afrit einhvers staðar af þeim texta sem fékk þig bannfærðan af Eyjunni?  Það væri forvitnilegt að sjá hann.

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 1.8.2009 kl. 18:15

105 identicon

Já Svanur... næst þegar einhver geggjaður fer til geðlæknis þá má geðlæknirinn ekki segja satt með að sjúklingurinn sé með geðsjúkdóm... ef læknir gerir slíkt þá verður stofunni lokað...
Ég sagði reyndar að aðeins geðsjúklingar og eða glæpakvendi kæmu með svona rugl.. og seldu svo jarðskjálftaheld hús....
Þetta mál er kannski ekki ósvipað og með skilanefnd kaupþings.. sem reynir að fela slóð glæpammanna... og heimtar lögbann á sannleikann

DoctorE 1.8.2009 kl. 18:20

106 identicon

Dapurt er komið fyrir vorri þjóð, þegar höfnun bloggveitu á nafnlausum draugabana, misbýður réttlætiskennd þegnanna það mikið, að siðspilling fyrrum útrásarfurstana er talin það léttvæg að hún kemst ekki á blað.

Er það furða að okkar ágæta land er óhjákvæmilega dæmt til að tortíma sjálfu sér, er annar möguleiki í stöðunni með þessa áhöfn og farþega innanborðs ??

Ég veit ekkert um doktorinn, en það sem ég hef lesið frá honum finnst mér bæði þunnt og kjánalegt letur, fyllt með hroka og fyrirlitningu gegn þeim sem ganga ekki í takt með honum og  trúlausa "trendinu" sem flott hefur þótt að tilheyra undanfarin 10 ár eða svo.

Ekki það að ég sé trúaður, mér er SKÍTSAMA um trúarbrögð, flokka þau hvorki né mæli.

Samt hef ég þá náðargáfu að geta unnt öðrum að vera ekki eins og ég, s.s ég get ég vel sofið þótt aðrir landar mínir og erlendir tegundarbræður fái fróun úr því að trúa á ósýnilega hluti eða geimverur. Það truflar mig ekki neitt !!

Ef docksi var bannaður fyrir persónuníð, ef hann var sannarlega staðinn að slíku, hvað er þá dramatíkin bak við málið ?? Ef fólki er sama því skotmark docksa í þetta skiptið var eflaust skemmd, illa gefin persóna og vitleysingur, hvar drögum við mörkin ??

Má bara hæðast að fólki sem hópurinn, lýðurinn, fjöldinn samþykir sem fórnarlömb, eða eigum við að sleppa því að drulla yfir fólk því enginn á skilið að vera fórnarlamb??

Jafnvel þótt hópurinn samþykki ekki viðkomandi, skoðanir hans eða útlit...

Hugsa fyrst..skrifa svo..tilfinningahiti gefur sjaldan af sér góðan texta nema ef um rokkballöður er um að ræða.

runar 1.8.2009 kl. 18:48

107 identicon

runar... að samþykkja málflutning Láru er ekkert ósvipað og að samþykkja afsakanir útrásarvíkinga... sama bullshit ... nema færri fórnarlömnb.

Það er ekki pláss fyrir svona kjaftæði á nýju íslandi, að hver sem er geti bullað út í loftið einhverjar hamfarar spádóma er hreint fáránlegt...
Taktu eftir runar.. James Randi er með milljón dollara í verðlaun.. .ef Lára er alvöru þá fer hún til randi.. ef hún fer ekki þá á hún að halda kjafti

DoctorE 1.8.2009 kl. 19:24

108 identicon

Jæja, þá er leiðinlegasti maður bloggsins orðinn pílsarvottur.

Það var að vonum...

Jóhann 1.8.2009 kl. 21:57

109 identicon

Nei Jóhann.. hinn venjulegi borgari og tjánigarfrelsi hans er ... blah

Og jóhann, vissir þú að þeir sem skilja ekki kaldhæðni eru með heilavandamál... skilningur á kaldhæðni er oft fyrst til að fara..

DoctorE 1.8.2009 kl. 22:22

110 identicon

Kaldhæðni?

 Var það kannski "kaldhæðni" þegar þú nefndir ákveðna manneskju "geðveikan glæpamann"? Og ertu núna voða spældur yfir því að það hafi verið lamið á puttana á þér?

Þú ert, að mínu viti, leiðinlegasti bloggari landsins. 

Viltu ekki fara að gjabba núna um "geimgarlakallinn" þinn?

Þú ert samt orðinn píslarvottur. 

En þú hefur ekki hugmynd um hvers konar "píslarvottur" þú ert.

Sem er einnig að vonum.

Jóhann 2.8.2009 kl. 00:27

111 identicon

Sko ég vissi það, þú veist ekki hvað kaldhæðni er.

Heldur þú að eg verði sár ef þú segir að ég sé leiðinlegur...?
Það væri afar fúllt ef öllum þætti ég skemmtilegur... það væri eiginlega geðveiki

DoctorE 2.8.2009 kl. 00:53

112 identicon

Það finnst ekki öllum þú skemmtilegur. Og það er ekki kaldhæðni.

Af því leiðir að  það er engin geðveiki.

Ólíkt því sem þú hélst fram.

Sem var þó ekki nein kaldhæðni.

Þú ert leiðindagaur. Getur þó kannski skemmt bjánum eins og Skerði Skronters...

Jóhann 2.8.2009 kl. 02:15

113 Smámynd: Kama Sutra

Ef einhver er leiðinlegur hérna Jóhann, þá ert það þú.

Farðu nú að sofa.  Er ekki kominn háttatími fyrir litla stráka?

Kama Sutra, 2.8.2009 kl. 03:25

114 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni: Geðgheilbrigði manneskju, sem segist sjá inn í framtíðina ber að draga í efa. Hvað þá manneskju, sem fullyrðir að hún tali við löngu látna. Hún fremur svo glæp með því að ljóga og ógna almannaheill í því markmiði að markaðsetja fyrirtæki sitt og eiginmanns hennar Jarðskjálftahús ehf. Fyrir lygi og blekkingar í hagnaðarskyni má kæra hana. Það dylst svo engum að hún er í meira lagi þéttholda, svo...hvað sagði DoctorE um hana, sem á að vera ærumeiðandi?

Eigum við kannski að láta þetta fara í lögfræðilegt mat og sjá hvort aðgerð þín er réttlætt? Hvað um þá sem hafa sakað menn um landráð hér? Var það látið eiga sig af því að í því fólst máske sannleikskorn?

Nú ræð ég þér að kanna það til hlýtar hvort pósturinn barst Doctornum.Það á að vera einfalt mál. Sé það rétt hjá honum, þá á hann afsökunarbeiðni inni hjá þér, að mér finnst.  Þú getur ekki hrakið það að það sem hann sagði um sjáandann mikla var rétt í öllum meginatriðum. Hún getur farið í meiðyrði við hann, ef hún sér til þess tilefni. Nokkuð viss um að hún tapar því máli. Hér er ekki vegið að persónu að ósekju, þót orðbragðið hefði mátt vera meira yfirvegað. T.d. veruleikafirrt manneskja með alvarlegar ranhugmyndir, sem misnotar fjölmiðla með hræðsluáróðri á vandalausa sér til auðgunar og svölunnar á athyglissyki, sem jaðrar við geðbrest. Í meira lagi þéttholda.

Ég tel þessa manneskju algert viðrini. Penna kemst ég ekki að orði. Það getur ekki skaðað orðstýr hennar og virðingu, þar sem hún á hvorugt. Spurðu næsta mann um það.

Ég bið þig lengstra orða að sýna sanngirni og víðsýni og opna aftur á blogg DoctorE. Hann er heiðvirð manneskja og lærir af frumhlaupinu ef eitthvað var í raun. Skil vel að hann hafi ekki getað orða bundisst yfir vitleysunni. Sérstaklega þegar þið fjölmiðlamenn gangið mann undir mann að básúna þvaðrið í slíkum einstaklingum.

Þú gleymdir svo að nefna að það er ekki bara efni um vitfirringu trúarbragðanna, sem hann hefur birt, heldur einnig gagnmerkar heimildarmyndir um sögu, eðlisfræði, stjörnufræði og erfðafræði, svo eitthvað sé nefnt. Raunar er síðan hans besta sjónvarpsrás landsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 00:36

115 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Hvað um þá sem hafa sakað menn um landráð hér?"

Og hvað um þá sem hafa sagt að ESB-sinna ætti helst að taka af lífi á opinberum vettvangi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 01:18

116 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eða þessi viðbjóður: http://hellirinn.blog.is/blog/hellirinn/entry/924269/? Hví fær hann að hanga inni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband