28.7.2009 | 00:04
756 - Um Moggabloggið og fleira
Mér datt allt í einu í hug að hafa bloggið mitt núna einskonar leikrit og þá verða allir sem það lesa að sætta sig við það. Þetta er hugsað sem einhvers konar viðtal sem ég tek við sjálfan mig. SB-1: Ég var að hlusta á útvarpið áðan og þar var viðtal við Ásgeir nokkurn Jónsson sem nú hefur gefið út bók á ensku um íslenska bankahrunið." SB-2: Man eftir honum." SB-1: Já, hann var áður forstöðumaður greiningardeildar (auglýsingadeildar) Kaupþings eða eitthvað þannig." SB-2: Umhmm." SB-1: Sjálfsagt kann hann sín fræði ágætlega en er samt ákaflega óskýrmæltur og tafsar mikið." SB-2: Já." SB-1: Ég er nú svo fordómafullur að ég kann illa við manninn og í mínum augum er hann beinlínis með útrásarvíkings-stimpil á sér." SB-2: Samt er þetta eflaust ágætismaður." SB-1: Ég efast ekki um það. En mikið lifandis skelfing er ég annars orðinn leiður á þessum Icesave og ESB söng í öllum fjölmiðlum og á flestum bloggum." SB-2: Segðu!" SB-1: Sjálft bankahrunið og Bjöggana er alveg komið úr tísku að ræða um. Enginn nennir að skrifa lengur um slík mál." SB-2: Ég veit það." SB-1: Það er búið að skrifa svo mikið um það að allir eru orðnir leiðir á því. Fjölmiðlarnir fara líka alveg eftir okkur bloggurunum. Ef við hættum að skrifa um eitthvað þá hætta þeir líka." SB-2: Akkúrat. En hvað gætuð þið eiginlega skrifað um ef til dæmis ekkert bankahrun hefði orðið og ekkert Icesave? Jafnvel ESB hefði legið í láginni." SB-1: Við hefðum fundið eitthvað. Flokkapólitík ef ekki hefði viljað betur." SB-2: Eða ritskoðun Moggabloggsins." SB-1: Já, eða það." SB-2: Þetta Moggablogg er nú undarlegur hlutur." SB-1: Já, það má nú segja. Ég man eftir að þegar ég var ekki kominn á stórhausalistann að þá þurfti svona 300 til 350 vikuheimsóknir til að komast á 400 listann. Ég komst þangað stundum en datt svo kannski af honum aftur." SB-2: Já, einmitt." SB-1: Svo jukust vinsældirirnar heilmikið og það þurfti svona 500 vikuheimsóknir eða fleiri til að komast á þennan lista." SB-2: Passar." SB-1: Nú eru það bara svona rúmlega 200 sem koma þér á listann." SB-2: Hvar endar þetta eiginlega?" SB-1: Svo má ekki einu sinni skrifa um hvað sem er. Það er alltaf verið að bannfæra einhverja." SB-2: Gættu þín. Þú gætir lent í bannfæringu." SB-1: Iss. Mér er alveg sama. Moggaguðirnir þora sko ekki að skerða hár á hala mínum." SB-2: Ha, ertu með hala?" SB-1: Auðvitað ekki. Það er bara stundum tekið svona til orða." SB-2: Nú, jæja." SB-1: En rosalega held ég að það séu margir sem Moggablogga." SB-2: Af hverju heldurðu það?" SB-1: Minnir að einhver hafi sagt mér það. Svo er líka athyglisvert að skoða hve margir nýjir bætast við á hverjum degi. Einu sinni voru það heilmargir en nú eru það ekki nema fáeinir." SB-2: Nú, þú stúderar þetta bara." SB-1: Nei, en það er ágætt að fylgjast svolítið með. Veistu annars hvernig þessi stórhausalisti er gerður?" SB-2: Ég veit ekki einu sinni hvað þessi stórhausalisti er?" SB-1: Það er sama og áttuklúbburinn og stundum er það kallað úrvalsflokkurinn. Það er listi yfir hóp Moggabloggara sem eitthvert forrit velur úr stórhausana átta sem alltaf birtast fyrst ef farið er á Moggabloggið almennt en ekki einhvern ákveðinn bloggara." SB-2: Ég skil. En hvað eru margir á þessum lista og hvernig er valið á hann?" SB-1: Mér er sagt að það séu svona 200 á honum. Það eru bara Moggabloggsguðirnir sem velja á hann þá sem þeim líkar við." SB-2: Semsagt alls konar spilling og mútur hugsanlegar." |
Athugasemdir
Nú voru þeir að banna DocktorE.
Hann hafði sett út á spádóminn um jarðskjálftann, með nokkuð hörðum orðum.
Sveinn hinn Ungi 28.7.2009 kl. 20:02
Já, ég sá það. Ætli ég boggi ekki um það í kvöld.
Sæmundur Bjarnason, 28.7.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.