26.7.2009 | 00:07
754- "Þá hlógu allir nema Týr."
Í 34. kafla Gylfaginningar segir svo: Enn átti Loki fleiri börn. Angurboða heitir gýgur í Jötunheimum. Við henni gat Loki þrjú börn. Eitt var Fenrisúlfur, annað Jörmungandur, það er Miðgarðsormur, þriðja er Hel."
Æsir reyndu að binda Fenrisúlf (sem mér varð einu sinni á í Miðskóla Hveragerðis að kalla Fernisúlf . Þá hló Gunnar Ben sem átti að heita að væri að kenna mér og öðrum íslensku - síðan man ég eftir Fenrisúlfskauða og hef nafnið rétt). Fyrst notuðu þeir snæri nokkurt sem þeir nefndu Læðing. Fenrisúlfur leysti sig auðveldlega úr læðingi. Næst prófuðu þeir mun sterkari fjötur sem þeir kölluðu Dróma. Með harðfylgi tókst Fenrisúlfi að drepa sig úr Dróma.
Nú voru góð ráð dýr svo Alfaðir sendi mann þann er Skírnir hét í Svartálfaheim til dverga þeirra sem þar bjuggu og gerðu þeir fjötur þann sem Gleipnir heitir úr dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka. Sá fjötur var sterkur mjög og hugðust æsir binda Fenrisúlf með honum. Hann vildi ekki leyfa þeim það nema einhver þeirra legði hönd sína í munn hans að veði að þetta væri falslaust gert. Þeir litu hver á annan og loks lét Týr hendi sína í munn úlfsins. Svo segir í Gylfaginningu: En er úlfurinn spyrnir, þá harðnaði bandið, og því harðar er hann braust um því skarpara var bandið. Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd sína."
Margt fróðlegt og skemmtilegt er að finna í Gylfaginninu. Í einum kaflanum þar er til dæmis útskýrt hvers vegna jarðskálftar verða og þó sú skýring sé ekki strangvísindaleg er hún skemmtileg. Það er aftur á móti önnur saga og verður ekki sögð hér og nú.
Einu sinni orti ég:
Jörmungandur japlar mélin.
Járnin bryður ótt og títt.
Innst í brjósti urgar vélin.
Ólmast faxið mjúkt og sítt.
Gneistar fljúga úr spyrntu spori
splundrast grjót og rignir mold.
Endi heims á atómvori.
Eldar brenna og sekkur fold.
Um tilurð þessara vísna og merkingu þeirra ritaði ég svo nokkru seinna langa ritgerð sem nú er týnd. Þegar ég orti þetta hélt ég að Jörmungandur væri hestur en svo er víst ekki.
Í lokin eru svo fáeinar myndir.
Hluti af hverasvæðinu í Krýsuvík.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Miðgarðsormur er ófrýnileg risaslanga og tortímingarafl í norrænni goðafræði og gengur stundum undir nafninu Jörmungandur. Hann er einn af erkifjendum ása og er eitt af þeim þrem afkvæmum Loka Laufeyjarsonar sem hann gat við tröllkerlingunni Angurboðu. Miðgarðsormur er svokallað heimsskrímsli en hann lykur um alla jörðina (Miðgarð) og vekur ótta meðal ábúenda."
Miðgarðsormur - Jörmungandur
Þorsteinn Briem, 26.7.2009 kl. 11:57
Takk fyrir þennan fróðlega pistil.
Jón Baldur Lorange, 26.7.2009 kl. 16:51
Einu sinni hélt ég að Fernisúlfur væri frá Úkraníu.
Sigurður Hreiðar, 26.7.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.