25.7.2009 | 00:34
753- Icesave, Icesave, Icesave
Ríkisstjórnin sem sat hér á landi þegar bankakreppan skall á síðastliðið haust gerði flest rangt. Alþingi var afvegaleitt þegar það var skikkað til að samþykkja svokölluð neyðarlög. Vegna þeirra afglapa sem fólgin eru í neyðarlögunum sitjum við nú uppi með Icesave-samninginn.
Ríkisstjórnin henti líka peningum í vonlausar aðgerðir Seðlabankans og í að kaupa hlutabréf út úr peningasjóðunum. Að undirlagi útrásarvíkinga hafði almenningi verið talin trú um að eins gott væri að setja peningana sína í peningasjóði eins og á venjulega innlánsreikninga. Þetta reyndist auðvitað tóm vitleysa.
Þessi mál öll sömul eru svo sorgleg að engu tali tekur. Nauðsynlegt er samt að koma sér útúr þessum fjára. Verði sú raunin að hægt sé að fresta verulega samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave-samningnum er ég svo sannarlega samþykkur því. Ég er líka samþykkur því að skárra sé að hafa núverandi ríkisstjórn enn um sinn en að hleypa Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki aftur að stjórn ríkisins. Samfylkingin er skárri þó slæm sé.
Ekki er ég sáttur við það sem mitt fólk í Borgarahreyfingunni er að gera. Við því er varla að búast. Alþingismenn geta aldrei gert öllum til hæfis og eiga ekki að reyna það.
Fyrir okkur sem bloggum og fimbulfömbum um allt mögulegt er ákaflega auðvelt að vera á móti Icesave. Alþingismenn hafa ekki slíkan lúxus. Nú er ekki eins og þeir geti samþykkt það sem þeir eru í hjarta sínu á móti því þetta er endanlegt. Þeir sem sitja hjá í Icesave málinu eru aumingjar. Erfitt er að taka ákvörðun. Ríkisstjórnin hlýtur að gera sér grein fyrir að þjóðin er mótfallin því að vera leidd á höggstokkinn mótmælalaust.
Sjálfum finnst mér svo mjög hafa skort á fullar upplýsingar um allar hliðar málsins að einboðið sé að fella ósköpin. Hvað þá tekur við er ómögulegt að segja. Eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave kemur algjört antiklimax hjá Alþingismönnum. Allt verður einfalt, auðskilið og lítilvægt.
Á endanum verður Icesave-frumvarpið samþykkt. Andstæðingar þess hafa með hávaða sínum þjappað stuðningsmönnunum þess og ríkisstjórnarinnar saman. Þeir sem eru á móti Icesave eru ef til vill að stuðla að falli hennar.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Stríð á milli Hollands og Íslands
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 02:05
Hanna Jónsdóttir: "Does Holland have an army? I thought there where only old people and whores and drug addicts and american turists in Holland. Funny.":
Stríð á milli Hollands og Íslands
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 02:14
Góð færsla, gott að heyra að það séu einhverjir hér á blogginu sem eru raunsæir. Til að fá sem lægstu vexti þurfum við ríkistryggingu. Ef við setjum fyrirvara er lánið orðið "ótryggara" og Holland og Bretland munu þá fara fram á hærri vexti og styttri lánstíma. Við verðu alltaf látin borga Icesave, málið er lágmarka okkar kostnað.
Hin hliðin á málinu er að betlarar hafa ekkert val. Við þurftum á þessu láni að halda. Við höfum ekkert val. Við getum ekki gefið út skuldbréf til að fjármagna þetta. IMF og Norðuröndin vilja ekki koma nálægt þessu.
Það er auðvita mikil upplýsinga skekkja í þessu máli. Það halda margir að ef við fellum Icesave bíði okkar gull og grænir skógar. Þvílík vitleysa
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.7.2009 kl. 10:52
Hárrétt hjá Andra Geir.
Íslenskur almenningur kann ekki að fara með peninga, frekar en útrásarvíkingarnir.
Hafið þið kíkt ofan í innkaupakörfurnar hjá fólki sem er að "kaupa í matinn" hér? Stór hluti af því sem fólk setur í körfurnar er rusl, til dæmis kók og útlent súkkulaðikex sem bóksalinn á Selfossi lifir á. Bara kókið gæti greitt IceSave-reikninginn.
Íslendingar gera hins vegar grín að Þjóðverjum og Svíum fyrir að leggja fyrir og eiga fyrir því sem þeir kaupa.
Sá hlær best sem síðast hlær.
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 11:41
Ekki ert þú einn af þeim Íslendingum Steini? Það fólk stígur nú ekki í vitið sem eyðir eins og vitleysingar og gerir grín að öðrum fyrir að leggja til hliðar. Hins vegar vil ég ekki borga Ice-slave auðróna. Það verður nú auðvelt fyrir almúgann að leggja til hliðar undir skatta-oki IMF og undir ICE-SLAVE nauðunginni, ha, ha, ha.
Elle_, 25.7.2009 kl. 12:51
Já, og ofan á ko-fall gengisins og óðaverðbóglguna.
Elle_, 25.7.2009 kl. 12:59
. . . kol-fall gengisins og óðaverðbólguna.
Elle_, 25.7.2009 kl. 13:39
Undirritaður var alinn upp af þýskri konu sem kenndi mér útsaum, sparnað, brjóta saman föt ofan í ferðatösku og setja niður radísur, mademoiselle EE elle.
Ég hef búið í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi en hvergi orðið var við jafn mikið bruðl á nokkru sviði og hér á Klakanum.
Íslendingar halda í öllum tilvikum að það sé heppni ef þeir fá lán einhvers staðar og voru alveg til í að greiða árlega 240 þúsund krónur í vexti af einnar milljónar króna yfirdrætti til útrásarvíkinganna í bönkunum, um eina milljón króna á fjórum árum.
Slíka gjafmilda fjármálasnillinga munar nú ekki um að greiða IceSave-reikningana.
Fátæka fólkið með svarthvíta sjónvarpið flýr til Noregs
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 14:25
Takk öll. Verst að ég skil ekki hollensku. Myndirnar voru samt góðar í greininni sem þú linkaðir í Steini.
Nú skulum við bara fara að spara og hætta öllu bruðli.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 15:25
Steini, ég veit að það er of mikil eyðska í fjölda fólks og þoli það ekki. Það var öfugt heima og ég veit að það er líka fjöldi fólks sem er undanskilinn þessari vitleysu. Ég hef oft velt fyrir mér hvort opinber og ríkisstudd rán banka um hábjartan dag og óðaverðbólga hafi ekki bara valdið þessu, ýtt undir það í fólki. Ekkert land í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað, leyfir það að þegnar þess séu beinlínis rændir af bönkum og okurbúllum út um allt. Og óðaverðbólga sem hefur viðgengist í þessu landi. Fólk held ég hafi bara gefist upp á að geyma peninga sem gufuðu upp í bönkum og okurbúllum. það er útskýring á öllu. Ríkið sjálft eyðir eins og ótt væri og veldur sjálft verðbógunni. Heilar götur eru tættar niður og byggð ný og dýr og flott hringtorg og undirgöng og milligöng og yfirgöng og vegir. Og tónlistarhúsið þurfti endilega að ná yfir hálfan bæinn og vera úr skíra gulli. Eyðlsan og eyðileggingin og heimskan hefst þarna uppi.
Elle_, 25.7.2009 kl. 15:59
Ég er nú svo hallærisleg og gamaldags að ég er ennþá með eldgamla túbusjónvarpið mitt - og finnst það bara ágætt.
En það er samt litasjónvarp...
Kama Sutra, 25.7.2009 kl. 18:56
Steini: Einn frændi minn er einmitt bóksali á Selfossi og ég er ekkert viss um að hann kunni að meta þetta með kókið og súkkulaðikexið.
Sjálfur eyði ég eins og vitleysingur stundum en legg fyrir stundum. Alhæfingar eru stórhættulegar. Svo segist Kama Sutra vera kvenkyns. Því trúi ég nú varlega.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 20:03
Íslendingar eru snobbaðasta þjóðin í veröldinni. Það gera fermingarveislurnar. Þar bera gestirnir saman tekjur sínar, hús, bíla, utanlandsferðir, verslunarferðir, barnalán og bankalán. Kjólana og skartið.
Fólk á hins vegar ekki hluti fyrr en það hefur greitt þá að fullu og það á að sjálfsögðu einnig við um bíla og húsnæði.
En hversu oft hafið þið ekki ekið um fínt hverfi í ykkar bæjarfélagi og öfundað "eigendurna" af flottu bílunum og húsunum? En það er allt á fokdýrum lánum, kynlífið til lítillar fyrirmyndar, drengurinn í alls kyns óknyttum og dóttirin í eitrinu.
Þá er nú betra að eiga túbusjónvarp eða jafnvel ekkert sjónvarp, eins og dætur Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans, ólust upp við.
En þær voru ekki fermdar og síminn þeirra var hleraður út í eitt.
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 20:09
Ég hef aldrei öfundað fólk sem á "flott hús og bíla". Mér dugar alveg að búa í lítilli íbúð í blokk - og skammast mín ekkert fyrir það. Ég er líka með meiriháttar góða menntun í staðinn, úr háklassa erlendum háskólum, sem ekki allir geta státað af. Það nægir mér.
Varðandi húsnæðislán: Íslendingar hafa því miður lítið val í þeim efnum ef þeir ætla að búa hérna á Klakanum þar sem leigumarkaðurinn hérna er ákaflega óþroskaður og frumstæður - nema maður sætti sig við að hanga í foreldrahúsum fram á sextugsaldur - jafnvel með maka og börn - á meðan verið er að safna fyrir húsnæðinu. Því miður er fólki hérna nánast nauðugur einn kostur að eignast sitt eigið þak yfir höfuðið ef það vill skapa sér sitt eigið heimili - og þarf þ.a.l. að taka (óhagstæð) húsnæðislán.
Hvað segirðu Sæmundur: Hvers vegna trúirðu ekki að ég sé kvenkyn? Á nú að fara að gera úr mér kall með typpi?!
Kama Sutra, 25.7.2009 kl. 20:49
Ég hef nú ekki mikið fyrir mér í þessum kynferðismálum. Finnst þó ekki kvenlegt að velja sér dulnefnið Kama Sutra. Í mínu ungdæmi var kvenfólk varla kynverur. Í mesta lagi að þær leyfðu mönnum að gera hitt. Karlmenn á hinn bóginn hugsuðu varla um annað en kynferðismál.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 21:00
Ég myndi nú orða þetta svona á ensku:
Men think about sex every other second, but women think about sex all the time.
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 21:20
Steini hitti þarna naglann á höfuðið!
Kama Sutra, 25.7.2009 kl. 21:23
Gott dæmi um þessi atriði er Lady Chatterlay's Lover sem sýnd var í Sjónvarpinu í gærkveldi:
"The publication of the book caused a scandal due to its explicit sex scenes, including previously banned four-letter words and perhaps because the lovers were a working-class male and an aristocratic female."
Lady Chatterley's Lover
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 21:36
Já, veislu-vitleysan sem Steini lýsir kórónar nú alla eyðslu-vitleysuna. Og eitt af því sem gerðist aldrei heima og mun aldrei verða. Fólk í öðrum löndum nánast gapir af undrun þegar maður lýsir þessari vitleysu.
Elle_, 25.7.2009 kl. 21:37
Varðandi bíómyndina Lady Chatterlay's Lover: Ég þori næstum að veðja að Velvakandi (er hann ekki til ennþá?) Moggans fyllist af bréfum eftir helgina frá "reiðum konum úr vesturbænum" sem munu kvarta og kveina hástöfum yfir því að þessi mynd var sýnd í sjónvarpinu - af því að það var sýnt smávegis af typpi og brjóstum.
Má annars tala svona hérna á blogginu þínu Sæmundur? Ég bið forláts fyrirfram...
Kama Sutra, 25.7.2009 kl. 22:23
Já, það má alveg tala svona en umræðan er svolítið að afvegaleiðast. Frá Icesave til uppáferða. Eiginlega var Lady Chatterlay´s Lover úreltur þegar ég man fyrst eftir mér. Las samt bókina einhvern tíma. Bíómyndina í gærkvöldi sá ég ekki. Húsmæður í vesturbænum ættu alveg að þola að sjá brjóst og stöku typpi. Man eftir djörfum myndum í hinu forna Hafnarbíói.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 22:30
Hún Lady Chatterlay,
ei lengur hrein er mey,
í harðindum allt er hey,
og hún því sagði okay.
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 23:17
Lady þessi Chatterlay er ekkert nema klám og óþverri sem ætti að harðbanna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.7.2009 kl. 23:22
Ja svei og svei og svei
ég er ekki mey.
Nei, nei, nei.
ókay, ókay, ókay.
Mér þykir menn (og konur) vera farin að færa sig uppá skaftið hér.
"Hvurslags dónaskapur er þetta?"
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 23:48
Hann er mættur - nöldurkallinn úr vesturbænum!
Krúttlegi, sæti og skemmtilegi nöldurkallinn.
Ég sakna Malapabba!
Kama Sutra, 25.7.2009 kl. 23:51
Já, hvernig var það eiginlega með hann Mala? Bloggið hans var svo ári skemmtilegt. Myndirnar hver annarri betri. Siggi heldur því alltaf fram að bestu bloggin séu veðurblogg. Nöldrar svo um klám og óþverra ef einhver sleppir fram af sér beislinu í kommentum.
Sæmundur Bjarnason, 25.7.2009 kl. 23:56
Iss - þetta er bara í nösunum á honum. Honum finnst klámið örugglega jafnskemmtilegt og okkur.
Kama Sutra, 26.7.2009 kl. 00:01
Annars er ég bara að ræða um erótík. Eruð þið að tala um klám?
Kama Sutra, 26.7.2009 kl. 00:04
Það er með öllu úrelt að kalla "Lady Chatterley´s Lover" klám. Sagan þótti kannski dálítið djörf fyrir óralöngu síðan. Núorðið væri hún vel hæf til lesturs í sunnudagaskóla hugsa ég.
Sæmundur Bjarnason, 26.7.2009 kl. 00:11
Mali er miðbæjarskotta en samt engin miðbæjarrotta.
Þorsteinn Briem, 26.7.2009 kl. 00:24
Nöldurkallinn kannski, en krúttlegi, hi, hi, hi.
Elle_, 26.7.2009 kl. 00:34
Hvað skyldi hafa orðið af Malínu, fyrrverandi Malínu og núverandi Malínu? Og hvað skyldi svo vera að frétta af Galínu?
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 02:46
Kannski er Sigurður reiður. Veit ekki hvað fólk hann er að meina þó?
Elle_, 27.7.2009 kl. 13:19
Sigurður reiðist aldrei! Nema yfir klámi og óþverra!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 15:25
Ég held að hún Malína Svalína Smalína hafi gefist upp á galinu og nöldrinu og sökkt sér á bólakaf í sexið í staðinn.
Kama Sutra, 27.7.2009 kl. 17:26
Hún Svakalína líka...
Kama Sutra, 27.7.2009 kl. 17:29
Ég er eiginlega alveg hættur að botna í málum hér. Bæði dulnefnum og öðru. Kannski verður þetta einskonar kattablogg með tímanum.
Sæmundur Bjarnason, 28.7.2009 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.