750- Icesave og fleira

Nú fer að líða að því að ríkisábyrgðin á Icesave-samkomulaginu komi til afgreiðslu Alþingis. Ómögulegt er að segja til um úrslit þess máls. Sumt af ágreiningnum um þessi mál kemur til af mismunandi skilningi á orðalagi í samningnum sjálfum. Þetta ætti þingnefnd að geta lagað og sett um það fyrirvara í ríkisábyrgðarfrumvarpið. Nóg er fyrir þingmenn að meta hvort sé skárra að samþykkja samninginn eins og hann er eða samþykkja hann ekki. Hjáseta kemur varla til greina. Örlög ríkisstjórnarinnar kunna líka að ráðast af þessu máli.

Síðasta færsla mín um rökræður og kappræður vakti nokkra athygli. Mikið af ESB-umræðunni er fram úr hófi ómálefnalegt. Ómerkilegt persónulegt skítkast.

Nútíminn er skrýtin skepna. Ég man að þegar tölvuúrin komu fyrst á markað þótti rammflókið að stilla þau. Nú er enginn krakki svo vitlaus að hann geti ekki stillt (og vanstillt) öll rafeindatæki heimilisins.

Á sínum tíma kunni ég ágætlega mitt DOS. Svo kom Windows og ruglaði allt. Windows eitt eða tvö sá ég einhverntíma og þótti ekki merkilegt forrit. Þriðja útgáfan yfirtók svo allt en var alltaf að frjósa. Það sem ég kann í Windows er aðallega til komið með mjög ómarkvissum tilraunum. Alltaf verð ég samt að láta eins og ég skilji allan fjandann í tölvumálum því öðru er varla trúað. Umræða um stýrikerfi verður oft dálítið þreytandi. Einu sinni hafði ég mikinn áhuga á deilunum um Pésa og Makka en ekki lengur.

„Tvípeð er ekki tvípeð nema stakt sé," gæti Benóný Benediktsson hafa sagt. Hann var engum líkur. Að sjá hann ferðast um miðbæinn á hjólinu sínu eða skipta um peru fyrir ofan borðið sem hann átti að tefla við á alþjóðlegu skákmóti er ógleymanlegt. Ég man líka eftir honum þegar hann var að stríða strákunum sem voru að tefla við hann í MÍR-salnum við Þingholtsstræti með allskyns furðulegum fullyrðingum um skák. Því minnist ég á þetta að ég er um þessar mundir að lesa bókina um þennan mikla meistara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú mættir láta einhverjar Benóný tilvitnanir flakka. Ég kynntist honum aldrei, en það er virkilega gaman að heyra skákmenn sem þekktu hann og muna hans fleygu orð vitna í hann.

Hrannar Baldursson, 22.7.2009 kl. 04:17

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég þekkti Benóný ekki persónulega en man vel eftir honum. Hann var mjög eftirtektarverður. Ég bjó úti á landi árin 1970 til 1986 og þekki skáklíf í Reykjavík ekki vel frá þeim árum.

Sæmundur Bjarnason, 22.7.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Such icing on the queen,
the Dutch had never seen,
but nobody had there been,
except Össur with amphetamine.

Þorsteinn Briem, 22.7.2009 kl. 14:05

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stated Steini Briem
stútfullur með flím.
Rosalegt er rím
og rautt allt flensuslím.

Sæmundur Bjarnason, 22.7.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband