21.7.2009 | 00:50
749- Rökræður vs. kappræður
Fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarumsóknina að ESB fylgdist ég nokkuð með umræðum á Alþingi. Enginn vafi er að kappræðuhefðin er ríkjandi meðal okkar Íslendinga. Alið er á henni í skólum og kennt að líta á sigur á andstæðingnum sem mikilvægari en eðli málsins. Þetta var áberandi í umræðunum. Framkoma sumra þingmanna var beinlínis stráksleg. Þeir virtust halda að því hærra sem talað væri og meiri gífuryrði notuð því betra.
Áríðandi er að ná góðri samstöðu um mikilvæg mál. Rökrétt niðurstaða eða sigur á andstæðingnum er miklu minna virði. Þannig náðist mjög góð samstaða um lýðveldisstofnunina á sínum tíma þó menn greindi í upphafi á um leiðir. Sama verður vonandi uppá teningnum þegar kemur að aðild Íslands að ESB. Andstæðingar aðildar fara þó mikinn og notast mjög við kappræðuhefðina.
Á blogginu blandast kappræðuhefðin oft fúkyrðaflaumi svo miklum að flestum ofbýður. Það slæma orð sem bloggið hefur á sér er einkum þeim að kenna sem stunda fúkyrðaflauminn sem ákafast. Vel er hægt að ræða viðkvæm mál án þess að temja sér þann æsing og persónulega skítkast sem oft ríkir í bloggheimum.
Aðalgallinn við Icesave-samninginn er að það er hvorki hægt að samþykkja hann eða fella. Alþingismenn eru í verulegum vanda í þessu máli. Eitthvað er hægt að styðjast við forystumennina en samt er það takmarkað. Langflestir Alþingismenn vilja greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína. En hvernig á að komast að niðurstöðu um Icesave. Moldviðrið sem þyrlað er upp varðandi þetta mál er með ólíkindum. Málið er líka svo afdrifaríkt og flókið að lengra verður varla komist.
Davíð var sjósettur um daginn með pompi og pragt. Ekki hef ég lesið það sem efir honum var haft. Ingibjörg Sólrún var svo til jafnvægis dregin fram af Samfylkingunni. Gallinn er sá að hvorugt þeirra skiptir máli lengur. Þau eru bæði fulltrúar gærdagsins og úr sér genginnar hugmyndafræði. Ekki þar fyrir að ágætt væri að geta aftur horfið til þeirra áhyggjulausu daga þegar Geir og Solla litla komu út úr Þingvallabænum og hann kyssti hana á kinnina og hún setti töskuna á bakið og valhoppaði í burtu.
Og fjórar myndir:
Þetta er geimfarið mitt - eða ekki.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
takk fyrir mig Sæmi, bloggið þitt er til mikillar fyrirmyndar og vonandi næ ég þinni visku þegar þar að kemur :) myndirnar eru alltaf fínar líka.
Óskar Þorkelsson, 21.7.2009 kl. 01:07
algerlega rétt hjá þér, með íslenska umræðu, „að líta á sigur á andstæðingnum sem mikilvægari en eðli málsins.“
Brjánn Guðjónsson, 21.7.2009 kl. 01:09
Ég var einmitt að hafa orð á þessu á öðru bloggi. Að það væri synd að það skuli hvergi vera friður til að ræða ESB af einhverju viti án þess að öfgaliðið og "fullveldissinnarnir" skuli óðara vera mættir á svæðið með sinn hatursfulla anti-ESB áróður - og reyna að kæfa allar vitrænar umræður.
Þeir eru alveg logandi hræddir um að samningsfólkið okkar nái svo góðum samningum við ESB að þjóðin komi til með að kjósa sig þangað inn.
Kama Sutra, 21.7.2009 kl. 01:38
Sæll Sæmundur. Sigurður Þorsteinsson skrifaði samskonar færslu fyrir þrem dögum. Þú ættir kannski að kíkja á hana.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.7.2009 kl. 11:17
Takk Axel.
Skoðaði þessa færslu og athugasemdir við hana. Fullmikið kappræðursnið þar á málum finnst mér.
Sæmundur Bjarnason, 21.7.2009 kl. 13:06
Skoðaðir þú færsluna sem er tengd við færslu Sigurðar sem var að koma fólki (þar á meðal mér) í uppnám?
Axel Þór Kolbeinsson, 21.7.2009 kl. 13:10
Já ESB sinnar ættu ekki að vera hissa á þessari hörku í þessum umræðum um ESB.
Hér er nefnilega búið að sundra þjóðinni upp í fylkingar og við ESB andstæðingar erum þess vegna reiðir.
Líka vegna þess að heldur mátti ekki spyrja þjóðina hvort hún vildi yfirleitt halda upp í þessa ESB vegferð.
Þannig að ESB elítan hefur skarað eld að höfði sér og þetta ESB mál er sem fleinn í holdi þjóðarinnar að okkar áliti.
Það er ekki að ástæðulausu sem við mjög margir ESB andstæðingar köllum helstu rétttrúnaðarsinna ESB elítunnar ekkert annað en landráðahyski og gerum það kynroðalaust.
Það myndi ég aldrei segja um þig Sæmundur þó þú sért frekar inná ESB aðild og viljir í þessar viðræður, það er af því þú fjallar ævinlega um þessi mál af yfirvegun og meiri og víðari yfirsýn en flestir þinna skoðanabræðra.
Gunnlaugur I., 21.7.2009 kl. 15:52
Gunnlaugur I er gráti nær,
geldur er hann síðan í gær,
og kallinn aldrei kjósa fær,
kolóður, vitlaus og alveg ær.
Þorsteinn Briem, 21.7.2009 kl. 18:19
Til að forðast málaferli:
Gunnlaugur I er gráti nær,
galinn er hann síðan í gær,
kallinn aldrei kjósa fær,
kolóður, vitlaus, alveg ær.
Þorsteinn Briem, 21.7.2009 kl. 18:28
JA MER FINNST VERA FULLMIKIÐ TIL Í ÞESSUY
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 19:44
Það er dálítið til í því hjá þér, þetta varðandi rökræður vs. kappræður. Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að við séum frekar slök í rökræðum hér á Fróni. Þetta hef ég til að mynda séð á því hvernig fólk "rökræðir" stundum í Kastljósi og fleiri umræðuþáttum. Einnig fannst mér þetta sjást ágætlega í ESB umræðunni í sjónvarpinu um daginn, þar sem sumir þingmenn vildu heldur ræða atkvæði annarra en síður sitt eigið, og að mínu viti var heldur mikið af ómálefnalegri umræðu þar. Bloggið er svo sér kapítuli, þar sem maður fær oft á tilfinninguna að ekki fylgi mikil hugsun orðunum sem niður eru sett.
Ég bjó í Danmörku í nokkur ár og þar fannst mér oft meiri bragur á umræðum, þar sem fólk gagnrýndi hluti meira efnislega en við gerum hér. Það sést einmitt ágætlega í sjónvarpinu, en það hefur kannski eitthvað með þær áherslurnar sem þáttastjórnendur hafa fyrirfram. Hér finnst mér að þáttastjórnendur á stundum leyfi fullmikið af framíköllum í umræðunni.
Það sem ég tel að við þyrftum að læra betur, er að vera ósammála án þess að rífast eða kallast á... það myndi bæta gæði umræðunnar. Svo held ég að auki að við hefðum stundum gott af að heyra og sjá hina hlið málsins, þó svo við séum ekki sammála henni.
Takk fyrir góðan og málefnalegan pistil.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2009 kl. 19:58
Takk öll.
Finnst ESB-umræðan oft vera of mikið í upphrópanastíl.
Ástæða til að blogga meira um það.
Reyni það seinna. Of gott veður núna.
Sæmundur Bjarnason, 21.7.2009 kl. 20:40
Vil bæta við það sem Axel Þór setti þarna inn úr því verið er að kalla andstæðinga "logandi hrædda" og"öfgalíð" þarna að ofan og víðar. Þarna er umræða um ógnvekjandi öfgamann og ekki er hann andstæðingur:
http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/916497/
Það sem ég vildi var lýðræði eins og Gunnlaugur lýsir að ofan. Og ég hefði sætt mig við niðurstöðuna hefðum við fyrst verið spurð. Fullt af fólki í landinu er reitt og sorgmætt vegna þess að vaðið var yfir lýðræðið. Þeir sem eru hlynntir því að Jóhanna dragi landið þarna inn með yfirgangi virðast oft ekki skilja það.
Elle_, 21.7.2009 kl. 21:09
Axel, ég sé að þú hefur beinlínis spurt mig hvort ég hafi lesið blogg Kjartans Jónssonar. Því er til að svara að það hef ég ekki gert. Aðallega er það vegna þess að ég hef fordóma gagnvart því sem skrifað er með hvítu og rauðu letri á svartan grunn. Les slík skrif helst ekki.
Stundum hef ég lesið greinar Jóns Frímanns um ESB en örugglega ekki allar. Ég hef svolitla fordóma líka gagnvart því sem hann skrifar. Hann er ekki alveg nógu sterkur í réttritun fyrir minn smekk.
Ef tala á um orðhengilshátt og fúkyrðaflaum þá finnst mér andstæðingar aðildar að ESB ekki standa ESB-sinnum neitt að baki þar. Fremur á hinn bóginn ef eitthvað er. Skiptir samt engu máli.
Sæmundur Bjarnason, 22.7.2009 kl. 00:01
RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,
Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:28
Er Jón Frímann að tala um skítkast? Kom úr óvanalegri átt frá manni sem kallar allt bull og rugl sem nokkur maður með skoðanir segir nánast.
Benjamín 22.7.2009 kl. 00:54
Já, Jón Frímann, hvaða "andstæðingur" hér er með skítkast? Frá mínum sjónarhóli er það akkúrat öfugt sbr. "öfgalið".
Benjamín 22.7.2009 kl. 00:57
Það er nefninlega svo Sæmundur að einstaklingar beggja megin eru orðnir frekar orðljótir. Ég á auðveldara með að þola þá sem hafa sambærilega skoðun og ég, og held að það eigi við um flesta.
Sjálfur hef ég reynt mitt besta við að halda mér á málefnalegum nótum, en einstaka sinnum hef ég farið of langt í athugasemdakerfinu ef ég er að þræta við einhvern.
En það er öruggt að þetta á bara eftir að versna svo um munar.
Axel Þór Kolbeinsson, 22.7.2009 kl. 08:52
Já það er rétt sem Axel Þór segir hér að ofan "þetta á bara eftir að versna svo um munar"
Og það er vegna þess að það er sótt um ESB aðild án þess að spyrja þjóðina og sennilega líka í trássi við meirihluta þjóðarinnar, sem alls ekki vill ESB aðild.
Fyrir stóran hluta okkar andstæðinga ESB aðildar snýst þetta ekki bara um hagsmuni heldur einnig tilfinningar.
Þess vegna er búið að setja eitraðan flein í hold þjóðarinnar og skipta henni uppí andstæðar fylkingar sem munu takast á.
Einmitt nú þegar helst hefði þurft að sameina þjóðina meðan við í sameiningu ynnum okkur útúr erfiðleikunum.
Ábyrgð þeirra 33ja íslendinga sem tóku þá ákvörðun að reka þennan eitraða ESB flein í hold þjóðarinnar er því mikil og enn meiri vegna þess að þeir höfnuðu því að þjóðin yrði fyrst spurð álits.
Gunnlaugur Ingvarsson 22.7.2009 kl. 09:57
Til Steina.
Grátandi er Gulli víst
galinn orðinn núna.
En Steini minn þú kýst og kýst
og kyssir síðan frúna.
Sæmundur Bjarnason, 22.7.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.