Þriðja blogg

 

Ekki var ég fyrr búinn að setja "annað blogg" inn en ég sá ýmsa galla á þeirri færslu. Fonturinn var of lítill, greinaskil undarleg og svo var ég svo viss um að enginn mundi lesa þetta að ég gáði ekki einu sinni fyrr en  á eftir hvort hugsanlega hefði verið sett inn athugasemd.

Þá sá ég að Salvör Gissurardóttir hafði einmitt gert það og það er alveg rétt hjá henni að ég er sá Sæmundur sem hún nefnir. Það væri nú svosem gaman að ræða um Netútgáfuna hér og mál henni tengd en líklega fáir sem hafa áhuga á  því.

Ekki veit ég hvernig Salvör hefur fundið bloggið mitt og teljarinn segir að 17 hafi skoðað það en því trúi ég nú varlega.

Rétt áðan (já klukkan að verða fjögur að nóttu) var komið með stærðar jólapakka til mín frá fyrirtækinu sem ég vinn hjá og svo hef ég heyrt að ég fái e.t.v. líka pakka frá MS.

Mér finnst sjálfum mest gaman að lesa blogg sem eru ekki alltof löng og ekki heldur of stutt svo ég held að ég láti þetta nægja að sinni þó stutt sé. Blogga eflaust meira og lengra ef einhverjir lesa þetta og svo ég tali nú ekki um ef athugasemdir verða settar inn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband