Annað blogg

Nokkrir dagar eru síðan ég bloggaði síðast og að sjálfsögðu hafa ekki margir litið hér inn. Meðan engir lesa þetta þá er ástæðulaust að skrifa mikið. Á ýmsu hef ég þó skoðanir og sjálfum finnst mér þær oft merkilegar. Áslaug fékk bréf í gær frá sýslumanninum á Selfossi um að hún ætti smáspildu í Ásgautsstaðalandi við Stokkseyri. Pabbi hennar hafði eihvern tíma fest kaup á einum níunda hluta úr jörðinni og það hefði átt að skiptast á milli þeirra allra systkinanna. Eitthvað fer samt á milli mála hvort bræður hennar hafi e.t.v. verið búnir að láta þennan part fyrir alllöngu á lítið eða ekki neitt. Kemur í ljós. 

Þessa dagana erum við aldrei slíku vant með 2 bíla og notum þá til skiptis. Keyptum um daginn Subaru Outback og látum sennilega áður en langt um líður Vovoinn. Ég er búinn að kaupa það sem ég þarf fyrir jólin og byrjaður á vaktasyrpu sem stendur allt fram á Þorláksmessu. Læt þetta duga í bili. 

sb  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband