1.7.2009 | 00:21
730 - Flokkapólitík, kúlulán og Guðni Ágústsson
Í sem allra stystu máli lítur flokkapólitíkin svona út frá mínu sjónarmiði: Framsóknarflokkur - Við höfum kastað öllum okkar syndum bak við okkur. Hvernig lendir fólk í Kúluflokknum? Nú hefur DV sett þau Kristján Arason og Þorgerði Katrínu í þann eðla flokk. Eru ekki allir útrásarvíkingarnir örugglega í Kúluflokknum? Hefur þetta ekki eitthvað með kúlulán að gera? Ég skil þetta ekki almennilega. Ein af þeim bókum sem ég fékk á Bókasafni Kópavogs um daginn var bókin Guðni - af lífi og sál." Þessi bók er eftir Sigmund Erni Rúnarsson og kom út árið 2007. Fjallar um Guðna Ágústsson að sjálfsögðu. Á einni af allra fyrstu síðum bókarinnar kemur eftirfarandi setning eftir skáldlegan inngang höfundar sem eðlilega gerist heima hjá Guðna: Hjónakornin eru að leggja yfir Ölfusána í enn eitt skiptið." Síðan er ferðalaginu og öllu sem því tengist lýst með afar skáldlegum hætti og ekki alveg einfalt að finna út hvert ferðinni er heitið. Nokkru seinna kemur samt í ljós að ferðin liggur um Kambana og er heitið til Reykjavíkur. Þar með ofbauð mér svo staðkunnátta höfundar að ég hætti að lesa og er ekki viss um að ég taki til við bókina aftur. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það gæti verið gaman að lesa þessa bók sem núverandi þingmaður Borgaraflokksins skrifaði um þáverandi formann Framsóknarflokksins -- eða var hann bara varaformaður þá?
Gaman væri ef þú vildir taka eins og eitt blogg í að útskýra kúlulán. Það hefur farið framhjá mér hvers lags lán það er. Ég veit um bókalán og jafnvel peningalán -- en hvaða lán er að því að fá léðar kúlur?
Sigurður Hreiðar, 1.7.2009 kl. 10:08
Já, hvað þýðir að fá lánaðar kúlur? Og eru það bara allavega kúlur?
Elle_, 1.7.2009 kl. 10:17
Einhversstaðar hef ég heyrt þá skilgreiningu að átt sé við að öllum afborgunum og vaxtagreiðslum sé safnað saman í eina kúlu og það eigi síðan að greiða í lok lánstímans. Í munni sumra að minnsta kosti virðist þetta einnig þýða að lántakandi taki enga eða takmarkaða ábyrgð á láninu. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Jónas Kristjánsson skilst mér að hafi líka skrifað um kúlufólkið og einhverjir fjölmiðlar hafa einnig minnst á það. Margir hafa skrifað um kúlulán og af samhenginu verður nær alltaf ráðið að ekki er átt við að viðkomandi fái lánaðar kúlur.
Sæmundur Bjarnason, 1.7.2009 kl. 14:25
Gleymdi að svara einu.
Sigurður: Ég held að Simmi sé þingmaður Samfylkingarinnar. Mér fannst á því sem ég las að Simmi vissi ekki einu sinni að Guðni á heima fyrir utan á. Hvort Guðni var formaður eða varaformaður þegar bókin var skrifuð hlýtur að koma fram í henni.
Sæmundur Bjarnason, 1.7.2009 kl. 14:42
Það er merkilegt hversu oft Guðni hefur keyrt yfir Ölfusá til að komast í borgina.
Axel Þór Kolbeinsson, 1.7.2009 kl. 15:44
Takk fyrir svarið/svörin, Sæmundur. Sjálfsagt hefur þú rétt fyrir þér um Simma. Læt mig einu gilda fyrir hvern hann situr á þingi, þykir kannski ögn skárra að það sé fyrir Samfylkinguna. Bara af því hvaða álit ég hef á manninum.
Sigurður Hreiðar, 1.7.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.