729 - Trúarjátning Skugga-Sveins

Biblían er sem bögglað roð
fyrir brjósti mínu.
Át ég hana alla í einu.
Ekki kom að gagni neinu.

Lætur Matthías Jochumsson Skugga-Svein segja í samnefndu leikriti.

Af einhverjum ástæðum er mér þetta afar minnisstætt. Þetta er á margan hátt mín trúarjátning einnig. Ég var svolítið ódæll í æsku (málgefinn og uppástöndugur besservisser) og man að við generalprufu fyrir ferminguna í Kotstrandarkirkju hótaði ljúfmennið séra Helgi Sveinsson að henda mér út úr kirkjunni og sagði að það hefði aldrei komið fyrir sig áður. Auðvitað hafa kennarar aldrei komist í annað eins og þeir lýsa hverju sinni. Man líka að ég var um þetta leyti búinn að gera mér grein fyrir trúarbragðaleikritinu en ákvað að vera ekkert að ergja fólk að óþörfu.

Að miklu leyti er ég þannig ennþá. Trúlaus með öllu sjálfur en vil gjarnan leyfa öðrum að hafa sína trú ef þeir vilja. Trúi bara að hið góða í manninum sé því illa yfirsterkara (oftast nær að minnsta kosti - jafnvel hjá útrásarvíkingum) og heimurinn fari batnandi í það heila tekið þó oft sé erfitt að sjá það.

Nítján kílómetra vestan við Blönduós er trjálundur einn sem Ólafslundur heitir. Besti staðurinn á leiðinni norður. Þar skar ég mig í lófann á norðurleiðinni um daginn og sá mús eina þar á suðurleiðinni. Þetta með músina var eftirminnilegt. Kom að henni á gangstígnum inni í skóginum og var að furða mig á hve augun væru vel gerð á þessu leikfangi. Ætlaði að ýta við því með fætinum en þegar hann var næstum kominn alla leið tók músin viðbragð og hentist í burtu.

Það er ekki eins og ég sé í samkeppni við Eið Guðnason en ég komst ekki hjá því að heyra eitt gullkorn hjá íþróttafréttamanni RUV nú í hádeginu (mánudag)

Þar var hann að tala um að Manchester City hefði boðið háa upphæð í Samuel Eto og laun hans yrðu slík að hann yrði hæstlaunaðasti knattspyrnumaður heims. Hæstlaunaðasti!! - dæmigerð heimska.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Þetta heyrir maður á öllum stöðvum (les ekki blöðin)  Einn var: "næst hæstlaunaðasti"!   Maður gæti gubbað og það á fastandi maga.

Eygló, 30.6.2009 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband