728- Kominn heim

Er búinn að vera á ættar- eða fjölskyldumóti á Akureyri síðan á föstudaginn. Þessvegna fremur lítið um blogg undanfarið. Tók eitthvað af myndum þar. Var líka á Akranesi fyrri part vikunnar. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þar. 

Það er erfitt að blogga um annað en Icesave þessa dagana. Ég er enginn sérfræðingur í efnahagsmálum en get ekki horft framhjá því að samningurinn er líkur nauðasamningum. Það er verið er að neyða okkur Íslendinga til að samþykkja þessi ósköp vegna þess að við getum ekki annað. Ég er sammála því að ef við eigum að halda áfram að vera þjóð meðal þjóða verðum við að gera það. Kjörin eru samt ekki nógu góð. Við þurfum að hafa þau betri. Besta leiðin til þess er að fella andskotans frumvarpið sem Steingrímur segist ætla að leggja fram. Kannski leggur hann það aldrei fram. Eða breytir því eitthvað. Hann verður að fá Breta og Hollendinga til að gefa eftir.

IMG 3036IMG 3042IMG 3051IMG 3057IMG 3076IMG 3106IMG 3115IMG 3120


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég bjó á Akranesi í fjögur og hálft ár. Margir halda að ég sé þaðan en svo er þó ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband