25.6.2009 | 11:03
726- Icesave - Er hægt að blogga um eitthvað annað?
Það er veist að mér fyrir að vera ekki á móti Icesave-samningnum á sama hátt og flestir aðrir bloggarar. Loopman kallar mig hálfvita og Lára Hanna svarar gagnrýni minni á skoðun hennar á þeim sem ekki mæta á Austurvallarfundi bara óbeint. Flestir aðrir reyna að leiða vitleysuna í mér hjá sér.
Ég get ekki að því gert að ég finn flokkspólitískan fnyk af sumri gagnrýni á samninginn og væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð á ósómanum. Ég viðurkenni fúslega að auk þess að vera mikil svívirðing við okkur Íslendinga alla er samningurinn að auki til þess fallinn að auka andúð margra á aðildarumsókn að ESB. Gera ætti þó greinarmun þar á.
Ég hef líka unnið mér það til óhelgi meðal margra að vera meðmæltur aðild að ESB þrátt fyrir þvingunaraðgerðir þær sem augljóslega felast í Icesave-samningnum. Af þessu leiðir að ég er álitinn hægri sinnaður og nánast óalandi í bloggsamfélaginu, jafnvel hallur undir Samfylkinguna og ástæða fyrir fólk til að spýta þrisvar eftir að hafa lesið bullið úr mér.
Einfaldast væri auðvitað að minnast ekki á Icesave. Það er hins vegar aumingjaskapur hinn mesti í mínum augum. Einnig hitt, að þó Icesave-samningurinn verði að öllum líkindum felldur á Alþingi ef fer sem horfir, grunar mig að margir sem andmæla honum sem hæst séu einkum að nota kærkomið tækifæri til að klekkja á ríkisstjórninni.
Ég hef séð því haldið fram að verði Icesave-samningurinn felldur falli stjórnin líka. Þessu er ég ekki sammála. Ég held að Steingrímur og jafnvel Jóhanna líka verði því fegnust ef Icesave-vitleysan verður einfaldlega felld. Auðvitað geta þau ekki sagt það en sjálfsagt er að reyna að draga þetta mál svolítið á langinn.
Guðbjörn Guðbjörnsson er sjálfstæðismaður og ESB-sinni sem ég fylgist oft með á blogginu enda skrif hans vönduð. Hann segir meðal annars á sínu bloggi:
Ef þessi afskriftaleið samsæriskenningar minnar er ekki rétt og við eigum að borga þessar skuldir - 400-500 milljarða - finnst mér ESB aðildin og dýru verði keypt. Ef það er framkvæmanlegt að segja NEI - án þess að við förum 40-50 ár aftur í tímann - þá er það skárri leið en að kaupa ESB aðild á 400-500 milljarða króna. Ef við verðum að borga þetta, vil ég alla vega fá ESB aðild í staðinn, því þeir hjálpa okkur þá kannski aðeins ef við lendum í vandræðum með þetta.
Þarna finnst ýmsum Sjálfstæðismönnum vera rétt lýst. Þeir eru til í að selja skrattanum ömmu sína ef nógu miklir peningar fást fyrir hana. Mér er nokk sama um Icesave-málið en alls ekki um ESB. Þarna tengir Guðbjörn þessi tvö mál saman á þann hátt sem útrásarkálfunum mundi vel líka.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Icesave málið er 100x stærra og mikilvægara en venjuleg stóla- og flokkapólitík. Ákvörðunin mun hafa mikil áhrif í 20 ár hið minnsta.
Hans Haraldsson 25.6.2009 kl. 20:47
Ég er sammála því að Icesave málið er miklu stærra en svo að ein vesæl ríkisstjórn skipti þar nokkru máli. Endanlega stærð málsins er þó ekki hægt að sjá, bara spá um og menn spá og spekúlera í allar áttir. Sama er að segja um ESB.
Sæmundur Bjarnason, 25.6.2009 kl. 21:35
"...Ég held að Steingrímur og jafnvel Jóhanna líka verði því fegnust ef Icesave-vitleysan verður einfaldlega felld..."
Þú segir nokkuð! Mér hefur ekki dottið þetta í hug fyrr.
Það skyldi þó ekki vera?...
Malína 25.6.2009 kl. 23:52
Já, það eru ýmsar skoðanir sem maður getur ekki látið í ljós, vegna stöðu sinnar. Maður HEFUR þær samt.
Sæmundur, það eru óvandaðir, ókurteisir og óvitrir bloggarar til meðal allra hinna sem fínir eru. Sumt, að því er virðist annars ágætis fólk, verður eins og snúið roð í hund ef einhverjir eru á öndverðri skoðun.
Slíkt fólk ætti að merkja bloggin sín; að andmæli verði ekki liðin.
Svo ætti það endilega að sleppa athugasemdum, jafnvel lestri á bloggi sem kemur frá okkur hálfvitunum. Og þú sem ert aðalkallinn minn, þannig ("blogglega" séð)
Eygló, 26.6.2009 kl. 01:15
Margir bloggarar eru mjög háværir á móti Icesave-samningnum en ég er ekkert viss um að þeir endurspegli vilja þjóðarinnar í þessu máli.
Síðast þegar ég vissi höfðu rúmlega 30.000 manns skráð sig á Facebook gegn Icesave-samkomulaginu en þessi fjöldi er ekki mjög stór hluti af kosningabæru fólki í landinu - sem mig minnir að séu í kringum 220.000 manns (vonandi leiðréttir mig einhver ef þetta er ekki rétt). Við höfum ekki hugmynd um hvaða skoðanir hinir (190.000) hafa á samkomulaginu. Þeir eru ekkert endilega sammála háværustu bloggurunum.
Kannski hafa verið gerðar einhverjar skoðanakannanir á þessu sem ég hef ekki séð. Þá meina ég marktækar kannanir - ekki af þeirri gerðinni sem t.d. Útvarp Saga er með.
Malína 26.6.2009 kl. 01:51
Sigurður Líndal hagfræðiprofessor kallar Icesafe samninginn nauðungarsamning.
Elle_, 27.6.2009 kl. 23:42
Átti að vera Sigurður Líndal lagaprofessor.
Elle_, 28.6.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.