711- Menningarlegar lundaveiðar

Lundarnir í Vestmannaeyjum eru víst í útrýmingarhættu. Það kom fram í einhverjum fjölmiðli í kvöld að ekki mætti banna lundaveiðar (eða yrði að banna varlega) af því að lundaveiðar væru svo menningarlegar. Sér er hver menningin! Næst verður sennilega leyft að veiða lundann en bara bannað að drepa hann. Það væri eftir öðru. Laxveiðimönnum hefur verið talin trú um að það sé miklu menningarlegra að sleppa laxinum eftir að búið er að veiða hann.

Þessar menningarlegu lundaveiðar munu eiga að laða ferðamenn að. Hvalveiðar víst líka.

Hef lítinn þátt tekið í athugasemdum við færslu 707. Skorað hefur verið á mig að loka þeim þræði og spurt hvort ég taki ábyrgð á því sem þar er sagt. Hef tekið eftir að sumir (t.d. Sigurður Þór Guðjónsson) loka einfaldlega á athugasemdir við sumar færslur. Ég gæti þurft að taka uppá einhverju slíku en vona þó ekki.

Beint sjónvarp frá Alþingi er stundum fróðlegt. Einkum byrjun hvers fundar. Svo var í gær, þriðjudag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir stóð sig ágætlega og lét framsóknarmenn ekkert slá sig útaf laginu þó þeir reyndu það. Það athyglisverðasta var þó að nefndaformenn eru farnir að kvarta undan stjórnvöldum. Það er nýlunda held ég. Starfsmenn fjármálaeftirlitsins eiga að hafa neitað nefndum um umbeðnar upplýsingar með tilvísum til einhvers samnings sem þeir hafi gert við stjórnvöld. Þannig skildi ég málið a.m.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég var nú aðallega að gagnrýna orðalagið. "Menningarlegar lundaveiðar" eru ekki til. Veiðar eru bara veiðar. Það getur vel verið að 25% sveifla sé náttúruleg. Maðurinn getur alveg verið náttúrulegur. Þeir sem halda að ferðamenn komi þjótandi ef eitthvað er sagt vera náttúrulegt eða menningarlegt eiga jafnt erindi á "heimskulistann" og aðrir.

Sæmundur Bjarnason, 10.6.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Lundinn er að hverfa um allt norðanvert atlantshaf.. þetta er ekki einskorðað við ísland.

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki hægt að gefa sér að hér sé um náttúrulega sveiflu að ræða. Hver talar af mestri heimsku í þessu máli?

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband