698 - Fáeinar gamlar myndir og ekkert annað

IMGÞessi bók er um ferðalag höfundarins um „The Appalachian Trail". Bill Bryson er þarna óviðjafnanlegur sem oftar. Einu sinni var ég með mikla dellu fyrir gönguferðum og ekki hefði ég slegið hendinni á móti því að ferðast eftir the Appalachian trail. Eiginlega er þetta nú bara skann-prufa.

IMG 0004Þessi mynd er frá Bifröst í Borgarfirði. Þarna er fólk greinilega á leiðinni í útivist.

IMG 0014Frá Bifröst. Gunnar Hallgrímsson og Kristinn Jón Kristjánsson. Jú, Gunnar var stærri en Kiddi en ekki svona mikið.

IMG 0015Þriðja myndin frá Bifröst. Séra Sveinn Víkingur slúttar hér skólaballi. (skyldi maður ætla) Guðvarður Kjartansson og Jón Illugason úr skólahljómsveitinni sjást í baksýn.

IMG 0006Þetta er gamla Trésmiðjan í Hveragerði.

IMG 0007Þessi mynd er tekin í garðyrkjustöðinni við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. (hús númer 7 8 9 og 10 - held ég).

IMG 0018Meistaraflokkur Hveragerðis í knattspyrnu nokkru eftir miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Veit ekki hvar myndin er tekin. Alvörumörk með neti (og gati) voru ekki á hverju strái.

IMG 0028Þessi mynd er tekin í Laugaskarði. Það eru Guðmundur Gíslason (til vinstri) og Pétur Kristjánsson (til hægri) sem þarna stinga sér til sunds. Líklega er þessi mynd tekin um miðjan sjötta áratug síðustu aldar eða svo. Landsliðið í sundi kom þá oft til æfinga að Laugaskarði við Hveragerði. Þar var á þeim tím eina 50 metra sundlaug landsins. Erlendis var þó oft keppt í svo stórum laugum. Þessvegna kom landsliðið til æfinga þarna. Um þetta leyti var Guðmundur Gíslason að taka við keflinu af Pétri Kristjánssyni sem besti skriðsundsmaður landsins á styttri vegalengdum. Vel má sjá á myndinni að krafturinn er meiri hjá Guðmundi.

Eins og margir vita er gríðarlegt þol einkenni góðra sundmanna. Jónas Halldórsson þjálfari  landsliðsins setti eitt sinn hundrað króna seðil undir stein á steyptan staur við Barnaskólann (þar sem landsliðið gisti) og sagði að sá, sem fyrstur yrði uppá Reykjafjall og hringinn í kringum ákveðinn klett þar sem blasti við frá skólanum og til baka aftur mætti eiga seðilinn. Hundrað krónur (þó gamlar væru) var talsverður peningur á þessum tíma. Varla þarf að taka fram að Guðmundur Gíslason sigraði auðveldlega í þessari þraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband