Fyrsta blogg

 

Þetta er nú bara svona til að prófa.

Mér hefur sýnst að Morgunblaðið sé að leggja  mikla áherslu á það núna undanfarið að fá  sem flesta bloggara. Ég hef nú afar líkið gert af því að blogga,  en þó prófaði ég það eitthvað smávegis fyrir  allmörgum árum þegar þetta var  alveg nýr siður. Þá fór ég  eftir því sem Salvör Gissurardóttir sagði mönnum til á sínu bloggi og ég man að ég skrifaði eitthvað smávegis á lén sem hét og heitir e.t.v. ennþá "pitas.com", en það stóð ekki lengi og datt mjög flótlega uppfyrir eins og þetta mun líklega gera líka. Ég er aftur á móti nokkuð duglegur að lesa annarra manna blogg sem er auðvitað allt annar handleggur.

 

Nú eru hinsvegar allir farnir að blogga og ég geri alveg ráð fyrir að þetta blogg týnist í öllum fjöldanum og þetta á svo sem alls ekki að verða neitt vinsældablog og mér er alveg sama  hvort nokkrir lesa þetta. Kannski gera það fáeinir ef þetta gengur sæmilega og ég segi frá því. Sjáum til.

sb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

hæ, er þetta Sæmundur sem var með Rafritið og Netútgáfuna?

velkomin í bloggið 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2006 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband