2.5.2009 | 01:18
672- Innhverf íhugun eða úthverf
Innhverf íhugun er í tísku núna. Ef ég man rétt hefur hún lengi tíðkast á Indlandi og eflaust víðar í Asíu og Bítlarnir voru eitthvað að fikta við þetta fyrir margt löngu.
Hjá mér fellur hún næstum því í sama farveg og talnaspeki og áruhreinsun jafnvel þó frægur kvikmyndaleikstjóri sé ánetjaður þessu. Auðvitað getur samt verið að eitthvert vit sé í þessu en ég bara svona ferkantaður.
Ævisaga var eitt sinn rituð um Harry Houdini töframanninn fræga. Þessa bók las ég í æsku og er ekki frá því að með þeim lestri hafi ég fengið þann antipata á miðlum og þess háttar kukli að það hafi enst mér til þessa dags. Auðvitað er þó ekki útilokað að eitthvað sé að marka þessi hjávísindi en mér er bara fyrirmunað að trúa því.
Jafnvel þó því sé trúað að miðlar og spámenn séu margfróðir og segi oftast satt get ég alls ekki lagt trúnað á að þeim sé gerlegt að starfa í gegnum útvarp á þann hátt sem oft er haldið að fólki. Þeir fjölmiðlar sem gefa slíku undir fótinn falla mjög í áliti hjá mér.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta er ágætis íhugun. Mér finnst reyndar íhugun alveg nægileg ein og sér, hún þarf ekkert að vera inn- eða úthverf.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.5.2009 kl. 02:08
Þú ert eflaust skynsamasti kall en í þessum pistli ruglar þú [á mjög óvísindalegan hátt] saman hlutum sem hafa ekkert með hvorn annan að gera. Þannig setur þú nokkra hluti [sem þú skilur ekki] undir sama hatt og kallar það kjaftæði; notar þannig vanþekkingu þína á innhverfri íhugun til að geta fellt það undir fordóma þína gagnvart hindurvitnum.
Gangi þér allt í haginn
Hetjan 2.5.2009 kl. 11:49
Ekki gat ég fundið orðið kjaftæði neinsstaðar í pistlinum að ofan.
EE elle
. 2.5.2009 kl. 14:16
Held að innhverf íhugun sé ágæt í sjálfu sér, afslappandi og allt það. En um leið og reynt er að breyta hlutunum í einhvers konar "það eina rétta" þá þurfi maður að vera á verði. Ég er þó ekki að segja að það sé svo í tilfelli leikstjórans, hef ekkert kynnt mér þetta hjá honum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2009 kl. 15:29
Gurrí, ég er sammála þér. Íhugun er ágæt en ef hún er eftir einhverri ákveðinni tískuforskrift þá líst mér oftast illa á hana.
Sæmundur Bjarnason, 2.5.2009 kl. 17:10
fyndið að þegar einhver nægilega frægur og nægilega klikkaður mætir hingað, þyrpist landinn í íhugun.
annars hef ég farið sautján hringi í andlegum pælingum um Guð, hinummeginfélagið og allan þann pakka. hef komist að niðurstöðu.
Guð er tilfinning. íhugun er fínt mál fyrir þá sem því nenna, ef hún bætir innra geð.
Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:23
Það er líka í tísku eitthvað sem kallast detox og á víst að hreinsa líkamann af öllum óþvera sem hefur verið að safnast þar fyrir í gegnum árin.
Rafn Haraldur Sigurðsson 2.5.2009 kl. 21:48
Já og einu sinni þurfti að fara til Póllands til að detoxa. Nú er víst hægt að gera þetta víðar.
Sæmundur Bjarnason, 2.5.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.