1.5.2009 | 01:50
671- Á fésbókina fer ég ei
Nei, ég held ađ ég fari ekkert á fésbókina. Mér líst ekki á ţetta. Má varla vera ađ ţví ađ sinna mínum blogglestri og bloggskrifum, mínum tölvupósti, mínum bréfskákum á Netinu og öllu öđru í kjötheimum svo sem lestri, vinnu og svínaflensuvörnum ţó ég fari nú ekki ađ bćta óţarfa eins og fésbókinni viđ.
Fólk virđist festast yfir ţessu eins og flugur á límpappír. Ţetta er eflaust gaman en međan mađur veit sem minnst um ţetta allt saman sparar mađur gríđarlegan tíma sem annars vćri tekinn frá öđru ţarfara.
Ekki nćr mér fésbók fín.
Finnst hún slćmur siđur.
Alla ţessa ógnar pín
ćtti ađ leggja niđur.
Gúgli segir ađ ţann 12. maí 1996 hafi Björn sjálfur Bjarnason skrifađ ţennan texta á sinn einkavef:
Ég sé, ađ birst hefur á netinu frásögn eftir Sćmund nokkurn Bjarnason, sem hann kallar Ćvintýriđ um góđa kaupmanninn, ef ég man rétt, og á víst ađ vera neyđarleg lýsing á ţví ferli, sem leiddi til ţess, ađ menntamálaráđuneytiđ keypti ţann hluta af Ísmennt, sem ţjónar skólakerfinu.
Ţarna er stórmenniđ sjálft ađ skrifa um mig. Ekki veit ég af hverju mér datt í hug ađ gúgla ţessi ósköp. Ég man óljóst eftir ţessu ćvintýri en á ţađ kannski hvergi skrifađ. Líklega birti Bjössi í Snerpu ţetta fyrir mig á sínum tíma.
Ţegar ţetta var hafđi mér veriđ úthýst af Imbu og sárnađ ţađ eitthvađ. Guđmundur meiraprófsbílstjóri (sem ég held endilega ađ sé sá sami Guđmundur Ólafsson og nú lćtur gamminn geysa á Útvarpi sögu međ Sigurđi G. Tómassyni) atyrti mig líka fyrir ađ ráđast svona á öđlinginn Pétur Ţorsteinsson á Kópaskeri. Guđmundur taldi mig hafa vegiđ ađ Pétri úr launsátri en sannleikurinn er sá ađ ég neitađi aldrei ađ hafa samiđ ţessa sögu og birti hana undir fullu nafni.
Kannski er ţetta partur af sögu Internetsins á Íslandi. BBS-in voru líka merkilegt fyrirbrigđi ţó fáir kannist viđ ţau núna.
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri fćrslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Í öllum bćnum láttu ţér ekki einu sinni detta í huga ađ skrifa UM Fésbók, hvađ ţá skrifa Í hana.
Ţú giskar rétt; ţetta var gaman fyrst (međan mađur var ađ lćra á ţetta) Ég var ötult fés í mánuđ; fór a.m.k. 1-2 á dag og fannst ég ofbođslega fyndin (var ein um ţađ) Núna kíki ég stöku sinnum, fylgist ekki međ neinu eđa neinum. Sé stöku sinnum eitthvađ skemmtilegt/spennandi/fróđlegt og geri ţá athugasemdir viđ ţađ eđa spyrst fyrir.
Ţađ sem er virkilega skemmtilegt en gerist örsjaldan, er ađ fólk frá "fyrra lífi" finnur mann og á kemst dulítiđ samband. Ţađ sem var best var ađ fá ađ sjá myndir af smáfrćnkum mínum, sem gerđu mig ađ langömmusystur, og ég hafđi aldrei séđ.
Eygló, 1.5.2009 kl. 02:12
ég er á fésbók, og finnst ţađ frekar ómerkilegur miđill.. hann er ágćtur til ađ halda utan um vinahópinn ţví ađ allir eru á ţessu :)
Óskar Ţorkelsson, 1.5.2009 kl. 08:52
Stend međ ţér Sćmundur; Vertu ekkert ađ fara á Snjáldurskinnuna.
Var sett á hana ađ sjálfri mér forspurđri og finnst ţetta óttalegur tímaţjófur ţá sjaldan ég nenni ađ líta ţar inn.
Hildur Helga Sigurđardóttir, 1.5.2009 kl. 10:48
Takk öll.
Ein ástćđan fyrir ţví ađ ég kynni mér sjaldan nýjungar eins og fésbókina er ađ ég er hrćddur um ađ gera heimskulegar vitleysur, en ég á víst ađ vera svo mikill tölvunörnd ađ ég má helst ekki gera svoleiđis.
Sćmundur Bjarnason, 1.5.2009 kl. 11:33
Snoppa er fín ţýđing á Facebook
Jón Óskarsson 1.5.2009 kl. 14:18
Fésbókin er skömminni skárri en bloggiđ. En hvort tveggja er af hinu illa.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.5.2009 kl. 15:15
Facebook virkar spennandi en ég tel ţađ nćgja mér ađ sinna blogginu.
Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 15:22
Á fésbók er meiri skemmtun. Ţađ er ekki opiđ fyrir alla, ađeins vini viđkomandi. Ţar af leiđir líka ađ ţessi hryssingur sem er svo algengur í athugasemdum á blogginu og skćtinur er ţar miklu minni. Menn eru yfirleitt í góđum fíling.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.5.2009 kl. 16:18
Ţađ sem mér finnst andlit hafa fram yfir blogg er ađ mađur getur strokađ allt út sem sagt er.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.5.2009 kl. 17:57
á fésbókina farir'đu ei
finnst mér afar miđur.
ađ afloka sig inn'í skáp
er ekki góđur siđur.
Brjánn Guđjónsson, 1.5.2009 kl. 19:13
Takk, takk. Ţađ sem ég hef einkum á móti fésbókinni er ađ hún virđist geta veriđ talsverđur tímaţjófur ef mađur gćtir sín ekki. Skil líka alveg hvađ Sigurđur Ţór á viđ ţegar hann segir ađ fésbókin sé skárri en bloggiđ. Bloggiđ getur mađur ţó takmarkađ líka, bćđi skrif og lestur. Samskipti manna hafa breyst talsvert eftir ađ tölvunotkun jókst. Brjánn, ţađ getur vel veriđ ađ ég fari einhvern tíma á fésbókina. Einu sinni ćtlađi ég aldrei ađ blogga. Bara lesa svoleiđis nokkuđ. Mér finnst fésbók ágćtt nafn vegna líkingarinnar viđ enskuna.
Sćmundur Bjarnason, 1.5.2009 kl. 21:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.