28.4.2009 | 00:27
669- Evrópumál og kosningar. Er hægt að skrifa um eitthvað annað?
Tillaga Björgvins um að láta Alþingi ráða varðandi Evrópusambandsumsókn er allrar athygli verð. Óþarfi að láta hræða sig frá þeirri hugmynd. Það getur samt vel verið að vinstri flokkarnir nái saman um þetta.
Enginn vafi er samt á því að niðurstöðuna úr viðræðunum verður að leggja fyrir þjóðina og næstum örugglega að kjósa aftur til Alþingis áður en hugsanlega getur orðið um inngöngu að ræða.
Það er ekki trúlegt að vinstri flokkarnir láti núverandi tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar sér úr greipum ganga. Að mynda ríkisstjórn án þátttöku bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki áður boðist.
Undarlegt er að sjá bollaleggingar ýmissa um sigurvegara kosninganna. Sá einn sigrar sem flesta flesta þingmenn hlýtur. Aðrir geta byrjað vel, bætt mestu við sig frá síðustu kosningum og þess háttar en sigurvegarinn er bara einn.
Lýðræðishreyfingin galt áreiðanlega fyrir það að vera of tengd einum manni. Ástþór var bæði andlit hreyfingarinnar í augum fólks og sá sem öllu máli skipti. Aðrir féllu algjörlega í skuggann.
Að mörgu leyti er eftirsjá að Frjálslynda flokknum. Hjaðningavígin urðu þeim einkum að falli og svo virtist Guðjón Arnar varla nenna þessu.
Borgarahreyfingin gætti þess að vera nægilega hefðbundin til að fólk sæi sér fært að kjósa hana. Að mörgu leyti er hún samt ekki eins og venjulegir einsmálsflokkar og klofningsframboð og vel er hægt að líkja henni frekar við Kvennalistann sáluga. Hún er líka greinilegt afsprengi búsáhaldabyltingarinnar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Af hverju er ESB málið svona mikið viðkvæmnismál? Í öllum flokkum er fólk sem ýmist styður eða hafnar.
Hvað er að því að fara í gang með þetta? (verst hvað þetta verður kostnaðarsamt)
Er ekki öruggt að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
En það er nú svo margt sem ég skil ekki.
Eygló, 28.4.2009 kl. 01:02
Það hefur lengi verið deilt um þetta mál.
Það er ákvörðum flokkanna að gera þetta viðkvæmt svo fólk sé ekki að velta alvarlegri málum fyrir sér.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er örugg. Þó er hægt að komast framhjá henni tæknilega séð.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2009 kl. 09:26
Rosalega er margt orðið eitthvað "tæknilegt" núna. Jæja, enda tækniöld. Hvernig er hægt að komast framhjá henni "tæknilega"? Fyrirtæki verða tæknilega fallitt líka. Nú er ég tæknilega orðlaus?
Eygló, 28.4.2009 kl. 14:43
Allt í lagi að ræða málið, ef það er verið að ræða málið, en ekki snúa út úr máli þess sem er á annarri skoðun eða vera með persónuárárásir.
Hólmfríður Pétursdóttir, 28.4.2009 kl. 15:24
"Allt í lagi að ræða málið, ef það er verið að ræða málið" Það er nebbbla heila málið!
Eygló, 28.4.2009 kl. 15:41
Maíja: Veit það eiginlega ekki. Held þó að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild hafi ekki ætið verið. Ekki í upphafi a.m.k.
Veit bara að íslensk stjórnvöld mundu aldrei komast upp með annað en að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Gott ef bandalagið krefst þess ekki líka núorðið.
Hólmfríður: Sammála þér um það að margir eru alltof stórorðið um þetta mál.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2009 kl. 21:40
Það er ekki öruggt að þjóðaratkvæðagreiðsla verði Sæmundur en einna mikilvægast er nú eftir kosningarnar að sátt náist um að svo verði.
Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.