667- Eins konar málfarsblogg

Hún skipar 2. sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður á eftir Sturlu Jónsson. 

Segir gervigrasalæknirinn Jens Guð.

Þarna skýst skýrum. Yfirleitt er Jens Guð ágætur í réttritun og beygir eiginnafnið alveg rétt en sleppir að beygja föðurnafnið. Það er ekki margt sem hundstungan finnur ekki. Eiður Guðnason hefur sagt það á sínu bloggi að gera eigi kröfur um rétt mál á vinsælum bloggum. Ég er sammála honum. Janfvel  þó ég yrði gripinn í einhverri bölvaðri vitleysunni gæti ég vitaskuld sagt að ég sé ekki nógu vinsæll til að teljast með.

Ekki veit ég hvaðan ég hef þessa bloggnáttúru. Það á einfaldlega vel við mig að blogga og engin ástæða til að hætta því. Sjálfum finnst mér ég ekki blogga meira um sjálfan mig en góðu hófi gegnir. Mjög sjálfmiðaðir þvergirðingar í bloggarastétt fara svolítið í taugarnar á mér. Líkar aftur á móti vel við þá bloggara sem eru útsettir með að fræða lesendur sína um allan fjandann. Málfarsbloggarar eru líka ágætir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert að málfarsbloggi, en margir bregðast illa við leiðréttingum.

Ég fagna því þegar menn gera athugasemdir og kenna mér það sem réttara er.

Hitt er annað mál, að ekki er nóg að tala um á eigin bloggi; þið sérfræðingarnir þurfið að skamma okkur sem minna kunnum og gera það með þolinmæðina að vopni.

Íslenska er ekki merkilegra mál en nokkurt annað, en hana þarf að tala/rita rétt, hér eftir sem hingað til.

baldur mcqueen 26.4.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Baldur.
Fyrst. Ég er enginn sérfræðingur. Féll á landsprófi. Komst þó á Samvinnuskólann að Bifröst.
Um málfarsleiðréttingar má margt segja. Ég skil ekki hvernig í ósköpunum ég á að skamma aðra nema á mínu bloggi.

Sæmundur Bjarnason, 26.4.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Eygló

Les blogg allra "málfarsbloggara" sem mér tekst að hafa uppi á. Blanda mér stundum í umræður um íslenskt málfar og réttritun, en verð svo miður mín þegar mér er illa tekið (sem er reyndar ekki oft) enda ekki að villa á mér heimildir - að ég sé sérfræðingur.

Já, segi það sama Sæmundur. Hvar á maður að blogga annars staðar en á eigin síðum?  Það hlýtur að vanta eitthvað í textann hjá "baldri" þannig að maður skilur ekki meininguna. Hann bætir þá bara við

Eygló, 26.4.2009 kl. 06:45

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst ekki aðalatriðið að gera ekki málfarsvillur. Mér finnst miklu meira mál að menn skrifi skýrt og ljóslifandi og skemmtilega. Þeir kunni á fjölbreytni málsins, tjáningarmöguleika þess. Því miður skrifa flestir þeirra sem alltaf eru að setja út á málfar svo fábreytilega og leiðinlega að ljóst er að þeir rækta ekki tungumálið, bara nöldurstóninn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Eygló

Ég er íslenskunöldrari og stolt af því

Eygló, 26.4.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sem Baldur á við er að hann vill láta leiðrétta sig í athugasemdum á sínu eigin bloggi ef hann fer rangt með íslenskuna.

Ég hef stundum séð þetta gert hjá honum (ekki oft, hann er góður í íslensku) og Baldur bregst alltaf mjög vel við og er þakklátur fyrir allar ábendingar.

Því miður eru ekki allir jafnopnir fyrir þessu eins og Baldur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband