30.3.2009 | 00:06
638. - Ef þú skilur þetta ekki þá skilurðu ekki neitt. Skilurðu það?
Fátt er jafnskemmtilegt að horfa á og ófarir annarra. Ræðumenn nota gjarnan þá aðferð til að upphefja sjálfa sig að gera lítið úr öðrum. Vinsælir sjónvarpsþættir gera útá ófarir og niðurlægingu þó stundum sé reynt að leyna því. Um þetta má finna mörg dæmi. Ég ætla að nefna nokkur Fyndnar fjölskyldumyndir hét þáttur sem var afar vinsæll fyrir fáeinum árum. Mest gengu þessar fjölskyldumyndir útá hverskyns slys og óhöpp og byggðust vinsældirnar einkum á því. Núorðið er slíkt að mestu leyti komið á Netið og vinsælt er að senda það sem víðast. Spurningaþættir allir eru einkum um það hvað þátttakendur séu vitlausir. Þeir sem heima í stofu sitja geta alltaf svarað einhverju sem ekki kemur svar við í sjónvarpinu. Slíkt er það langeftirminnilegasta úr þáttunum. Svo eru mistök dómara náttúrulega hreinn hvalreki. Tveir spurningaþættir eru vinsælastir nú um stundir. Það eru Útsvar og Gettu betur. Í Gettu betur er flýtirinn slíkur að venjulegt fólk missir af flestu. Þættirnir eru einkum gerðir fyrir þátttakendurna og klappliðin enda fer áhorf mjög minnkandi. Í Útsvari byggist allt á léttleikanum. Þar er þátturinn sniðinn til þess að skemmta sem allra mest. Spyrlarnir reyna að ryðja úr sér bröndurum en auðvitað snýst allt um það að einhverjir verða að tapa. Spurningaþátturinn sem tröllreið sjónvarpi fyrir nokkrum árum og hét Viltu vinna milljón? (Íslensk milljón var reyndar svo lítil að nafnið var hálfasnalegt) byggðist auðvitað á því að skemmtilegast var þegar þátttakendur götuðu jafnvel þó reynt væri að hjálpa þeim. Og allra skemmtilegast var auðvitað þegar þeir töpuðu sem mestu með því að gata. Einstöku sinnum götuðu menn þó ekki. Það var bara til að fólk yrði síður vart við niðurlæginguna. Idol-þættirnir vinsælu og ýmsar eftirlíkingar þeirra byggjast á því að niðurlægja þá sem tapa. Kosið er um þá vinsælustu en auðvitað er það taparinn sem mestu máli skiptir. Raunveruleikaþættir ýmsir byggjast á þessu sama. Þar er oft ekki einu sinni reynt að dulbúa niðurlæginguna heldur beinlínis kosið um það hverjir eigi að fara heim. Tvöfeldni og hverskyns fláræði borgar sig best þar eins og í lífinu. Það er að segja útrásarlífinu. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mázke apótekaralakkríz hafi verið eitthvað beizkari en þezzi færzla, samt ekki vizz.
Steingrímur Helgason, 30.3.2009 kl. 00:23
Þetta er alveg rétt. Þó það sé ekkert nýtt, þá er niðurlægingin nú svo fastur hluti daglegrar skemmtunar, að flestir veigruðu sér við því að skilja hana frá skemmtuninni. Dósagrínið – bandarísku sitcom-þættirnir – ganga að megninu til út á að hlæja að fólki.
Til að fordæma fullkomlega þessa hneigð þyrfti ég að ganga ansi langt í að fordæma alla menningu sem ég þekki. Það er bara svo helvíti hart að líta í kringum sig og átta sig á þessu viðbjóðslega eðli mannsins, sem allir virðast helst taka þegjandi. Ég er ekki í vafa um það – að ef þrælaskylmingar stæðust lagabókstaf fyndust stórir hópar fólks (hópar vinnandi, jakkafataklædds úthverfafólks) sem væri tilbúið til að borga sig inn á slíkar sýningar.
Einar Axel Helgason, 30.3.2009 kl. 03:11
Já, það snýst næstum allt um að skemmta sér til dauðs. Meira að segja sjónvarpsfréttir eru "pródúseraðar" eins og skemmtiefni.
Sæmundur Bjarnason, 30.3.2009 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.