615. - Um greindar vísitölur og ógreindar eða ógreinanlegar

Um daginn skrifaði einhver um greindar vísitölur. Mér finnst vísitölur yfirleitt ekki greindar. Ekki einu sinni greindarvísitölur. Oft eru þær notaðar til að rugla fólk í ríminu. Auðvelt er að finna upp alls kyns vísitölur og láta þær mæla allan fjandann. Fjölmiðlar eru yfirleitt mjög snoknir fyrir vísitölum og könnunum. Jafnvel Netkannanir sem búnar eru til af hagsmunaaðilum ganga oft í þá. Svo eru til menn eins og ég sem eru fyrirfram á verði gagnvart öllu og sjá púka í hverju horni. En hvar liggur sannleikurinn? Ekki veit ég það. Sennilega hvergi.

Davíð er háll sem áll. Blaðamenn og aðrir reyna að ná tökum á honum en ekkert gengur. Í viðtalinu við Sigmar um daginn lét hann að því liggja að Geir Haarde hefði staðið sig illa sem forsætis. Sagði samt ekkert beinlínis. Aftur á móti er hann foj útí Jóhönnu og er það engin furða. Hún ætlar sér að koma honum í burtu með hægðinni og sennilega tekst henni það.

Kosningarnar í vor verða litmus-test á það hvaða stjórnmálamenn ætlast virkilega til þess að verða kosnir aftur. Ég ímynda mér að þeir verði einhverjir og vona að þeir fái sem herfilegasta útreið.

Eftir því sem Sigurður Þór Guðjónsson segir er Facebook = Kirkjugarðurinn. Þannig skil ég hann að minnsta kosti. Ég er að hugsa um að berjast gegn því eins og ég get að fara á fésbókina. Þangað fara flestir er sagt og þar er miklu skemmtilegra en á blogginu. Ég hef að vísu ekki sannfrétt ennþá hvað er svona skemmtilegt þar en eitthvað hlýtur það að vera.

Í mínum huga er Facebook bara vörumerki. Deilurnar um Facebook vs blogg eru farnar að minna á trúarbragðadeilurnar á sínum tíma um PC vs Makka. Nú eða Microsoft vs Linux.

Ég var PC-maður þá og á móti Makkamerkinu og nú er ég bloggari frekar en fésbókarmaður. Hvar endar þetta streð eiginlega? Verður aldrei friður fyrir þessum trúarbragðadeilum?

Kannski Mogginn sé hættur við að fara á hausinn og við getum haldið áfram að blogga hér áhyggjulaus.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Greindar vísitalan í mér hefur tvisvar verið mæld.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mín greindarvísitala hefur aftur á móti aldrei verið mæld með löglegum hætti og er þessvegna óljós og illgreinanleg.

Sæmundur Bjarnason, 26.2.2009 kl. 03:02

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Á blogginu er stundum skrifað eitthvað af viti en á Facebook skrifar maður eina eða tvær línur og þykist vera svaka sniðugur en sér svo daginn eftir að það var ekki sniðugt sem skrifað var.

Yngvi Högnason, 26.2.2009 kl. 07:45

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Feisbúkkið er botninn. En þjóðin er komin á botninn svo það er nú allt í lagi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 19:04

5 identicon

Nú en ætli botninn sé flatur?

EE elle 26.2.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband