614. - Kraftaverk í Kastljósi og Krossinum

Eitt af því sem allir eru að hamast við að blogga um núna eru prófkjör og þess háttar. Ekki nenni ég því. Mér leiðist pólitík sem er með því lagi sem nú tíðkast. Stjórnmálamenn reyna eins og þeir geta að koma í veg fyrir alla vitræna umræðu um þau mál sem brenna á þjóðinni. Til þess eru prófkjör og annað þess háttar vel fallin. Framsóknarsöfnuðurinn er alltaf að verða skrýtnari og skrýtnari. Nefni engin nöfn. Það eru margir sem bregðast um þessar mundir. 

Viðtalið við Höskuld Þröskuld sem birtist í Kastljósinu nýlega (mánudag líklega) hefur verið skilið ýmsum skilningi. Mér skildist á honum að hann hefði lofað að tefja Seðlabankafrumvarpið fram á fimmtudag í þessari viku og ætli sér að standa við það.

Meðan stjórnmálamenn láta eins og fífl og ljá ekki máls á neinum lagfæringum varðandi jöfnun kosningaréttar eða á augljósum leiðréttingum á kosningalögum sé ég enga ástæðu til að kjósa. Geri heldur ekki upp á milli flokkanna. Fjórflokkurinn er gjörsamlega búinn að ganga sér til húðar.

Heyrði í útvarpinu í dag að auglýsingar um kraftaverk í Krossinum og Kastljósviðtal við Davíð Oddsson voru nokkurn vegin hlið við hlið. Eflaust var þetta tilviljun en tilviljanir eru oft því tilætlaða skemmtilegri.

Ég er ekki frá því að Davíð hafi ætlað að koma frá sér öðru eins kraftaverki í kvöld eins og þegar hann sagði hin fleygu orð í Kastljósi fyrir nokkrum mánuðum: "Við borgum ekki." Þetta er sagt að margir útlendingar hafi misskilið á þann veg að við Íslendingar borgum helst aldrei neitt. Erum við þannig?

Horfði eins og aðrir á viðtal Sigmars við Davíð í Kastljósinu áðan. Sigmar stóð sig ekki eins vel og hann hefði þurft að gera.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Ég er ekki frá því að Davíð hafi ætlað að koma frá sér öðru eins kraftaverki í kvöld eins og þegar hann sagði hin fleygu orð í Kastljósi fyrir nokkrum mánuðum: "Við borgum ekki." Þetta er sagt að margir útlendingar hafi misskilið á þann veg að við Íslendingar borgum helst aldrei neitt. Erum við þannig?"

Er það sök Davíðs að útlendingar misskildu það sem hann sagði? 

Steini 25.2.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maðurinn sagði að íslenska þjóðin myndi ekki greiða þessa reikninga.... er eitthvað hægt að misskilja það Steini ?

Bestu kveðjur í bæinn Sæmundur. 

Anna Einarsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband